Tíminn - 01.12.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.12.1968, Blaðsíða 12
TÍMINN ar hættu, sem ég tel að sjálf stæði íslands sé búin. íslenzka þjóðin fær svo beet varið sj'álfsforræði sitt, að hún reki af höndum sér öll öfl, sem leitast við að ræna hana þeim verðmætum, sem landið sjálft og forfeðumir hafa látið henni í té. Við verðum að byggja fræðslu- kerfið frá grunni, og gefa öllum þegnum jafnan kost á að hljóta þá menntun, sem krafizt er á tuttugustu öld. Við þurfum íslenzka menning- arbyltingu, læra að meta andleg- an auð fram yfir veraldlegan. Við þurfum lýðræðislega ríkis stjórn, sem hvorki lætur stjórn- ast af innlendum sérhagsmuna mönnum né erlendum auðhring um. Við þurfum endurreisn atvinnu veganna, skipulagningu fjárfest ingar og aukna félagshyggju. Lífsskilning þjóðarinnar verður að móta með trúna á sjálfa sig, eigin atorku og sameiginlegan menningararf að homsteini. Gáleysi í meðferö fjár- muna vítavert — segir Ólafur ÞórSarson 1. Þjóðerniskennd og sjálfsvirð ing þess sem gerir kröfur ál sjálfs sín er undirstaða sjálfsfor- raeðis þjóðarinnar. Þetta tvennt verður að varðveita og bæði eru uppeldisleg atriði. Þjóðernis- kenndin skapar hin menningar- legu landamæri og þann samhug, sem þarf. Ef þessi landamæri eru traust, standast hin landfræ'ði Iegu, eða verða til. Þetta kennir saga Gyðingalþjóðarinnar og reynd ar mannkynssagan 511. Þjóð, sem gerir kröfux til sjálfrar sín, á virðingu annarra þjóða og vel- gengni vísa. ViS lifum á þeirri öld, sem verkmenningarstig þjóð- anna er aðalauðlind þeirra og imenntun æskunnar í samræmi við þarfir atyinn’glrfsÍTis er þess vegna undirstaða fjárhagslegrar veimegunar. BkÆit er þjóðinni að gleyma ekki þeesum orðum Ein Grein Kristjáns ars Benediktssonar og hafa þau til varnaðar: Við áttum dóma og lög í landi á lýðveldisins gullnu árum, en skorti stjórn, og stríðs- ins andi varð stofni og merg þess fólks að grandi, er bjó sér helsi við friðlaust frelsi og framtíð sína sló með sárum. Og því grét Ísland þungum tárum. 1. Meðferð þjóðarinnar á fjár- munum sínum er að mínu viti veikasti hlekkurinn í sjiálfstæði hennar. Að eyða til daglegra þarfa mestöllu af því, sem aflast, en taka lán fyrir flestum fram- kvæmdum, er sú hagspeki, sem fylgt hefur verið. Ríkisvaldið hef- ur gengið á undan með ævintýra legu fordæmi. Núverandi valdhaf- ar, sem kosnir voru til fjögurra ára, hafa gert sér lítið fyrir og ráðstafað stórum útgjaldaliðum á fjárlögum, langt fram yfir þann tíma, sem nokkur maður fól þeim umboð til þess að semja fjárlög. Þessir liðir heita vextir og afborg anir. Það, sem veldur, eru vísi- tölubundin ríkisskuldabróf með hiáum vöxtum eða erlend lán, sum mjög óhagstæð. Þessi greiðslu byrði er orðin skuggalega há. Þjóðin hefur lifa'ð um efni fram. Það er staðreynd sem nauðsyn- legt er að gera sér grein fyrir. Hagfræðingar stjórnarinnar eiga hér stóran hlut að máli. Gálaus meðferð fjármuna leið- ir til ósjálfstæðis, hvort heldur í hlut á einstaklingur eða þjóð. f ",B Framhald af bls. 13. aðila. Þau ár voru hörð og þeir menn miskunnarlaust látnir gjalda þess er í fararbroddi voru. Ófáir fjölskyldumenn þorðu blátt á- 'fram ekki að taka þátt í verka- lýðsfélögum og baráttu þeirra, sakir ótta við atvinnumissi. En þeir voru þó fleiri, sem þorðu. Styrkur þeirra var sam- staðan, vopn þeirra var verkfall- i'ð. Stig af ’ stigi batnaði hagur verkalýðsins. Löggjöfin hnikaðist smátt og smátt hinni vinnandi al- þýðú í hag. Nú í dag dettur eng- um í hug að véfengja rétt stétt- arfélaga Alþýðusambandsins til kaup- og_ kjarasamninga. Alþýðu samband íslands er löngu orðið eitt sterkasta aflið í þjóðfélaginu. En þrátt fyrir þa'ð hefur verka lýðurinn ekki unnið sinn fullnað- arsigur. Sá sigur vinnst aldrei. Verkalýðsbaráttan er eilíf, eins og sjálfstæðisbaráttan. Á vett- vaugi löggjafans og í formi settra kjarasamninga mun hún verða háð hér eftir sem hingað til. Það á. að verða eitt meginhlutverk verkalýðshreyfingarinnar að virka sem eins konar öryggisventill í þjóðfélaginu. Hún á að standa vörð um hag félagsmanna einna. Geri hún það og standi fólkið saman, á það að halda sínum hlut. En einu sinni er það svo, að fáir vaka yfir annarra hag og því verður alþýða manna sjálf að vaka á verðinum. Félagshyggja er bezta sjálf- stæðistrygging alþýðunnar. Afl hinna smáu á vettvangi hagsmunastreitunnar fer eftir hve rík samvinnuvitund þeirra er. Nokkuð hefur borið á því innan samvinnuhreyfingarinnar og verka lýðsfélaganna undanfarið, að fund ir væru linlega sóttir. í því sam- bandi ætti hver sá, er hlut á að máli, að gæta sín vel. Það væru grátleg örlög þessara tveggja syst urhreyfinga, ef þær tærðust unp vegna áhugaleysis félaganta Væntanlega er hér einungis um tímabtmdið ástand að ræða. Svo vel hafa þær þjónað íslenzkri al- þýðu hingað til, að hún á ekki aðrar lífsbjargarstoðir þeim sterk ari. Því ber okkur að standa vörð um gengi þeirra, minnast þess, að í tilverunni er samstaða félags fólksins auðurinn og hver og einn félaigi ber sína ábyrgð á. Minnumst þess, að sterk verkalýðsthreyfing og sterk samvinnu'hreyifing þýða sterkari og sjálfstæðari allþýðu, og sjálfstæð alþýða í andlegu og efnalegu tilliti er traustasti hornsteinninn undir sjálfstæði þjóðarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.