Tíminn - 01.12.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.12.1968, Blaðsíða 3
TÍMINN 3 á að þeir kynnu ekki íslenzku, en það gerði ekkert til. Þeir töluðu líka allir góða dönsku — það var engin Kaupmanna- hafnardanska! — Miðaði fljótt í samkomu- lagsátt? — Það var víst á öðrum fund inum, sem Christensen sagði klökkur, að líklega myndi ekk ert þýða fyrir Danina annað en stíga á skipsfjöl og halda heim leiðis. Þessi viðkvæmni sýndi, að þeim var mjög í mun að samningar næðust. Arup, sem skildi aðstöðu okkur bezt, eins og ég hef þeg- ar tekið fram, mun fyrstur hafa gengið inn á kröfur okk- ar. Og Borgbjerg sagði einu sinni eitthvað á þessa leið: „Þið megið skilja við kon- unginn — það er mér og mín- um flokksmönnum alveg sama ttm — en við viljum hins veg- ar ekki, að settar séu girðing- ar á milli þjóða, þar sem þær eru ekki fyrir“. — Hvaða atriði þvældust lengst fyrir? — Um utanríkismálin stóð lengi í þófi, en þó var að lok- um samið um, að Danir skyldu fara með þau í umboði íslands. Þá var þegnrétturinn hinn erfiðasti, og ætluðu ákvæðin um hann aldrei að komast í þá mynd, sem báðir gætu sætt sig við. Á endanum náðist sam- komulag um, að þegnréttur landanna skyldi aðskilinn, en hvor þjóð um sig veitti hinni sama rétt í sínu landi og sjálfri sér. Þessi gagnkvæmi þegnrétt ur var af þeim sem snerust gegn samningnum, gagnrýndur mest, enda var þarna um nokk- nm galla að ræða, en Danir misnotuðu aldrei þennan rétt sinn hérlendis. í framkvæmd- inni varð þegnréttarákvæðið okkur því ekki hættulegt. Sigurður Þórðarson sýslumað ur o.fl. gagnrýndu síðar upp- sagnarákvæðið, _ því að þeir vildu ekki að ísland segði sig algerlega úr konungssamband- inu við Dani, töldu því, að ekkert uppsagnarákvæði ætti að vera. En í nefndinni var á endanum samið um þann upp- sagnarfrest, sem síðan gilti. Enginn fslenzku nefndarmann- anna hefði gengið að samningn um, ef uppsagnarákvæðið hefði ekki fylgt. Einu sinni meðan samningar stóðu yfir var skipuð undir- nefnd, og sátu í henni Hage og Arup af hálfu Dana, en Bjarni og Einar af okkar hálfu. Þessi nefnd leysti ýmsa hnuta, og greiddi mjög fyrir því að samningar tókust að lokum. — Hvernig var sambandi fs- lenzka nefndarhlutans við Al- þingi háttað meðan samningar stóðu yfir? — Þingmennirnir fengu skjöl in frá nefndinni, og þeir höfðu auðvitað stöðugan aðgang að okkur nefndarmönnunum. En innbyrðis ágreiningur kom ekki upp fyrr en við sjálfa af- greiðslu málsins. — Samningar náðust svo 17. jíilí? — Já. Þá hafði Bjarni frá Vogi að vísu fengið dags frest til að ákveða sig, en það var ekki vegna þess, að Bjarni sjálf ur væri ekki sammála okkur hinum. Hann kallaði hins veg- ar flokksmenn sína saman, og þar mun hann hafa lagt fast að þeim að fylgja sér í þessu máli. Eins og kunnugt er neit- uðu tveir menn, Magnús Torfa- son og Benedikt Sveinsson. Lík- lega hafa þeir séð, að ekkert væri í hættu, þótt tveir menn væru á móti. Alþingi samþykkti samning- inn á lokuðum fundi kvöldið 17. júlí, og síðan voru þeir undirritaðir næsta dag, af öll- um nefndarmönnum og ráðherr um. Formlega var þó ekki gongið frá samþykktinni fyrr en á seinna þinginu um haust- ið. — Urðu deilur um málið á opinberum vettvangi í sam- bandi við þjóðaratkvæðagreiðsl una um haustið? — Nei, ekki teljandi. Öll blöðin voru samningunum með mælt, nema lítið blað vestur á ísafirði, sem hét Njörður og var undir ritstjórn séra Guð- mundar Guðmundssonar í Gufu dal. Málið vakti því ekki miklar umræðUr eða deilur, af því að menn voru svo sammála, en hrifningin var engan veginn eins mikil og við lýðveldisstofn unina 1944. Engar kosn.skrifstof ur voru starfræktar 1918 og engir kosningasmalar störfuðu. Allir töldu víst, að þetta gengi í gegn. Þegar þjóðaratkvæða- greiðslan var, var Kötlugosið byrjað, og það hefur e.t.v. dreg ið úr kjörsókn í einhverjum sveitum. Einnig dró það úr fögnuði þjóðarinnar, þegar drepsóttin kom upp (spænska veikin) í nóvember. Þeir sem greiddu atkvæði svo gegn samningunum 1918, gerðu það ekki allir vegna þess, að þeim þættu þeir ekki ganga nógu Itmgt, því að sum um fannst, að þeir gengju of langt. Má þar t.d. nefna Sigurð sýslumann Þórðarson. — Hvar varst þú staddur á sjálfan fullveldisdaginn? — Ég var heima hjá mér, austur á Borgarfirði. Þá hélt ég erindi þar í samkomuhús- inu. Annars voru lítil hátíða- höld út um land. Ég kom að- eins á einn fund um haustið um málið, við Lagarfljótsbrú, og þar lagðist aðeins einn mað ur gegn samningunum, Jón Sveinsson, sem seinna varð bæjarstjóri á Akureyri. Hann fylgdi Benedikt Sveinssyni ein- dregið, og flutti sömu rök og hann. Ég held líka, að úr því að Bjarni frá Vogi var samning- unum fylgjandi, hafi ekki verið við mikilli andstöðu að búast. — Hafðir þú kynnzt Bjarna eitthvað áður? — Árið 1908 var ég barna- kennari á Seyðisfirði, og Bjarni kom þangað með skipi frá Kaupmannahöfn og kallaði sam an sína flokksmenn á Seyðis- firði og þar með m:g, en við vorum þá í félagi, sem við kölluðum Stjórnmálafélag Aust urlands. Á þessum fundi skýrði Bjarni frá samningunum sem leiddu til uppkastsins, og hóf þannig baráttuna gegn því. Sama vor var ég fenginn til þess af Stórstúkunni til að fara um nokkurn hluta Austurlands til að vinna að því að fá áfeng isbannið samþykkt, en atkvæða greiðslan um bannlögin fór fram um leið og kosningarnar til Alþingis þetta ár. Að vísu var ég hálfgerður ungfingur um þetta leyti, en ég má samt segja, að þar sem ég fór, hafi ég haft enn meiri áhuga á því að spilla fyrir uppkastinu en bæta fyrir banninu. — Flestir telja Jón Magnús son hafa átt mjög mikinn þátt í að samningar tókust. Hver var munurinn á Jóni og Hann esi Hafstein? — Jón var vitur máður og einhver lagnasti stjórnmálamað ur íslendinga á þessari öld. Hannes Hafstein var hins veg ar líklega glæsilegasti maður sem ég hef séð. Það segi ég ekki af því, að ég væri hans flokksmaður, því að það var ég ekki. Ég heyrði Hannes fyrst flytja ræðu á Seýðisfirði þegar Friðrik 8. kom 1907, og ég var hrifinn af manninum og flutn ingnum, en ég man ekkert eftir ræðunni að öðru leyti. Svo heyrði ég hann flytja stutta ræðu á þingi, og áhrifin þá voru svipuð. En vorið 1917 í þingbyrjun, var Hannes úr leik. Hannes var glæsilegur foringi og glæsilegri mælskumaður líka en Jón Magnússon. Fleiri sem þekktu Jón munu vera mér samdóma um, að hann hafi verið einn af okkar mestu stjórnmálamönnum. Og ég held, að Jón hafi notið sín bezt, þeg ar mikillar varfærni þurfti við, eins og til dæmis á stríðs árunum. Hann var ekki talinn mikill skörungur, en þó gat hann verið mjög áhrifamikill á úrslitastundum, ef hann taldi það nauðsynlegt. Jón Magnússon fylgdist mjög náið með samningunum 1918, en hann hafði setið á þingi 1908 og verið þá í samninga- nefndinni. Hann mun hafa verið vel séður af Dönum, Jón hafði lengi verið skrifstofu- stjóri íslenzka ráðuneytisins. Ég ímynda mér, að Jón hafi ver ið einn af séðustu stjórnmála mönnum, sem við höfum átt, og hann var ákaflega samvizku samur maður. Og það er ekki nokkur vafi á því, að hann átti góðan hlut að því að samn ingar tókust 1918. Og ekki sið- ur þótt hann væri ekki í nefnd inni. — Dönuin var mjög í mun að ná samningum 1918. Af hverju stafaði það, og gerði það ekki samningsaðstöðuna nokkuð aðra en 1908? — Óhætt er að telja það víst, að Dönum hafi verið mjög annt um að ná samning unum 1918, því að þá var kom ið svo málum í Evrópu, að sýnt var að Þjóðverjar myndu bíða ósigur í stríðinu- Og i löndum andstæðinga þeirra var því hvarvetna haldið fram, að eftir stríðið skyldi hver og ein þjóð fá að ráða því sjálf hvort hún yrði algerlega sjálf- stæð. Dönum var auðvitað mjög annt um að ná því af Þjóðverjum, sem þeir höfðu misst 1864, og Danir töldu danskt land. Og þeir munu hafa litið svo á, að ef ekki væri útkljáð deiVan við ís- lendinga mundu íslendingar gera harða hríð og heimta fullt sjálfstæði. Og Danir vildu ó- gjarna, að til slíks kæmi, eins og allt var í pottinn búið, því að þeir vildu halda £ okkur, þótt ekki væri nema til þess, að konungsveldið væri þá stærra en ella. Af þessum sökum var að- staða samninganefndarinnar 1918 allt önnur en verið hafði 1908, með öðrum orðum miklu betri. Fram að 1908 og lengur, höfðu verið mjög harð ar og fjandsamlegar innanlands deilur hér um sambandsmálið, þar eð menn vildu ganga mjög misjafnlega langt. En 1918 voru íslendingar eiginlega orðnir samhuga um sínar sjálfstæðis kröfur, því að þeir, sem minni kröfur vildu gera, vissu, að sá flokkur, sem mestar kröfur gerði í sjálfstæðismálinu, myndi vinna allar kosningar. Hitt var líka mikilvægt, að skipunin í nefndina 1908 og 1918 var gerð á mjög ólíka vegu. Árið 1908 skipuðu Danir þrettán menn í nefndina (að forsætisráðherra meðtöldum) en íslendingar að eins sjö. Árið 1918 voru fjórir í hvorum nefndarhluta. Og 1908 voru samningafundirnir haldnir í Kaupmannahöfn, en 1918 buðu Danir, að samn ingafundirnir yrðu haldnir í Reykjavík, og það tilboð var ekki gert af tómu lítillæti, held ur hafa beir viljað mikið til vinna að ná samningum. Þar með lauk viðtalinu. Tím inn færir Þorsteini M. Jóns- syni beztu þakkir fyrir greið og góð svör, og óskar honum allra hcilla. Bj.T. Sambandslaganefndin í garði Alþingishússins. Talið frá vinstri: Magnús Jónsson (ritari danska nefndarhlutans), Bjarni Jónsson frá Vogi, Chr. Fr. Hage, Fr. 3. J. Borgbjerg, Jóhannes Jóhannesson, J. Chr. Christensen, Einar Arnórsson, Erik I. Arup, Gísli fsleifsson (ritari ísl. hlutans). Þorsteinn M. Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson (ritari ísl. hlutans) og Svend A. Funder (ritari danska hlutans).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.