Tíminn - 01.12.1968, Blaðsíða 15
TIMINN
15
rökstudd sboðun. Þannig ihafa fs-
lendingar í reynd ekki neytt rétt-
ar síns sem fullvalda ríki til að
'hafa sjálfstæða utanríkisstefnu.
Efnalegt sjálfstæði
Eins og að framan greinir, urðu
íslendingar aðnjótandi efnahags-
aðstoðar Bandaríkjamanna við lok
styrjaldarinnar, ekki vegna þess,
að þjóðin hefði orðið fyrir tjóni
af styrjöldinni, heldur af því, að
styrjöldinni lauk. Alla tíð síðan
hafa íslendingar þegið efnahags-
aðstoð frá Bandaríkjunum og al-
þjóðastofnunum, þar sem Banda-
ríkjamenn hafa átt stærstan hlut.
Á hverju ári eru gerðir viðskipta
samningar við Bandaríkjamenn um
kaup á offramleiðslubirgðum korns
og annarrar vöru gegn greiðslu í
íslenzkum krónum, sem renna að
hluta í sérstakan sjóð til styrktar
íslenzkum atvinnuvegum, og hafa
Bandaríkin hönd í bagga með
ráðstöfun fjárins. Hluti fjárins fer
til reksturs upplýsingastofnunar
Bandaríkjanna hér á landi og til
frjálsrar ráðstöfunar Bandaríkja-
manna sjálfra. Er talið, að m. a.
hafi dagblöð fengið styrk af þessu
fé og fleiri aðilar, sem Banda-
ríkjamenn hafa velþóknun á.
íslenzkt efnahagslíf hefur aldrei
komizt í það horf, að við getum
talizt fullkomlega efnalega sjálf-
stæðir.
Menningarsjálfstæði
Skal nú vikið að menningarlegu
fullveldi fslendinga. Þar sem orðið
menning er svo víðtækt, afstætt,
óákveðið og hefur svo mjög verið
misnotað í umræðum um mál-
efni fslendinga og samskipti þeirra
við útlenda menn, verður eftir
megni reynt að nota hér önnur
hugtök, sem betur hæfa að mati
höfundar. Þannig mun ég nota
orðið þjóðlíf eftir þörfum og
ræða um hugmyndasamskipti við
aðrar þjóðir.
Eins og áður er drepið á, urðu
aldahvörf í íslenzku þjóðlífi árið
1940. f stað þverrandi danskra á-
hrifa og vaxandi þjóðmenningar
komu engilsaxnesk áhrif. Ekki var
um að ræða gagnkvæm hugmynda
samskipti, heldur stöðugan og
vaxandi straum engilsaxneskra hug
mynda, í bókum, blöðum og út-
varpi og fyrir persónuleg sam-
skipti íslendinga við erlenda her-
menn.
Eftir að samskipti gátu að
nýju hafizt við meginland Evrópu,
virtist um tíma ætla að verða
stefnubreyting í þessum efnum,
en brátt varð ljóst, að um stund
arfyrirbrigði var að ræða. Á
styrjaldarárunum höfðu menn eink
um sótt til náms vestur um haf,
en síður til Bretlands vegna styrj
aldarinnar. Strax að loknu stríði
tóku menn að sækja til náms á
meginlandi Evrópu, einkum til
Danmerkur og Þýzkalands. Enn-
fremur hófust nú mikil viðskipti
við þessar þjóðir. Eigi að síður
var aðstaðan sú árið 1966, að
Bandaríkin voru mesta viðskipta-
land fslendinga og Bretland í
öðru sæti.
Að því er varðar eiginleg hug-
myndasamskipti, má segja almennt,
að þrátt fyrir þær aðstæður í al-
þjóðamálum, sem lýst er að fram-
an, eru engilsaxnesk ítök í íslenzku
þjóðlífi siiklu meiri en eðlilegt
má teljast.
Að því er varðar tungumála-
kunnáttu og tungumálakennslu, sit
ur enska algerlega í fyrirrúmi fyr
ir öðrum þjóðtungum. Dönsku
kunnáttu hrakar eftir því sem
gamla fólkið týnir tölunni. Margt
yngra fólk getur ekki gert sig
skiljanlegt á Norðurlöndum nema
á ensku. Þekking íslendinga á
öðrum málum er nánast forrétt-
indi fámennra hópa eða dundur
sérvitringa. Áhrif enskrar tungu
á daglegt mál manna eru ótrúleg.
Einkum kemur þetta fram í mál-
fari barna og unglinga, en ekki er
ótítt að heyra börn, sem tæplega
hafa náð skólaaldri ræðast við,
einkum í gamni og hálfKæringi, á
máli, sem að sögn kunnugra er
furðulíkt hversdagsmáli manna
vestur í Ameríku. Meðal ein-
stakra starfshópa verður hins
sama vart, einkum meðal þeirra,
sem starfa að flugmálum. Af inn-
fluttum bókum og þýddum er
meirihlutinn á enska tungu. Að-
eins að því er varðar innflutning
tímarita er um verulegt frávik að
ræða, svo sem alkunnugt er. Efni
íslenzkra tímarita, einkum af lak-
ara tagi, er hins vegar að megin-
stofni bandarískt að uppruna.
Tungumálaþekking íslenzkra blaða
manna og aðstaða dagblaða gagri'
vart erlendum fréttastofnunum og
öðrum upplýsingamiðstöðvum hef
ur Ieitt til þess, með öðru, að
skoðanamyndun manna er mjög
háð bandarískum viðhorfum. Kveð
ur svo rammt að í einstökum dæm
um, að eðlislæg þjóðernisvitund,
metnaður og ættjarðarást hefur
aftengzt hinu eiginlega ættlandi
og bundizt öðru, einkxun Banda-
ríkjum Norður-Ameríku. Dálætið
hefur verið þeim mun meira, sem
aðdáunarefnið hefur verið fjar-
lægara og draumkenndara en
veruleiki eigin þjóðlífs. Skýrt
dæmi þessarar þjóðvillu eru sam
tök sjónvarpsáhugamanna.
Yfirgnæfandi meirihluti erlends
efnis, sem flutt er í sjónvarpi er
á enska tungu, og er víst talað
meira á því máli í sjónvarpi en á
íslenzku. Um hljóðvarp er aðra
sögu að segja. Þó er nú dálítið
farið að útvarpa á ensku. Þýtt efni,
sem flutt er í útvarp er að miklu
j leyti enskt að uppruna, einkum
leikrit.
i í hverri viku er fluttur í út-
| varpinu þáttur, sem hefur á sér
blæ hlutlægni, en er í reynd að-
eins kynning á sjónarmiðum þeirra
bandarísku blaða, sem efni þátt-
arins er þýtt úr. Að því leyti sem
þáíturinn fjallar ekki um banda-
rísk stjórnmál er lýst viðhorfum
höfundanna til atburða í ýmsum
löndum, og eru þá þeim, sem
Bandaríkjamenn hafa ekki velþókn
un á, ekki alltaf vandaðar kveðj-
I urnar. Þessi einhliða fréttaflutn-
ingur er augljóst brot á hlutleysi
j ríkisútvarpsins.
Á sviði alþýðlegrar skemmtunar
i eru engilsaxnesk áhrif 'nær alger.
! Létt skemmtitónlist, sem flutt er
| í landinu, er nær eingöngu banda-
rísk eða brezk, þar með talin
danshljómlist. Þessari gerð hljóm
listar svipar fremur til verk-
smíðjuiðnaðar en eiginlegrar al-
þýðutónlistar eins og hún þekkist
víða um heim, t. d. í spænskum
dönsum, frönskum vísnasöng, Týr-
Ólamúsik og þess háttar, sem
sprettur upp með alþýðu.
Samning íslenzkra dans- og dæg
urlaga hefur að mestu lagzt nið-
ur, og fæstir bera við að þýða
söngtextana, sem sungnir eru á
skemmtistöðum og í útvarpi. Einn
ungur piltur, sem leikur í unglinga
hljómsveit, sagði í útvarpsviðtali,
að þeir félagar semdu sjálfir lög
in og texta við á ensku, af því
að enska væri þjálli en íslenzka.
Af 849 kvikmyndum, sem sýndar
voru á íslandi árin 1965 og 1966,
voru 504 bandarískar og 98 ensk
ar, það er 602 á enska tungu, eða
um 71%.
Mörg fleiri dæmi mætti nefna
um engilsaxnesk ítök í íslenzkuj
þjóðlífi, en hér verður látið stað |
ar numið. Allt virðist hér stefna j
í eina átt. ísland er að verða engil
saxnesk nýlenda í menningarlegum
efnum.
ViðbrögS við vandanum
Viðbrögð manna við þessari þró
un hafa verið ærið sundurleit.
Flestir hafa reynt að laga sig að
breyttum aðstæðum, tekið hinni
nýju aðstöðu sem þætti í þeim
nýja heimi, sem tæknibylting og'
hamfarir vísindanna hafa getið af,
sér. Aðrir, og að nokkru hinir j
sömu menn, hafa gefið sig að ýmsu!
þjóðlegu, sem tengt er liðnuml
tíma og úreltum þjóðlífsháttum ál
svipaðan hátt og þeir Kanadamenn
og Bandaríkjamenn, sem kalla sig
Vestur-íslendinga, gæla við hug-
myndina um „gamla landið“, sem
þeir hafa venjulega engan raun-
verulegan skilning eða þekkingu á.
Á líkan hátt og menn leituðu fyrr-
um huggunar í aðdáun á frjálsu
þjóðfélagi íslendinga á miðöldum,
verður nú mörgum tíðhugsað og
tíðrætt um sjálfstæðisbaráttu ís-
lendinga á síðari hluta 19. aldar
og fyrrihluta þessarrar aldar. Fjöl
mennur hópur hefur snúizt til op-
inskárrar andstöðu við stefnu eng
ilsaxnesku ríkjanna í alþjóðastjórn
málum. Nokkrir hafa tekið upp ein
hliða dálæti á þjóðum, sem síður
eru snortnar af engilsaxneskum
áhrifum en sjálfir við. Öðru hvoru
hefur orðið vart eðlilegra við-
bragða í baráttu gegn hersetu og
erlendu sjónvarpi. Þar hefur hrein
ættjarðarást og þjóðarmetnaður
notið sín. En baráttan gegn her-
setunni brotnaði á kaldri rök-
hyggju skynsemdarmannanna, sem
töldu stjórnarfarslegu sjálfstæði
hættu búna af varnarleysi. Hagnýt
ing annarlegra stjórmálaafla á mál
efninu hefur dregið skipulega starf
semi andstæðinga hersetu niður á
svið sinnuleysis, sundrungar, og
grófra og ósmekklegra mótmæla-
aðgerða í sértrúarstíl.
Skipuleg barátta gegn sjónvarp
inu lognaðist útaf við hálfunninn
sigur og var þó vissulega stór-
fenglegt að verða þess vitni, hvern-
ig sú bylgja reis í hrifningu og
ákafa og hreif með sér marga,
sem ætla mætti, að ekki yrði um
þokað.
Ný stefna
Enginn efi er á, að aðgerða
er þörf. Vangaveltur um, hvort
íslenzk menning sé í hættu eða
ekki, eru óþarfar. f þessum efn-
um hefur þegar orðið mikið tjón.
Það tjón þarf að bæta og forða
frekara tjóni.
Nauðsynlegt er, að menn geri
sér ljóst, hvernig komið er, og
hvert stefnir, bæði almenningur og
ráðamenn. íslendingar verða að
taka ákvörðun um, hvort þeir
ætla að iáta berast áfram með
straumi eða sigla skipi sínu og
þá, hvert ber að stefna. Virkja
þarf eðlilslæga þjóðrækni, þjóð
armetnað, ættjarðarást og virðingu
fyrir þjóðlegum verðmætum og
beina þessum öflum frá fortíð og
draumheimi og aðdáun á öðrum
þjóðum til virkrar baráttu fyrir
viðgangi íslenzkrar menningar.
Móta þarf þjóðmenningu við sí-
breytilegar aðstæður nýs þjóð-
félags þéttbýlis og efnalegra fram
fara. Koma þarf á jafnvægi í hpg
myndasamskiptum íslendinga við
aðrar þjóðir, en forðast ofmetnað
og þjóðarrembing. Aldamótakyn-
slóðin þurfti á sjálfsblekkingum
að halda til að lyfta íslenzku þjóð
félagi af miðaldastigi til nútíðar.
Nú, þegar séð er, að hægt er að
viðhalda stjórnarfarslega og efna-
hagslega sjálfstæðu þjóðfélagi á
íslandi, þarf engar blekkingar.
Okkur er óhætt að viðurkenna, að
við erum engin ofurmenni af
konungakyni, heldur venjuleg
þjóð, aðeins fámennari en flestar
aðrar, á allháu menningarstigi með
sæmileg lífskjör, en ótrygg vegna
einhæfra atvinnuvega.
Ég mun hér leiða hjá mér að
ræða framtíðarstefnu íslendinga í
utanríkismálum almennt og varn-
armálum sérstaklega. Þó tel ég,
að okkur 'oeri skylda til að neyta
þess réttar fullvalda ríkis, að
taka upp eigin stefnu í utan-
ríkismálum. Hér vil ég aðeins
leggja áherzlu á, að ég tel, að
stjórnvöldum landsins beri að
stuðla að því með tiltækum ráð-
um, svo sem með löggjöf, samn-
ingum við önnur ríki um menn-
ingarsamskipti og áróðri, að meira
jafnvægi komist á um hugmynda
skipti íslendinga og erlendra þjóða.
Sá hængur er þó á, að svo virð
ist sem þeir af forystumönnum
okkar í stjórnmálum, sem mest
áhrif geta haft í þessum efnum,
telji, að þess gerist ekki þörf að
taka þessi málefni til úrlausnar.
Meðal þeirrar kynslóðar, sem mest
áhrif hefur í stjórnmálum nú, eru
menn, sem ólust upp á síðustu
árum danskra yfirráða, aðhylltust
þá stefnu, að vænlegast væri að
leita menningarsamskipta við
enskumælandi þjóðir og hrifust af
drengilegri framkomu Bandaríkja
manna í samningsgerð og sam-
skiptum við íslendinga á styrjald-
arárunum og síðar. Þessir menn
virðast ósnortnir af þeirri þjóð-
frelsisstefnu, sem hvarvetna ógn-
ar nú yfirráðum risaveldanna
tveggja.
Það virðist vera ákveðinn vilji
íslenzkra ráðamanna að fylgja
stefnu Bandaríkjastjórnar, hver
sem hún er. Þannig kom það fram
eitt sinn í kosningabaráttu Gold-
waters og Johnsons, þegar sigur-
líkur Goldwaters virtust nokkrar,
að í áhrifamesta blaði landsins birt
ist grein, þar sem berlega kom
fram, að öfgastefna hans mundi
lögð til grundvallar afstöðu ís-
lendinga á alþjóðavettvangi, ef
hann næði kjöri. Eftir að John
son hafði svo tekið upp að nokkru
leyti þessa stefnu stóð ekki á
ríkisstjórn íslands og málgögnum
hennar að standa við fyrirheitið.
Bandarkjamenn hafa sjálAr
lengi verið þeirrar skoðunar að
lífshættir þeirra væru öðrum þjóð
um til eftirbreytni. Þar sem þeir
hafa talið sig hafa mestra hags-
muna að gæta í því að tryggja
hernaðarlega og efnahagslega að-
stöðu sína, hafa þeir hvergi til
sparað að kynna hligmyndir sinar.
íslendingar hafa ekki farið var-
hluta af þessari stefnu Banda-
ríkjamanna. Hér hafa þeir rekið
útvarpsstöð, sjónvarpsstöð og upp
lýsingaþjónustu_ meiri en nokkur
þjóð önnur. Út frá sjónarmiði
þeirra sjálfra er ekkert athuga-
vert við þetta atferli; ef um smá-
ríki væri að ræða, væri þetta
nefnt landkynningarstarfsemi, og
allir játa, að slík starfsemi sé lík-
leg til að auka skilning milli þjóða
og treysta frið. En vegna þess,
hversu fámenn þjóð íslendingar
eru hversu íslenzkt þjóðlíf er illa
aðhæft lífsháttum þéttbýlis og
hversu einhliða og yfirgnæfandi
áhrif Bandaríkjamanna á íslenzkt
þjóðlíf eru, mun þessi stefna,
studd vinsamlegri afstöðu ís-
lenzkra ráðamanna, hafa lamandi
áhrif á íslenzka þjóðmenningu.
Gagnstætt því, sem var meðan
Danir höfðu einokunaraðstöðu um
mcnningaráhrif, ná bandarísk á-
hrif til allra landsmanna, en ekki
aðallega til þess hluta hennar,
sem aðstöðu hefur til að velja úr
það, sem gagnlegast er og bezt
hæfir. Það er yfirlýst stefna
Bandaríkjamanna, að leyfa frjáls
an og gæðamatslausan útflutning
hugmynda. Hér hefur verið fylgt
samsvarandi stéfnu um innflutn-
ing, og Bandaríkjamenn hafa þar
að auki notið aðstöðu, sem nálg-
ast einokun. Því ber ekki að neita,
að margt nytsamlegt hafa íslend-
ingar fengið í þessum skiptum,
en augljósari eru þó þau áhrif,
sem koma fram í gagnrýnislausri
og afkáralegri eftiröpun siða, sem
aldrei áttu erindi utan meginlands
Norður-Ameríku.
Þrátt fyrir þær hindranir sem
getið er, má vænta þess, að til
þess dragi, að viðurkennt verði,
að aðgerða sé þörf. Þá verður
fyrst fyrir að taka til endurskoð-
unar tungumálakennslu í skólum,
þannig að öðrum tungumálum sé
gert jafnhátt undir nöfði og
ensku. Þannig ættu þeir, sem
hyggja á nám t.d. í Rússlandi,
Frakklandi, Þýzkalandi, Ítalíu eða
á Spáni, þess kost að hafa tungu-
mál þessara þjóðlanda að aðalmáli
í menntaskóla. Einnig er mikil-
vægt ,að völ sé sem flestra hæfra
manna til að þýða á íslenzku sem
mest af því, sem markvert er ritað
á öðrum málum. Sú stefna yrdi
tekin upp í vali útvarps- og sjón-
varpsefnis, að ekki verði mun
meira frá einu menningarsvæði en
öðru. Innflutningi kvikmynda og
hljómplatna yrði hagað þannig, að
gætt væri sömu sjónarmiða. Þessi
meginviðhorf yrðu Iátin ráða um
öll hugmyndasamskipti íslendinga
við aðrar þjóðir. Nauðsynlegt er,
að alþýða manna veiti þessari
stefnu virkan stuðiiing.
Ég er þeirrar skoðunar, að á-
stæður þess, að meira er hér
um enskar hljómplötur, kvik-
myndir, bækur o.s.frv., séu ekki,
að enskt og bandarískt efni sé
betur við hæfi íslendinga en ann-
að, heldur aðeins sama ástæða og
nú, sem veldur því, að menn nota
fremur eina tegund tóbaks en
aðra, sem sé, að menn hafa van-
izt því tóbaki Að því er tekur
til tóbaksnotkunar tel ég þetta
sjónarmið gott og gilt, en ég er
sannfærður um, að framtíð þrótt-
mikillar íslenzkrar menningar
verði bezt tryggð með sem fjöl-
breyttustum tengslum við aðrar
þjóðir, en einkum þó við þær
þjóðir í Norður-Evrópu, sem okk-
ur eru skyldastar, því að við þær
getum við átt gagnkvæm hug-
myndaskipti. Hins vegar er ekki
ástæða til að við tökum við menn
ingaráhrifum sunnan úr álfu fyr-
ir milligöngu frændþjóða okkar,
eins og áður tíðkaðist.
Menningarleg einangrun og
menningarleg einokun leiða til
ófarnaðar.
íslenzk þjóðmenning mun búa
við þroskavænlegust skilyrði, þeg-
ar við höfum sem fjölbreyttust og
virkust samskipti við sem flestar
þjóðir, án þess að hirða um kyn-
þátt eða stjórnarfar. Á þeim tíma
þegar gerðar voru þær bækur, sem
beztar hafa verið ritaðar á íslenzka
tungu, voru íslenzkir menn víða í
förum, gengu sumir allt suður
til Róms og sóttu jafnvel austur
til Miklagarðs.
Annað dæmi er af þróttmikilli
myndlist samtímans. íslenzkir mál-
arar hafa leitað víða til náms.
Meðal okkar fremstu málara eru
menn, sem stundað hafa nám í
Danmörku, Þýzkalandi, Englandi,
Frakklandi, Ítalíu, Mexíkó, Banda-
ríkjunum og eflaust víðar. Þegar
þessir menn koma heim að loknu
námi, bera myndir þeirra gjarna
alþjóðlegan svip, en fyrr en varir
koma frá hendi þeirra rammíslenzk
verk, sem aldrei hefðu séð ljós
dagsins, ef listamaðurinn hefði
setið heima.
Þjóðernisvakning
Að endingu vil ég vekja athygli
á því, að þau sjónarmið, sem hér
hafa verið látin í ljós, fara ekki
nauðsynlega gegn stefnu nokkurs
íslenzks stjórnmálaflokks, þótt
einstakir áhrifamenn í stjórnmál-
um muni þeim andvígir
Ef nauðsynlegt reynist að taka
upp skipulagsbundna baráttu fyr-
ir íslenzkri þjóðfrelsisstefnu,
mun þátttaka í þeirri baráttu
ekki þurfa að raska tengsl-
um manna við stjórnmálaflokka.
Þá baráttu yrði að heyja bæði
innan stjórnmálasamtaka og ut-
an, í ræðu og riti, með aðstoð
útvarps og blað.-v, bannig að settu
marki yrði náð með kynningar-
starfsemi meðal almennings og
beinum áhrifum á valdaaðila.
Ástæða er til að ætla, að al-
mennur stuðningur við þau meg-
insjónarmið sem liér hefur verið
haldið fram, sé mikill og vaxandi.
Til þess benda meðal annars for-
setakosningarnar ,sem fram fóru
á síðastliðnU sumri. Þar var
tveggja góðra kosta völ, en auk-
inn meirihluti atkvæðisbærra
manna sýndi með atkvæði sínu,
að menn vilja, að hér ráði ríkj-
um virðing fyrir fornum þjóðleg-
um verðmætum, , öfgalaus þjóð-
ernissyggja, sjálfstæð og heilbrigð
þjóðmenning og reisn í skiptum
við aðrar þjóðir.
Steingi’ímur Gautur Kristjánsson.