Tíminn - 01.12.1968, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.12.1968, Blaðsíða 10
10 TÍMINN í tilefni af 50 ára afmæli fullveldisins hefur blaðið snúið sér til allmargs ungs fólks og beðið það, að svara eftirfarandi spurningum: 1. Hvaða hættur steðja nú helztar að sjálfstæði þjóðarinnar? 2. Hvernig fær íslenzka þjóðin bezt varðveitt sjálfsforræði sitt? Þeir, sem svara þessum spurningum, eru: Ólafur Þ. Þórðarson, kennaraskólanemi; Atli Freyr Guðmundsson, Samvinnuskólanum; Benedikt Ásgeirsson, úr Menntaskólanum á Akureyri; Valgerður Schram, úr Verzlunarskóla íslands; Reynir Ingibjartsson, fulltrúi; Þorlákur Helgason, úr Menntaskólanum í Reykjavík; Höskuldur Þráinsson, stúdent í ísl. fræðum, Eiríkur Tómasson, úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og Rúnar Hafdal Halldórs- son, úr Menntaskólanum að Laugarvatni. Hér koma svo svörin: Ef þannig er búið í haginn, þarf sú kynslóð, sem nú vex úr grasi, engu að kvíða. Hennar er framtíðin. segir Þorlákur Helgason Þeir tímar eru liðnir, að ís- lenzka þjóðin laut duttlungum erlends valds, drottnara er á tíð- um töldu það æðstu skyldu sína að kúga landsbúa menningar og fjárhagslega. Nú er öldin önnur. Þjóðin hef- ur rétt úr kryppu liðinna alda, og markvisst hefur þeim böndum verið aflétt, sem reyrð voru um sjálfstæöi hennar, svo að ísland er nú frjálst og fullvalda ríki. Við, sem fædd erum um miðja öldina og höfum slitið barnsskón um í skjóli velmegunar, þekkjum ekki þá baráttu, er háð hefur ver- ið fyrir sjálfstæði landsins. Sigur- inn var áður orðinn að raunveru leika. Hann var færður okkur í ‘hendur. En auknir sigrar krefjast auk- innar ábyrgðar. Vissulega kann hættan að vera á næsta leyti. Án þess að þjóðin einangrist, því að slíkt er einungis merki um stöðn- un, ber fálkinu í iandinu, og fyrst og fremst yfirvöldum, að vera á varðbergi. Þeim ber að sigla svo milli skers og báru, velja eða hafna, en gleypa ei orðalaust við hverju erlendu gylliboði. Lítum fram á við og víkjum ei frá settu marki. Bindumst traustum bönd- um við þjóðir í austri óg vestri Og könnum ófarna stigu. Deilum Og flokkadráttum ber að vísa veg allrar veraldar, því að íslenzka þjóðin verður að vera samhuga um þau málefni, sem eru íslandi allt. Þá fyrst fær hún varðveitt ajálfsforræði sitt, dýrmætastan auð þessa lands. ARVEKNI GAGNVART ERLENDUM ÁHRIFUM — segir Eiríkur Tómasson 1. Þær hættur, sem nú steðja að sjálfsforræði íslenzku þjóðar innar, virðast mér einkum þrenns konar, þ.e. efnahagslegar, menn- ingarlegar og stjórnmálalegar. Samfara aukningu stórfram- kvæmda, t.d. byggingu orkuivera, iðjuvera, þjóðbrauta o.s.frv., er kosta þvílíkar fjárhæðir, að inn- lent fjármagn hrekkur hvergi nærri til, hlýtur hættan á aukn- um áhrifum fjársterkra erlendra aðila að vaxa stórleka. Mín skoð- un er sú, að slík áhrif geti, ef erlendum auðhringum er veitt að staða til beinna áhrifa á atvinnu- og efnahagslíf landsins, leitt til töluverðrar, ef ekki alvarlegrar, skerðingar á efnahagslegu sjálfs- forræði okkar Á síðustu árum hafa menning- arstraumar annarra þjóða leitað í sívaxandi mæli hingað og ber að fagna því. Hins vegar hefur sú menning, sem hingað hefur borizt, verið of einhæf, en slíkt er til langframa hættulegt sjálfs forræði þjóðarinnar, þar eð ís- lenzk tunga og menning eru að mínu áliti hor-nsteinar tilveru okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Síðustu 20 ár höfum við íslend- ingar tekið þátt í varnarsamstarfi vestrænna lýðræðisþjóða. Það sam starf álít ég nauðsynlegt, bæði vegna landfræðilegrar legu lands- ins og samskipta við þessa ná- granna okkar, og ekki síður vegna hættunar á heimsyfirráðum komm únista og þar með endalokum lýð ræðisins. Á þessu sviði ber okk ur að vera vakandi, jafnt gagn- vart átroðningi bandamanna sem annarra, og við skulum minnast þeiss, áð sjálfsforræði evrópskr- ar smáþjóðar var fótum troðið fyrr á_ árinu. 2. í því sambandi legg ég á- herzlu á stöðuga árvekni íslenzku þjóðarinnar gagnvart erlendum þjóðum og áhrifastraumum þeirra Aftur á móti tel ég það fásinnu, að við byrgjum okkur inni, án nokkurra áhrifa eða aðstoðar að utan, auk samvinnu og friðsam- legra samskipta við allar þjóðir heims. — segir Rúnar Hafdal Halldórsson Eitt sinn voru íslendingar frjálsir: svo frjálsir, _ að þeir misstu sjálfstæði sitt. Ár liðu og aldir. ísiendingar eru frjálsir á ný: svo frjálsir, að hver höndin er upp á móti annarri. Sú hægri vill ekki kannast við þá vinstri, þrátt fyrir lögmálið, að vinstri höndin þvær þá hægri og sú hægri hina vinstri. Þanni-g kemur mesta hættumerkið frá þjóðinni 1 sjálfri, en ekki frá erlendu her- veldi í austri né vestri. Þessari hættu verður aðeins afstýrt með auknum siðferðisstyrk þjóðarinn ar einnar, en ekki með erlendri íhlutun. Því til þess að lítil þjóð öðlist viðurkenningu í samfélagi þjóðanna, verður hún að starfa í samkennd og virðingu fyrir sjálfri sér, annars fe-llur hún á eigin sundrung. Engum getur blandazt hugur um það, að ein- mitt nú höfum við hnotið um sjálfs okkar fætur, og afvelta dýr þarf að reisa við, ef það á að halda lífi. Þetta veit hvert manns- barn og það veit ennfremur, að bjargarlaust dýrið á líf sitt und- ir hjálparhöndum mannanna. ! Samt hefur íslenzka lýðveldið ,sjaldan einkennzt af eins mörg I um vanmátta höndum sem nú og ! aldrei hefur íslenzkt þjóðfélag : haft eins mikla þörf fyrir sam- taka hendur og einmitt nú. Vissu- jlega er það áhætta áð lifa og það þarf djörfung til þess að standa á eigin fótum og ekki síður breitt bak til þess að standa undir er lendri áþján. Þess vegna er hætt an sú, að íslenzka þjóðin láti blekkjast til vantrúar á sitt eigið land, og að vantreysta móður- jörð sinni er þáð sama og að af- neita uppruna sínum og þjóðerni. Þessi hætta er enn stærri fyrir þær sakir, að þeir íslenkir for- vígismenn virðast vera til, sem trúa því enn, að rúsínur vaxi á trjám amríkunnar. Enda ætla þess- ir sömu hugsuðir að bjarga ís lenzka þjóðfélaginu með þátttöku þess í alls kyns stórbandalögum og við móttöku ölmusufjár í styrkjaformi. Að sjálfsögðu þarf eitthvað að láta í staðinn og eru auðlindir landsins þá nærtækast- ar. Þær eru seldar í hendur er- lendra auðhringa til þess að öðl ast annars ófáanlega sölumarkaði að sögn. Er þá il-la komið fyrir íslenzkum erindrekum, ef þeir kenna sór hivergi botns í verzlun arheimi útlendra. Ef til vill verð- ur næsta skrefið, samkvæmt ráð- um erlendra sérfræðinga, að selja Svisslendingum fiskiskipaflota okkar til þess eins að tryggja öruggan og útlenzkan sölumark að. Hver veit, eða hvaða traust skal íslenzkt æskufólk bera til valdhafanna. Þeir hafa gleymt hlutverki sínu sem uppalendur. Þeir hafa gleymt þeirri staðreynd, að hver þjóð er einmi-tt þjóð vegna sjálfrar sín. Þeir hafa gleymt framtiðinni í baráttu sinni fyrir daglegu brauði. Þó skal þeim ekki álasað né heldur varð- ir, því slíkt er verkefni sögunn- ar. Ekki verður heldur minnzt á misheppnaðar gengislækkanir né glataða sómakennd, þvi síður á hrun atvinnuveganna né horfna þjóðerniskennd, heldur skal að eins minnzt á orðtakið: Það er illt að heita íslenzkur, en vera það ekki. Og slæmur yrði dóms- úrskurður sögunnar, ef fimmtíu ára sjálfstæði hefði aðeins leitt j til glötunar íslenzks þjóðernis, i því þá væri draumurinn um frels-1 ið enn á undan samtíð sinni. Metnaðar- laust hlutverk þiggjandans nægir ekki — segir Höskuldur Þráinsson Hvaða hættur steðja nú helztar að sjálfstæði þjóðarinnar? Andvaraleysi, áhugaleysi og sljó leiki. Mörgum þykir sjálfsagt full- harkalega svarað. Ég skal því reyna að útskýra þetta nánar. Mig grunar, að sú skoðun sé nú orðin talsvert útbreidd, að alls engar hættur steðji að sjálf- stæði íslendinga. Þetta er ekki sízt því að kenna, að ýmsir af forystumönnum íslenzkrar þjóðar hafa þrásinnis haldið þessu fram. Þeir hafa klifað á þessu á tylli- dögum, hamrað á þessu í umræð- um um herstöðvar, sjónvarpsmál o.s.frv. Okkur er stjórnmálalega engin hætta búin, af því að góðu mennirnir að vestan passa okkur fyrir ljótu köllunum í austri, menningarlegu sjálfstæði okkar er ekki heldur nein hætta búin, af því að hér voru einu sinni skrifaðar sögur um Gunnar, Njál og þess háttar menn. Og jafnvel þótt svo kynni að fara, að ein hverju af því, sem við höfum van- izt á að kalla íslenzka menningu, skolaði fyrir borð í ölduróti er- lendra menningar og ómenning- arstrauma, þá sýnir það bara, að þessi menning okkar hefur þá eftir allt saman verið svo afllaus og ómerkileg. að engin eftirsjá er í henni. Slíkan málflutning hef ur mátt heyra hjá ýmsum þeim, er á hæstum sitja tróninum í is lenzku þjóðfélagi. Er að undra þótt almenningur fvllist andvara- leysi, úr því að það er beinlínis boð að ofan frá? Er ekki sjálfsagt að halla sér bara á eyrað og láta sig fljóta sofandi, úr því að ekk- ert er að óttast? Þeir menn. sem svona tala, hafa gleymt þeim sannindum, að sjálfstæðisbarátta lítillar þjóðar tekur aldrei enda. 1. des. og 17. júní eru alls ekkert lokatakmark í sjálfum sér, heldur aðeins á- fangar, sem veita okkur rétt til áframhaldandi baráttu á nýjum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.