Tíminn - 01.12.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.12.1968, Blaðsíða 11
enlendir skólar? „Jú, jú, það er ekkert sjálfsagðara." Hvernig fær íslenzka þjó'ðin bezt varðveitt sjálfsforræði sitt? var önnur spurningin. Sjálfsfor ræði sitt fær íslenzka þjóðin bezt varðveitt með því að bægja burtu þeim hættum sem steðja að sjálf- stæði hennar. Brýnustu verkefn- in eru því að færa efnahag lands ins á réttan kjöl, og koma hern um úr landi. Með traustu efnahagskerfi sjálf stæðri menningu og einbeittri ut anríkisstefnu, varðveitum við bezt sjálfsforræði okkar. tfð, því íslendingar sóa um of knöftum sínum í fánýt ágrein- ingsefni og eltingaleik við einsk- isnýtt prjál. Alger bylting þarf áð verða gegn stríðsgróða og hentistefnu- hugsunarhætti. Ungt fólk með þekkingu og skipulagshyggju þarf að ryðja veginn út úr urðum við- reisnarþjóöfélagsins. Lítilsigldir leiðtogar, sem meta meir vestur- heimska geimfara en mikilsvirta norræna stjórnmálamenn, verða að víkja. ísland er Evrópuland og þó fyrst og fremst norrænt land. Veljum okkur leiðtoga, sem eru íslenzkir í anda, en þó alþjóð- legir í hugsun. Skipum mennt og hæfni í öndvegi í stað fjármagns og fánýtra eigna. f kjölfar andvaraleysisins kemur áhugaleysið. Hví skyldi nokkur hafa áhuga á íslenzkum menning- arefnum, úr því að þau skipta svo sem engu máli? Hví skyld- um við vemda okkar móðurmál, sperrast við að skapa okkar eig in list, leggja sjálfir stund á menntir og vísindi, úr því að allt, sem máli skiptir, má flytja inn, matreitt af erlendum auglýsinga- mönnum og borið fram á silfur- diskum mammons? Hver skyldi hafa áíhuga á innlendum skáld skap, meðan nóga innflutta dægra styttingu er að finna í fjölmiðl- unartækjum okkar? Hví skyldum við af vanefnum brölta við að halda uppi háskóla og reyna að mennta okkar eigin vísindamenn, úr því að aðrar þjóðlr eru þegar búnar að finna upp hægindastól- inn, pípuna og sjónvarpið? Okk- ur er engin hætta búin. Það hef ur verið margsagk Loks kemur svo sijóleikinn á eftir áhugaleysinu. Menn verða sljóir fyrir menningarlegum verð- mætum, sinnulausir um andlegan þroska. Þegar svo er komið, stend ur íslenzkt sjálfstæði á yztu nöf, og þá getur verið of seint að snúa við. Hvernig fær íslenzka þjóðin bezt varðveitt sjálfsforræði sitt? Með því að minnast þess alltaf, að sjálfstæði er ekki eitthvað, sem dvergþjóð getur aflað sér með lagasetningu í eitt skipti fyrir öll, heldur verður að berjast fyrir um allan aldur — án afláts. Þetta á bæði við um menningarlegt sjálf stæði og efnalegt (því síðara hef ég engin skil gert hér, vegna van- kunnáttu í meðferð töfraorðanna hagvöxtur og hagræðing). íslend- ingar verða að vera þess minnug- ir, að engin sjálfstæð þjóð getur eða má láta sér nægja metnaðar laust hlutverk þiggjandans, held- ur verður að efla sína eigin menningu og menntir, leggja eitt hvað af mörkum til hejmsmenn- ingarinnar. Það gerðu íslending- ar fyrir 700 árum og ættu því eins að geta það nú. Ekki verður til eilífðar lifað á fornri frægð. í þessu tilefni er vert að minna á reynslu annarra þjóða, sem er á þá leið, að efling innlendra há skóla hefur hvarvetna orðið menn ingarlegu og efnalegu sjálfstæði slík kjölfesta og jafnframt hvatn ing til dáða, að undrum sætir. Þetta hafa erlendir ráðamenn víðast skilið, og þess vegna tíðk- ast víst hvergi á byggðu menn- ingarbóli í öðrum löndum, að lítið happdrættiskorn sé látið ráða ferð inni í æðri menntun þjóðar. Slíkt þætti víst einkennileg gamansemi, ef til væri lagt. 1 Þorum að vera sjálfstæð — segir Valgerður Schram Helztu hætturnar, sem nú steðja að sjálfstæði þjóðarinnar, tel ég vafalitið hið efnahagslega öng- þveiti, sem nú ríkir. Allt útlit er fyrir að ríkisstjórnin muni halda óbreyttri stefnu, og sigla okkur í höfn þurfalingsins. Eins og mál- um er háttað í dag, finnst mér augljóst, að við séum að missa efnahagslegt sjálfstæði okkar í hendur erlendum aðilum. Þá hafa hin nánu tengsl okkar við stór- veldið Bandaríkin, haft feykileg áhrif á allt okkar þjóðlíf, og mættum við gjarnan standa þar betur á verði. Samneyti við aðr- ar þjóðir er sjálfsagt og okkur nauðsynlegt, en við megum ekki verða neinni einni þjóð of háð,. íslenzka þjóðin fær að mirmi hyggju, bezt varðveitt sjálfsfor- ræði sitt með því að þora að vera sjálfstæð, og þola heldur skert lífskjör heldur en að þiggja gjaf- ir, sem ekki verða goldnar nema með skertu sjálfstæði að ein- hverju leyti. Við höldum ekki lengi virðingu vina okkar með slíku hótterni. Ég tel það mjög æskilegt, að við, til mótvægis þessu, ykjum samstarf okkar við hinar Norðurlandaþjóðirnar og tækjum þær meira til fyrirmynd ar en við gerum nú t.d. á sviði félagsmála. Einnig getum við mik ið af þeim lært við uppbyggingu iðnaðar í landi okkar iðnaðar, sem ekki aðeins byggist á hrá- efnum landbúnaðar og sjávarút- vegs, heldur jafnvel innfluttum hráefnum, sem umbreytt væri í fullunnar vörur af vel menntaðri og hugvitssamri þjóð með hjálp enn beizlaðra orkulinda. Mér finnst, að við mættum viðhalda betur séreinkennum íslenzku þjóð arinnar og efla menningu henn- ar, en með því einu móti getum við haldið reisn okkar og virð- ingu, og unnið sjálfum okkur og öðrum mest gagn. Lausn efna- hagsvandræöa — segir Benedikt Ásgeirsson Þær hættur, sem steðja helzt að sjálfstæði þjóðarinnar núna, eru miklir efnahagsörðugleikar og dvöl bandaríska herliðsins hér á landi. Þegar harðnar í ári og efna- hagsörðugleikarnir eru yfirþyrm- andi, er hætta á að við töpum efnahagslegu sjálfstæði okkar og verðum um lei'ð háðir fjárhagsað stoð erlendra stórvelda, svo að við getum lifað mannsæmandi lífi. Hvað verður um sjálfstæða utanríkisstefnu, ef við verðum háð aðstoð erlends aðila? Ætli við yrðum ekki að styðja stefnu þess ríkis, sem veitti okkur fjár- styrk, hvernig sem stefnan væri. Og skyldi ekki verða erfitt að sporna gegn áhrifum og áróðri þessa erlenda aðila hér á landi? Annað, sem efnahagslegt ósjálf stæði eða sífelldir efnahagsörðug- leikar leiddu af sér, er að þjóð- in færi að vantreysta sjálfri sér, treysti sér ekki lengur til að sjá fyrir sér sjálfrh Vantraust á sjálf um sér leiðir alltaf til ósjálfstæð- is og þá er horfinn grundvöllur- inn fyrir tilveru okkar sem þjóðar. Dvöl bandaríska herliðsins hér á landi er önnur aðalhættan, sem steðjar að sjálfstæði íslendinga í dag. Það er greínilegt, að hafi stórveldi herbækistöð í smáríki, getur stórveldið í krafti böðla sinna kúgað smáríkið til að veita sér ýmis forréttindi heima fyrir og stuðning á alþjóðlegum vett vangi, ef með þarf. Það er því engan veginn sjálfsagður og eðli- legur hlutur, að Bandaríkjamenn hafi hér staðsett herlið um ófyrir- sjáanlegan tíma. Aðalhættan við dvöl erlenda herliðsins hér á landi, einkum ef það dvelur til langframa er sú, að almenningi í landinu fer að finnast það sjálf sagt, að hér sé bandarískt herlið. Nú þegar sér stór hluti almenn- ings ekkert athugavert við það, og afkomendur þeirra fá sinnu- leysi forfeðranna í vöggugjöf. En úr því það er sjálfsagt að héi sé erfent herlið er þá ekki sjálf sagt að hér sé erlendur atvinnu- rekstur, erlent sjónvarp og út- varp erlend leikhús og bíóhús, Rangt sjálfs- mat leiðir til glötunar — segir Reynir Ingibjartsson Þjóð, sem ekki veit í hverju styrkur hennar eða veikleiki felst, er í hættu stödd. Rangt sjálfsmat getur leitt til glötunar. Styrkur íslenzku þjóðarinnar er, hve ýms- ar ytri sem innri aðstæður skapa henni möguleika til samstöðu. Sami kynstofn. Ein tunga I orðs- ins fyllstu merkingu. Hleypidóma laus trú. Sterk bönd frændsemi og kunningsskapar. Úthafið einu landamærin. Einstök staða fá- mennrar þjóðar norður við heim skautsbaug. Stórbrotið land, sem krefst samstæðra átaka og þús- und ára söguarfleifð jafnt á guln- uðum blöðum sem í örnefnum fjalla og fjarða, bæja jg_ byggða, er tengja hvern einasta íslending sögu sinni og uppruna. Ef íslenzka þjóðin er sér ekki meðvitandi um allt þetta, og nýt- ir sér það ekki til sóknar og sam- stöðu á braut frelsis og framfara í heimi. þar sem enginn er ann- ars bróðir í leik, þá kann illa að fara í tafli gegn þeim ókostum fyrir örfámenna þjóð, að búa í stóru og strjálbýlu landi við að byggja menningar þjóðfélag if grunni allsleysis. Mín skoðun er sú, að andvaraleysi fplendinga um eigin styrk, ógni nú mest sjálf- stæðri tilveru þjóðarinnar í fram- Umbyltum úreltu flokkakerfi og afneitum kreppuhugsunar- hætti. Þá mun íslenzkri þjóð farn ast vel og ekki þurfa að þiggja náðargjafif NATO-vina. AÐ VELJA OG HAFNA — segir Atli Freyr Guðmundsson Margþætt og vaxandi áhrif frá erlendum stórþjóðum eru hættu- leg litilli þjóð sem okkar, ef hún ekki kann eða þorir að velja og hafna, geta hin erlendu áhrif fært innlent framtak og menningu í kaf. Efnahagslegu sjálfstæði stafar hætta af þeirri stefnu, að stjórna frá sjónarmiði peninga. en ekki manngildis, frá trúnni á hömlu- laust frelsi fjármagns og verald- legt tildur. Stjórnarfarslegu sjálfstæðj rfaf ar mest hætta frá yfirborðs- mennsku og ósiálfstæði á erlend- um vettvangi Að láta annarleg sjónarmið ráða gerðum okkar á alþjóðaþingum og þiggja ölmusu gjafir frá hernaðarbandalagi eða stórveldi. Menningarlegu sjálfstæðí stafar hætta af beim .pönnum se» il(ta að bezta leiðir til *ð varðvait? sjálfstæðið. sé að fórae því. 6- ábyrgur hugsunarháttur sem slfk- ur er ef til vill grunntónn þeirr grundveEi. Smáþjóð, sem telur1 sig hafa rétt til að kallast sjálf- stæð þjóð, verður sí og æ að leit-| ast við að sanna þó fullyrðingu' fyrir sjálfri sér og öðrum á marg Víslegan hátt. Hún verður ekki sizt að knsta kapps um að lifa sjálfstæðu menningarllfi, sem m. a. er fólgið í sjálfstæðri listsköp- un, sjáifstæðum, innlendum menntum og vísindum. Lítil þjóð, sem gleymir þessu, gleymir sjálfri sér. En þessu eru margir að gleyma. Þeir halda, að nú hljóti allt að koma af sjálfu sér, sjálfstæðið sé þegar fengið, og nú sé um að gera að láta sér líða sem bezt, láta matreiða allt fyrir sig og helzt mata sig ffika. Það er andvara- Ieysið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.