Tíminn - 10.11.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.11.1968, Blaðsíða 7
SCNNUDAGUR 10. nóvember 1968. TIMINN Rætl við tvo lækna um áfengisvandamál: fivers vegna drekkur Jeppí?7 Holiberg sagði á sínum tíma, að enginn spyrði hvers vegna Jeppi drykki. Nú spyrjum við emmitt þessarar spurningar, spyrjum hvers vegna ofnautn áfengis verði sumum svo mfkil árátta, að hún leiði til sjúkdóms, sem veldur alvarlegu heilsutjóni og eyðileggur félagslega aðstöðu manna. T.apkna.r vita sittJhvað um geðheilsu manna, sem skýrir þessa áráttu og einnig vita þeir sittlhvað um félagsiegar orsakir, sem kunna að veikja viðnámsþróttinn gegn sýk- ingarhættunni. Hjiá læknum er því helzt að leita raunsærra upplýsinga um eðli og orsak- ir drykkjusýki og þá helzt þeim, sem annast meðferð iþeirra, sem lækninga leita við henni. Yfiiiæknii' Kleppspítalans, pró- fessor dr. Tómas H'elgason, var svo vinsamlegur að leyfa, aS fyrir hann væm lagðar nokkrar spurn- ingar um þennan torlæknaða s;júk- dóm. Stefndi hann mér til viðtals ins á Flókadeild spítalans, og varð Bjarni Arngrímsson, deildarlækn- ir þar, einnig fyrir svörum. \ — Hvenær er áfengisnotkun komin á það stig, að hún megi kallast sjúkleg og hvort virðist ykkur það oftar vera geðrænir eiginleikar eða félagslegar aðstæð- ur, sem valda því, að hún kemst á það stáig? — Við verðuni að byrja á því, segir Tómas, að gera greinamun á misnotkun áfengis og drykkju- sýki .Þegar menn drekka svo mik- ið, að þeir biða af því andlegt og líkamlegt heilsutjón og glata félagslegri aðstöðu sinni, heimili og atvinnu, eða yfirvofandi sé, að sivo fari, þá era þeir oúðnir hjálp- ar þurfi. Samt geta þeir verið á mismunandi stigum. Sá hópur, sem auðveldast er að skýrgreina era áráttudrykkjumennirnir, þeir, sem ekfei geta hætt að drekka fyrr en þeir eru algerlega févana og þrotnir að kröftum — Vanadrykkjumenn eru þeir, sem að jafnaði neyta áfengis í hófi, en geta þó stillt sig, ef mik- ið liggur við. í þessum hópi eru oft menn, sem vita ekkert hvað þeir eiga af sér að gera í frí- tímanum, ef þeir eru ódrukknir. Sem dæmi má nefna menn, sem vinna langtímum saman ódrukkn- ir að heiman, en telja sjálfsagt að vera drukknir allan tímann, \sem þeir eiga frí. — Myndi ekki mcga álykta, að félagslegar aðstæður ættu sinn þátt í því? Sjómenn t.d. koma í land annars staðar én þeir eiga heimili sín og þeim stendur fátt til boða, sem aðiaðandi er? — Vissulega getur það haft sín áhrif, segir Tómas, en einnig það kemur til greina, að menn með ákveðna skapgerðareiginleika lað- ast kannski að atvinnugi'einum þar 1 sem þeir eru ekki alltof bundnir Líka má segja, að það séu félagslegar aðstæður. sem valda því t.d. hve menn, sem eiga greiðan aðgang að áfengi, verða oft ofdrykkjumenn. svo sem þjón- ar. Veitingamenn og ménn, sem hafa miklum opinberum risnu- skyldum að gegna — En það skilur vana- drykkjumann frá árátludrykkju- manni, að hann getur hætt með viljaátaki. ef mikið liggur við.i Það getur áráttudrykkjumaðurinn ekki. Það eru þessir tveir hópar,: sem telja verður hina eiginlegu sjúklinga. Þriðji hópurinn er svo tæki- færisofdrykkjumennirnir. Þeir skapa oft mikil og erfið vanda- miál, bæði fyrir sjálfa sig og þjóðfélagið, en margir þeirra drekka af galgopaskap meðan þeir eru ungir og ætla scr að hæt.ta þegar þeir eldast. Snmum tekst þetta, en öðrmm ekki. því míður, og verða þeir drykkjusjúklingar. Ef veita á mönnum aðstoð, þá verður fynst að reyna að gera sér grein fyrir hverjum þessara þriggja flokka þeir tilheyra Um þriðjungur vanaofdrykkjumanna hættir alveg, en ekki nema um einn fimimti hluti áráttudrykkju- manna, séu þeir látnir afskipta- lausir og fái enga læknismeðferð. — En hvernig virðist ykkur upp runaiegri geðheilsu drykikjusjúkl- inga yfirleitt varið? — f öllum þremur hópunum er miikið af mönnum, sem á við að stríða skapgerðartruflanir eða taugaveiklun, jafnvel meiriiháltar Tómas Ilelgason geðsjúkdóma, og þeir menn drekka beinlínis vegna sjúkdóms- ins. Eigi að takast að lækna drykkju sjúklinga, segir Bjarni, þá er oft niestur vandinn að fá tækifæri til þess að stöðva þá. Að sumu leyti er auðveldast að taka þa'nn mann lil lækninga, sem er alveg kominn í botn að eigin áliti. sem finnur það sjálfur, að hann ræður ekki við áráttuna og fæst til þess að viðurkenna það. Heimili og uppeldi skipta venju lega miklu máli um það í hvaða farveg menn falla síðar, segir Tómás, hvernig samskipti þeirra við aðra menn verða og hvort þeim veitist auðvelt að skapa tentgsl við sitt umihverfi án áfeng- is. Það skiptir ákaflega miklu hvað fyrir börnum er haft á heim- ilum, en erfðir valda að sjálf- sögðu einniig miklu. Drykkjuskapur er sennilegö tvö falt tíðari hjá bömum drykkju- manna en hjá þeim, sem alast upp á reglusömum heimilum, segir Bjarni Oft alast drykikjumanna- börn upp við það, að allt fer í rúst, en til er líka önnur hlið á þessu máli. Á heimilum þar sem faðii’inn er sjaldan heima og hef- ur kannski stutta viðdvöl hverju sinni, þá er það hann, sem er glaður við skál og hátíðarbragur í kringum, en mamma er sú, sem inöldrar og skaimmast. Faðirinn með sína flösku verður þá skemmti legi aði.linn, sem eftirsónkarvert er að líikjast. — En hvað er hægt að gera til þess að stemma stigu við drykkjusýki? — Annars ve^ar verður að lijídpa þeim, sem orðnir cru sjúk- ir, hins vegar að reyna að fyrir- byggja, að fleiri sýkist. Til þess að fyrirbyggja sýkingu skiptir al- menningsálit verulegu máli og einnig ýmsar félag'slegar að- gerðir. Drykkjusýki hjá konum er miklu fátíðari pn hjá körlum, þó hún só — því miöur — vaxandi. Þar er t.d. ljóst, að aukið sjálf- stæði kvenna, er félagslegur og menninigarlegur þáttur, som hefur bein áhrif. Sama er að segja tim þann mi'kla mismun á því, hve miiklu fleiri börn og unglingar, sem alast upp í bæjum, eiga við áfengiisvandamál að stríöa síðar á ævinni, heildur en þau, sem alast upp í svoit. Þar eru greinilegá félagsleg áihrif að verki, segir Tórnias. Ef það yrði tízka að skemmta sér án áfengis, þá myndi áfengisvandamálið minnka. Við Bjarni sjáuim víst hvorugur ör- U'gga aðferð til þess að draga úr jfjölda áráltudrykkjusjúklinga, en það mætti gera margt til þess að fækka tækifærisdrykkjumönnum, og vanadrykkjumönnum. — Hvert er álit ykkar á áfeng- isbanni? Ef ég tryði því, að raunveru- lega væri hægt að stöðva allan innflutning áfcngis og koma í vcg fyrir brugg, ]>á myndi aðflutnings bann eflaust vernda mat'ga frá drykkjusýki, en ég efast um, að framkvæmd þess tækist og fylgi- kviilar áfengisbanns geta líka orð- ið uggvænlegir. Bandaríkin búa enn að því að glæpahringirnir þar rökuðtt saman fjármagni á bruggi bannáranna, segir Bjarni- — Ég held ekki að algert áfeng isbann sé frarnxvæmanlegt, segir Tómas, og drykkjusjúkiingar verða alltaf til, eí' menn ná í áfengi. — Hvað annað væri hægt áð gera? — Bjarni bendir m.a á dæmi um það hver áhrif verðlag geti haft á áfengisnotkun. Át'jð 1917 var sett áfengisbann í Danmörku um stuttan tíma. Síðan stórhækk- Bjarni Arngrímsson aði verðíag á áfengi. Við þessa breyitingu fækkaði sjúklingum með drykkjuæöi á borgarsjúkra- húsi Kaupmannahafnar til mikilla muna. Innlagningarfjöldinn fór niður í tæplega tíunda hluta af því, sem áður hafði verið. — Almenningsálitið leyfir konu að leita sér lækninga við tauga- veiklun, en það þykir stundum illa hæfa karlmönnum, segir Tóm- as. Ef það breyttist þannig, áð það yrði viðurkennt eðlilegt og sjálfsagt, að karlmenn leituðu líka iæknis við taugaveiklinarein- kennum, ekki síður en beinbrot- um og þessháttar, þá er ekki ó- scnnilogt, að di-aga mætti úr á- leitni þeirra í að lina vanlíðan sína með áfengi. Það mæbti líka reka meiri upp- lýsinga'starfsemi svo að þeir, sem nota áfengi geri sér ljóst hvar þeir eru staddir, hvort þeim dugar það eitt, að fara í algert bindindi, segir Bjarni. Menn ættu að vera mjög á verði, ef þeir fara að nota veigalitlar ástæður til að fá sér glas, hvort heldur það er vegna þjess, að vcl gen.gur og þeir eru að fagna því, eða þeim líöur illa og eru að reyna að gleyma því. — Þá ætti lífea, segir Tímas, að brýna það fyrir fólki að lofa öðr- um, sem ekki vilja drekka áfengi, að vera i friöi með sína „sérvizku" Það væri ágæt regla, sem a.m.k. væri hægt að fyígja i einkasam- kvæmum, að hætta að veita fólki vín, þegar fer að sjá á því. Á vinsölustöðum er það auðvitað gróðasjónarmiðið, sem ræður. „Coktail“-veizlurnar eru einn versti ósiður, sem hór hefur verið upp tekinn. Það sézt varla svo mynd frá nokkru samkvæmi, að ekki sóu allir með vínglös í höndum. Það er illt til þess að vita, að framámenn skuli ekki telja ástæðu til þess áð hafa áhrif á alnienningsálitið í þessu efni. Þeir eru undir smásjátmi og lí'ðst raunverulega minna en almenn- ingi. Bjarni sagði áðan/, að auðveld- ast væri að vissu leyti að taka þá menn til lækninga, sem alveg væru orðnir örmagna og öllu rúnir, heldur Tómas áfram- Og þa'ð er rétt, að ástæða er til þess að efna til upplýsingastarfsemi, sem skýri fyrir mönnum, hvenær áfengisnoitkun þeirra er komin á hættulegt stig og hvetja þá ein- mitt til þess að leita fyrr lækn- inga. Ef menn treysta ,sér t.d. ekki til þess að fara á mannamót án þess að fá sér drykk áður en farið er að heiman og skella svo í lauimi í sig einum eða tveimur glösum þegar á staðinn er komið, þá eru þeir í hættu. Það ætti að vera auð'veldara að hjálpa mönn mm á þessu stigi heldur en síðar þegar þeir hafa kannski glatað sinni félagslegu aðstöðu, vinnu og hcimili. Þeir, sem fást við lækn- ingu drykkjusjúklinga þurfa að fylgjast mjög vel með hinum fé- lagslegu aðstæðum sjúklingsins og það þyrfti til dæmis að sinna eig- inkonum sjúiklinganna miklu meira en við nú getum. Þær þurfa að fá aðstoð til að breyta sínum viðhorfum- Varnir gegn drykkju- sýki verða að fylgja sömu reglum og varnir gegn krabbameini. Á meðan ekki er hægt að fyrirbyggja sjúkdóminn, verður að reyna að fá sjúklingana nógu snemma til meðferðar. En áður en hægt er að koma fyrirbyggjandi lækningum við, seg ir Bjarni, verður að breyta af- stöðu almennings. Það er voða- legt áfall fyrir sjálfsvirðingu manns að viðurkenna, að hann ráði ekki sjálfur við hvað og hve- nær hann drekkur. Menn eru mjög lengi að sætta sig við þá tilhugsun, að þeir hafi ekki vald á sjálfum sér. Þess vegna eru þeir áð vissu leyti betur settir, sem hafa viðurkennt skipbrot sitt. — Iívaða skapgerðareinkenni eru venjulegust hjá drykkjusjúkl- ingum? — Þeir sjúklingar, sem við höf- um haft undir höndum eiga flest- ir við verulegar persónuleikatrufl- anir að stríða. Sumir hafa kannski vcrið heldur ósjálfstæðir allt frá upphafi, þeir eiga erfitt með að þola kvíða — miklu erfiðara en með að þola líkamlegan sársauka. Margir eru mjög sjálfmiðaðir og eiga erfitt með umgengni við ann að fólk. Þeir geta ekki gert áætl- anir langt fram í tímann, era þunglyndir og eiga erfitt með að koma sér að hlutunum. Margir þcirra treysta sér ekki til þess að fara á mannamót án þess að njóta stuðnings frá öðrum — eða áfengi. Þegar menn byrja of- drykkju, þá þurfa þeir að finna sér áktæður til að drekka, en svo þegar þeir viðurkenna að þeir séu di'ykkjusjúkiingar, þá verða þeir gripnir sjálfsasökun og þó að ýmis konar félagslegar ástæður liggi til ofdrykkjunnar, þá líta þeir oft framhjá þeim, en beina öllum á- sökunum að sjálfum sér. — Þeir þurfa því lengi á stuðn ingi að halda, heldur Bjarni áfram, og eitt skilyrði fyrir því, að lækn- ing takist, er að þeir haldi áfram að hafa samband við deildina Eramhald á 12 síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.