Tíminn - 01.12.1968, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.12.1968, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Rætt við Jörund Brynjóifsson um árin 1916-1918 Þá hofðu fulltrúar bænda og verkamanna fulla samstöðu Þingskörungurinn Jörundur Brynjólísson átti sæti á Al- þingi sumarið 1918, þegar sam bandslagasáttmálinn var sam- þykktur, og hann var búsett ur í Reykjavík, þegar hátíða- höldin 1. des. fóru fram. Hann er nú 84 ára að aldri, ern vel og hraustur og man þessi ár mjög vel. Jörundur var þing- maður Reykvíkinga, þegar þetta var, og raunar fyrst og fremst þingmaður verkamanna. Hann var kennari við barna- skóla Reykjavíkur á þessum ár um og dróst inn í félagslíf verkamanna og var kjörinn formaður Dagsbrúnar 1915. Ár ið 1916 buðu verkamenn fram sérstakan lista við bæjarstjórn arkosningarnar, og var formað ur þeirra, Jörundur Brynjólfs son, efstur á honum Sá listi vann mikinn kosningasigur, kom að þremur mönnum í bæj arstjórn og þótti eigi litlum tíðindum sæta. Sama haust, 1916, var hann einnig í kjöri af hálfu verkamanna í Reykja- vík í alþingiskosningum. Náði hann kosningu með yfirburð- um, og svo var aldan mikil að ekki munaði nema 25 at kvæðum, að annar fulltrúi verkamanna flelldi kempuna Jón Magnússon, frambjóðanda heimastjórnarmanna. Jörundur sat á þingi fyrir reykvíska verkamenn til 1919, ætíð fremstur í flokki í félagsmál- um þeirra og flutti mörg merk verkalýðsmál á þinginu En 1919 venti Jörundur kvæði í kross og ger'ðist bóndi austur í Árnesþingi, sat ekki á þingi næsta kjörtímabil, en hér fór enn svo, að hann var kvaddur til forystu í sveit bænda og gerðist þingmaður Árnesinga og var það á fjórða áratug. Jörundur er því einn af fáum þingmönnum þjóðar- innar sem verið hefur fulltrúi beggja þessara meginstétta í landinu Ég leit inn til Jörundar fyr- ir nokkrum dögum og spjallaði við hann atundarkorn um árið 1918 og hin fyrstu þ'ng- mennskuár hans. Það mun gleðja hina mörgu vini og að- dáendur Jörundar um land allt, sem ef til vill hafa ekki séð hann eða hitt að máli ný- lega, að hann er enn sami skörungurinn og fylgist glögg- ur og skarpskyggn með mál- um lands og þjóðar og dæmir allt með hyggindum og hóf- semi, en semur þó enga sátt við það, sem hann telur rangt mál, fremur en fyrri daginn Enn heilsar hann þéttu og heitu handtaki með hýran glettnisglampa í augum. — Er árið 1918 rikt í minn- ingu þinni, Jörundur? — Já, ekki er því að neita, en bæði fyrir skin og skugga. Spánska veikin hafði herjað og höggvið stór skörð. Við fögnuðum sjálfstæðinu i skugga dauðans hér í Reykja- vík. Ástandið var óskaplegt eftir afhroð hennar, en samt var gleði manna innileg. — Fékkst þú spænsku veik- ina? — Já, en ekki illvíga, slapp óskaddaður að kalla. — Fylgdist þú með samn- ingunum við Dani fyrr á ár- inu? — Já, það gerði ég að sjálf- sögðu, og þó enn betur eftir að þeir komu fyrir þingið. Ég sannfærðist um það þá og það álit er enn óbreytt, að danska nefndin var hingað send til þess að ná samningum, og því létu þeir undan á ýmsa lund. Aðstaða ^okkar var orðin mjög sterk. f styrjöldinni höfðu tengslin við Dani rofnað mjög og við sóttum mjög fast að fá siglingafána, en fengum harða neitun og það ýfði mjög andúð- ina í garð Dana. Þannig höfðum við fengið reynslusönnun þess, að Danir gátu ekki gegnt skyld- um sínum við okkur, þegar mest reið á og þeir fundu þetta gerla. Einnig var þeim í fersku minni kosningin um uppkastið 1908, en hún sýndi greinilega vilja þjóðarinnar. AÆ þessu öllu var augljóst, að Danir skildu, að nú urðu þeir að sætta sig við þá samninga, sem þeir gátu bezta fengið og ganga að flestu til þess að halda við sambandi landanna að einhverju leyti. Jón Magnús- son var bæði ýtinn og skyn- samur samningamaður og kunni að notfæra sér þessa að- stöðu. — Og svo kom málið fyrir þingið? — Já, og þar ríkti eining, aðeins tveir greiddu þar at- kvæði gegn málinu. — En hvernig litu verka- menn í Reykjavík á málið? — Þar ríkti engin hálfvelgja. Þeir voru harðastir allra og vildu flestir fara eins langt og komizt yrði en töldu fenginn kost vel viðhlítandi. — Voru nokkur hátíðahöld eða samkomur á vegum verka- mannasamtakanna í tilefni sjálfstæðistökunnar? — Nei, ekki man ég eftir því, og hátíðahöld voru hvergi mikil. Ástandið var ekki þann ig. Sóttin herjaði. fátæktin réð húsum, jafnvel hörð barátta að hafa í eldinn, og atvinna af skornum skammti En gleði manna var einlæg. — Þú hafðir átt sæti á Al- þingi síðustu þrjú árin áður, Jörundur, raunar sem fyrsti verkamannaþingmaðurinn hér á landi. Fannst þér gott að vera fulltrúi þeirra, og flutt- irðu ekki einhver mál, sem þá snerti öðrum fremur? — Já, bað var gott að vinna með verkamönnum og ánægju legur félagsskapurinn við þá, enda margt ágætra manna þar fyrir að hitta. Ég lærði margt af þeim samvistum, sem ég vildi ekki hafa farið á mis við. Þeir voru ódeigir menn, og beim er gott að kynnast, hvergi hálfvolgir i afstöðu Jú, ég fitj- aði upp á ýmsum málum, sem þeir báru fyrir brjósti og lag- fært gátu kjör þeirra — Fluttir þú ekki fyrst á þingi frumvarp um löggildingu hvíldartíma á togurum? — Jú, svo mun vera. Um það urðu allharðar deilur á þingi. íhaldssamari þingmenn tóku slíku ekki með þegjandi þögn. Þeir héldu því fram, að skipstjórinn yrði að hafa um þetta óskorað vald, og þessar veiðar væri ekki hægt að stunda nema hafa þetta óbund- ið. Ég hélt því hins vegar fram, að þetta væri óhæfa, og tog- aramenn gætu ekki átt það undir valdi eins manns, hvort þeir fengju einhverja hvíld, eða væru reknir áfram eins og dýr. Svo hart var gengið að sumum mönnum, að þeir biðu þess vart bætur. Skipsstjórarn ir voru líka harla misjafnir. Sumir, eins og til dæmis Guð- mundur á Reykjum, gætti þess jafnan að láta menn sína fá hið minnsta fjögurra stunda svefn á sólarhring, og hann fiskaði manna bezt. Því miður náði málið ekki fram að ganga en eini stuðn- ingur, sem það fékk auk mín, var frá framsóknarmönnum. Ég flutti einnig tillögu ásamt Benedikt Sveinssyni um v-eð- urstofu, en það var ekki lítil- vægt að mínum dómi fyrir sjó- menn. Einnig man ég, að við Benedikt fluttum tillögu um kaup ríkisins á Soginu, sem þá var í eigu danska íslandsfé- lagsins. Ég man, að ég lét þess getið í umræðum, að ég teldi eðlilegast, að Reykjavík virkj- aði Sogið síðar meir. — Þú varst ekki í Fram- sóknarflokknum þá? — Neí, en þegar ég kom á þing, gerði ég þegar bandalag við þau samtök þingmanna og starfaði æ síðan með þeim. — Voru þeir bændaþing- menn oftast reiðubúnir að styðja mál fulltrúa verka- manna? — Já, ekki stóð á því. Sam- vinnan var ætíð með ágætum og sjónarmiðin lík. Eini stuðn ingurinn, sem verkamannamál áttu vís, var frá þeim, enda lá slíkt í augum uppi og bein- línis skilningur þessara þing- manna, að fulltrúar verka- manna og bænda ættu að vinna saman. — En síðar varðstu svo full- trúi bænda. Fannst þér þá enn, að samstaðan ætti að hald- ast? — Já, og mér hefur ætíð fundizt það. Þessar stéttt eiga sameiginlegan málstað og við- horf til landsmála. Lífskjör þeirra eru lík og hagsmunir mjög áþekkir. Því verða lífs- viðhorfin einnig lík og sjónar- mið í landsmálum nátengd. Ég taldi alltaf, að þessar stétt- ir ættu að vinna saman og gætu það. Að vísu fór svo í tímans rás, að oft bar eitthv-" á millj og minna varð úr sam- stöðunni en við hugsuðum okk ur í þá daga ,en trú mín á því að þessar stéttir eigi samleið. sé ekki villt um fyrir þeim, er enn hin sama. AK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.