Tíminn - 27.11.1968, Side 3

Tíminn - 27.11.1968, Side 3
MEBVTKUDAGUR 27. nóvember 1968. TIMINN REIDHESTUR SELDUR A 60 ÞUSUND! 06-Reykjavík, þriðjudag. Aðalsteinn Þorgeirsson bóndi á Korpúlfsstöðum seldi ekki alls fyrir löngu sjö vetra hest fyrir 60 þúsund krónur. Er þetta hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir geltan hest hér á landi, svo vitað er, að isinnsta kosti hið hæsta í krónu tfora. Kaupandinn er Ulrieh Marth, Sandhólaferju. Mun hann selja hestinn úr landi og fer hann áleiðis til Þýzkalands n.k. föstu- dag. — Ég keypti þennan hest þegar hann var þriggja vetra, sagði Aðalsteinn í viðtali við Tímann. Ég tamdi hann sjálfur og hefur mér oft verið boðinn dáfallegur skildingur fyrir hann síðan. Þessi hestur er á- kaflega fagur, jarpur og lit og ber sig vel. I^g ætlaði aldrei að láta Jarp frá mér, en þegar mér voru boðnar 60 þúsund krónur í hann, stóðst ég ekki mátið. — Ég veit ekki til að geltur hestur hafi áður verið seldur fyrir jafnhátt verð hér á landi. Enda er þetta mikill kostagrip ur og afar fagur, sagði Aðal- steinn. Aðalsteinn Þorgeirsson á hestinum sem hann seldi fyrir 60 þús. krónur. (Tímam.:—GE) KRAFTBLÖKKINNI GEFID FRÍ - SJÓMENN STANDA VIÐ SKAK OÓ-Reykjavík. Þeir sem eru 'ó sfldveiðum fyrir Austurlandi hafa ekki bleytt nót í marga sólarhringa og eru sjó- menn að verða úrkula vonar að meiri sfld fáist á þessum slóðum á vertíðinni. Hefur verið svo dauft yfir síldveiðunum, að sjó- mennimir eru farnir að standa við handfæri og draga ufsa. Hafnarfjörður Fundur verður í Framsóknarfé- lagi Hafnarfjarðar fimmtudaginn 28. nóvember klukkan 20.30 að Strandgötu 33. Helgi Bergs ritari Framsóknarflokksins mætir á fund inum og ræðir aðild íslands að EFTA og fleira. Hann mun síðan svara fyrirspurnum fundarmanna. Stjórnin. Borgfirðingar Framsóknarfélögin í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu halda sameigin legan fund í Sam komuhúsinu Borgarnesi á~ laugardaginn kl. 2 e.h. — Um- ræðuefni: Efna- hagsráðstafánir og stjórnmálavið horfið. Framsögu menn verða: Steingrímur Her mannsson, framkvæmdastjóri, og alþingismennirnir Ásgeir Bjarna- son og Halldór E. Sigurðsson. — Öllum er hcimill aðgangur að fund ínum. Hefur ufsaveiðin verið góð og eru nú margir bátar sem stunduðu sfld í haust og vetur komnir með handfærarúllur og fá þá kraft- blokkin og milljónanæturnar að hvílast, meðan karlarnir standa við skakið. Hafa bátar komið með allt að 16 lestum af ufsa úr róðri til Neskaupstaðar undanfarið. — Þótt ekki fáist hátt verð fyrir ufs- ann, þykir sjómönnum skárra að stunda þær veiðar en láta eins og þeir séu á sfld og stunda í raun- inni enga veiði. Veður hefur verið sæmilegt fyr ir austan og gæftir á handfæri góðar, en landlega er nú vegna brælu úti fyrir. STUTTAR FRÉTTIR Stangaveiði Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavikur var haldinn 17. nóv. í stjörn fyrir næsta kjör- tímabil voru kjörnir Axel Aspe lund, form., Stefán Guðjohn- sen, varaform.; Guðni Þ. Guð- mundsson, gjaldkeri; Árni Kristjánsson, ritari og Hannes Pálsson, fjármálaritari. StuSningur Stjórn Rithöfundasambancjs íslands hefur gert ályktun, þar sem lýst er yfir stuðningi við frumvarp Tómasar Karlssonar um stofnun sjóðs til að kosta kynningu á verkum íslenzkra h.öfunda erlendis. Nýr formaSur Aðalfundur Félags íslendinga í London var haldinn 4. nóv. síðastliðinn. í stjórn voru kjörn ir Ólafur Guðmundsson, form.; Valdimar Jónsson, varaform.; Páll Heiðar Jónsson, ritari; Sig urður Kristjánsson, gjaldkeri; og Svandis Jónsdóttir Witch meðstjórnandi. Fráfarandi for maður Jóhann Sigurðsson ósk- aði hinum nýgjörna formanni gæfu og gengis, en hann þakk- aði Jóhanni frábærlega vel unn in störf í þágu félagsins. Gullna hliðið FB-Reykjavíik, mánudag Ungmennafélag Hrunamanna frumsýnir 1. des. Gullna hliðið eftir Davíð Stefónsson, en þess má geta, að á þessu ári verður félagið 60 ára. Helgi Skúlason er leikstjóri í Gullna hliðinu, en Jón bónda leikur Guðmundur Ingimars- son, Kerlinguna leikur Sigur- björg Hreiðarsdóttir, Vilborgu grasakonu leikur Eyrún Guð- jónsdóttir og Óvininn leikur Jóhannes Helgason. Söngva hef ur SigurðuT Ágústsson æft. Búningar voru fengnir að láni hjó Þjóðleikhiúsinu, en heima menn smiðuðu og máluðu leik tjöldiji. Gullna hliðið verður sýnt að Flúðum, en þar sem leiktjöld eru mjög þung í vöfum, verður ekki hægt að sýna leikritið annars staðar, en ákveðið er, að hafa nokkrar sýningar að Flúðum. Frumsýningin er eins og fyrr segir sunnudagskvöld- ið 1. desember. Ljósastilling PE-Hvolsvelli, þriðjudag Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í næstu viku verð- ur ókeypis ljósathugun á bif- reiðaverkstæði Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli. Það er bifreiðaeftirlitið og lögreglan á staðnum sem standa fyrir þessari athugun á bifreiðaljós um. Næg atvinna AA-Höfn, Hornafirði, miðvikud Tíu bátar stunda róðra frá Höfn um þessar mundir, og hef ur afli verið sæmilegur þegar gefið hefur. Er næg atvinna hjá fólki hérna, og lítur ekki út fyrir atvinnuleysi á næst- unni, svo lengi sem bátarnir róa og eitthvað aflast. Þrír bátar eru með linu og hafa fengið að undanförnu 6—8 lestir í róðri. Togbátar hafa komið með 12—20 tonn eftir þriggja daga útivist. Fyrri part vikunnar voru slæmar gæftir, en bátarnir réru aftur í dag. Styrkur ísienzkir aðilar — 20 alls — hafa nú síðan 1962 tekið þátt í Cleveland áætluninni fyrir starfsmenn á sviði æsku- lýð_s- og barnaverndarmála. Árið 1969 gefst tveimur ís- lendingum kostur á að taka þátt í námskeiðinu. Þeir sem hug hafa á að sækja um styrki þessa snúi sér til Fullbright skrifstofunnar, Kirkjutorgi 6. Styrkur Norsk stjórnvöld hafa ákveð ið að veita íslenzkum stúdent styrk til háskólanáms í Noregi næsta skólaár. Umsækjendur séu á aldrinum 20—30 ára. Umsókn berist menntamála- ráðuneytinu fyrir 15. desember. Fiskiræktarsjóður Á aðalfundi LÍS var sam- þykkt eftirfarandi tillaga: í framhaldi af fyrri tillögum LÍS um stofnun Fiskiræktar- sjóðs, telur fundijrinn rétt að tekjur sjóðsins verði árlegt framlag úr ríkissjóði og fram- lag frá vatnsaflsstöðvum. FÉLAGSMÁLA- RÁÐSTEFNA SAMB. ÍSL. SVEITARFÉLAGA FB-Reykjavík. þriðjudag. Dagana 20. til 22. þessa mán áðar var haldin ráðstefna Sam bands íslenzkra sveitarfélaga, um félagsmál. Ýmsar ályktan- ir voru gerðar á ráðstefnunni og fara þær hér á eftir: Meðferð félagsmála: Ráðstefnan beinir því til stjórnar sambandsins, að hún Vinni- að því, að gerðay verði breytingar á lögum, þannig að sveitarstjórnir fái heimild til að fella undir eina stjórn með- ferð félagsmóla í sveitarfélag- inu með stofnun sérstaks fé- laigsmálaráðs, eins og nú er í Reykjiavík. Fræðslustarfsemi barna- verndarráðs Ráðstefnan beinir því til barnaverndarráðs, að það beiti sér fyrir víðtækri fræðslustarf semi, svo sem ráð er fyrir gert í 60. gr. laga um vernd barna og unglinga. ■y Æskulýðsmál Ráðstefnan beinir þeirri á- skoru til stjórnvalda, að sett verði lög um æskulýðsmál, er gangi í svipaða átt og frum- varp þess efnis, sem lagt var fram á seinasta Alþingi. Einnig beinir ráðstefnan því til stjórnar samhandsins, að hún beiti áhrifum sínum til að sveitarfélögin efli æskulýðs starf sitt og hefji samstarf sín á milli á því sviði. Byggingasjóður aldraðs fólks Ráðstefnan telur. nauðsyn bera til, að Byggingarsjóður aldraðs fól'ks verði efldur, þannig að • hann verði færari um að gegna því mikilsverða hlutverki, sem honum er ætlað. Skipan Tryggingaráðs Ráðstefnan lýsir fyllsta stuðn- ingi við þá ósk, sem Samband íslenzkra sveitarfélaga hefur þegar borið fram, að það fái fulltrúa í Tryggingaráði og skorar á félagsmálaráðherra að beita sér fyrir lagasetningu í þessu skyni. Löggjöf um Stjórnarráðið Ráðstefnan telur nauðsyn- legt, að við setningu nýrra laga um Stjórnarráð íslands verði athugað vandlega, hvoirt ekki sé rétt að sameina í eitt róðu- neyti sem flest málefni, sem til félagsmála teljast. Endurskoðun laga um meðlagsgreiðslur Ráðstefnan telur brýna nauð syn bera til, að endurskoðuð verði löggjöf um greiðslu með- laga í því skyni, að koma á hagkvæmara innheimtufyrir- komulagi. Væntir ráðstefnan þess, að félagsmálaráðuneytið beiti ser fyrir slíkri endurskoð- un í samræmi við þingsálykt- una-tillögu, sem borin var fram á síðasta Alþingi að tilhlutan íamhandsins. Sjúkrasamlög taki þátt í kostnaði við tannlækningar Ráðstefnan telur eðlilegt, að tannlækningar verði kostaðar að meira eða minna leyti af sjúkra samlögum og óskar. að stjórn sambandsins stuðli að framgangi þess. I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.