Tíminn - 01.12.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.12.1968, Blaðsíða 2
ssaasj TIMINN Rætt við Þorstein M. Jónsson um störf sambandslaganefndarinnar Samningarnir um sambands- lagafrumvarpið fóru fram í Al- þingishúsinu við Austurvöll dagana 1.—18. júlí 1918. í sambandslaganefndinni sátu fjórir íslendingar og fjórir Dan ir. Aðeins einn þessara manna er enn á lífi, Þorsteinn M. Jóns- son, nú 83 ára að aldri. Þor- steinn er þjóðkunnur maður, og er því ástæðulaust að kynna hann mörgum orðum. Hann sat á Alþingi fyrir Norður-Múla- sýslu 1916—23, en fluttist til Akureyrar 1921 og var þar skólastjóri gagnfræðaskólans 1935—45. Jafnframt sat hann í bæjarstjórn Akureyrar fyrir Framsóknarflokkinn. Þorsteinn hefur gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðárstörfum um dagana, og hann á eitt mesta bókasafn í einkaeign á íslandi. Þorsteinn M. Jónsson er nú búsettur í Reykjavík og er all- vel ern, þrátt fyrir vanheilsu um alllangt skeið. f tilefni af 50 ára afmæli fullveldisins snerum við okkur til Þorsteins og báðum hann að segja dálítið frá samningagerð- inni 1918. Hann tók því vel, og því kemur nú eftirfarandi við- tal við hann, fyrir sjónir les- enda Tímans. — Hvernig var vali manna í sambandslaganefndina 1918 hagað, Þorsteinn? — Þingflokkarnir völdu sinn manninn hver- Heimastjórnar- menn völdu Jóhannes Jóhannes- son, sem var nýorðinn bæjar- fógeti í Reykjavík, en sat á þingi fyrir Seyðfirðinga. Hann var forseti sameinaðs þings. Sá hluti gamla Sjálfstæðisflokks- ins, sem kallaðist Þversum- menn, kaus Bjarna Jónsson frá Vogi í nefndina, en Bjarni var þingmaður Dalamanna. Langs- um-hluti Sjálfstæðisflokksins valdi Einar Arnórsson, prófess- or, sem verið hafði ráðherra, en hann var þingmaður Árnes- inga. Loks kaus Framsóknar- flokkurinn mig. — Ilvers vegna heldurðu að þú hafir orðið fyrir valinu? — Ég var því fylgjandi, að einhver hinna eldri og reyndari manna yrði kosinn í nefndina, annað hvort Sveinn í Firði eða Ólafur Briem, en hvorugur þeirra vildi taka kosningu, of' þá fór svo, að ég var kosmn með öllum atkvæðum þing- flokksins nema mínu eigin. Ég tók mér þá umhugsunarfrest um ,hvort ég ætti að taka kjöri, en bæði samflokksmenn mínir og ýmsir af þingmönnum Siálf- stæðisflokksins, lögðu að mér að taka kosningunni, t.d. Bjarni frá Vogi, Benedikt Sveinsson, Magnús Torfason og Sigurður Eggerz. Þeir munu hafa talið mig til síns flokks hvað þetta mál snerti. — Hvernig fór formannskjör- ið f íslenzka nefndarhlutanum fram? — Við héldum fund nokkru áður en Danirnir komu hingað, og var þá fjallað um formanns kjör. Ég vissi, áð um tvo myndi vera að ræða, Jóhannes og Bjama. Eftir fyrri afskipti mín af sjálfstæðismálinu taldi ég mig standa næst Bjarna af þeim þremur, sem þarna voru auk mín. Þó taldi ég ekki heppilegt að velja hann formann nefndar- innar, og munu þó Sjálfstæðis- menn hafa ætlazt til þess af mér, að ég gæfi honum atkv. mitt. Ég óttaðist, að Danirnir litu á hann sem höfuðandstæðing sinn, vegna þess að hann hafði ætíð verið svo skeleggur í sjálfstæðisbaráttunni, og hann hafði vissulega unnið allra manna mest gegn uppkastinu 1908. Ég var fyrirfram þeirrar skoðunar, eins og raunar flestir íslendingar aðrir, að samningar myndu ekki takast, og ég vildi ekki, að þá yrði því um kennt eftir á, að það hefði haft ill áhrif á Danina, að Bjarni hefði verið formaður nefndarinnar. Ég taldi þess vegna réttara að greiða Jóhannesi atkvæði mitt, enda taldi ég, að hann væri vel séður af Dönum, en hann hafði m.a. verið í samninganefndinni 1908 og þá fylgt uppkastinu. Mitt atkvæði réði úrslitum, og Jóhannes var kjörinn formaður með tveimur atkvæðum. — Var gott samkomulag inn- an nefndarinnar? — Ég man aldrei eftir nein- um ágreiningsatriðum, en auð- vitað datt oft einum í hug það sem öðrum datt ekki í hug. — Hvernig komu dönsku samningamennirnir þér fyrir sjónir? -- Formaður þeirra var Christofer Hage, sem þá var verzlunarmálaráðherra og hafði hann verið valinn í nefndina af hálfu dönsku stjórnarinnar, en radikali flokkurinn fór þá með stjórnarforystu 1 Dan- morku. Radikali flokkurinn valdi svo í nefndina af sinni hálfu prófessor Arup, en Vinstri flokkurinn valdi J. C. Christensen, og jafnaðarmenn völdu Borgbjerg. Hage var lítill maður vexti en virðulegur í allri framgöngu og vann traust við fyrstu sýn, og mér fannst hann vera hið mesta Ijúfmenni f allri fram- komu. Hage bjó hjá Jóni Magn- ússyni forsætisráðherra, sem var afburða góður gestgjafi. Einkasamtöl Jóns við Hage hafa sennilega komið meiru til leiðar íslendingum í hag en flesta grunar. Ég hygg, að prófessor Arup hafi skilið sjálfstæðiskröfur ís- lendinga betur en nokkur ann- ar af dönsku nefndarmönnun- um, enda var hann viðurkennd ur gáfumaður og einn mesti sagnfræðingur Dana fyrr og síðar. Borgbjerg var mjög hvatleg- ur og augljóslega vel til for- ingja fallinn. Hann var alþekkt- ur fyrir hið mikla skegg sitt, en það náði langt niður á bringu. Loks var J. C. Christensen I dönsku nefndinni. Ég hafði séð hann einu sinni áður. Christ ensen var gamalreyndur stjórn- málamaður, og hann hafði ver- ið forsætisráðherra Dana 1907, og komið hingað til lands þá með Friðrik konungi 8. Þeir komu þá til Seyðisfjarð- ar. Mig hafði, eins og fleiri, langað til að sjá konunginn, og því var ég par viðstaddur sem þeir stigu á land eystra. Fyrst- ir stigu á land Friðrik konung ur og Hannes Hafstein. Og þótt Friðrik konungur væri mjög þekkilegur maður, fannst mér samt Hannes miklu kon- unglegri. Næstir þeirn gengu Jóhannes Jóhannesson, sem þá var bæjarfógeti á Seyðisfirði, og Christensen forsætisráð- herra. Christensen hefði í forn um sögum verið talinn vænn maður, því að hann var mynd- arlegur á velli. — Hvernig fór fyrsti sam- eiginlegi nefndarfundurinn fram? — Hann var haldinn í kenn- arastofu Háskóla íslands, þar sem nú er skrifstofa forseta fs- lands í Alþingishásinu, og hófst kl. 10 að morgni 1. júlí 1918. Jóhannes Jóhannesson, formaður íslenzka nefndarhlut- ans setti fundinn og bauð Dan- ina velkomna. Síðan lagði hann til, að Hage stjórnaði fundun- um eftirleiðis. En Danirnir töldu það ekki rétt, og lögðu til, að formenn hlutanna tveggja stjórnuðu sameiginlegu fundunum á víxl, og það varð ofan á. Á þessum fundi lögðu íslendingarnir fram prentað skjal, sem nefndin, ráðherrarn- ir og fullveldisnefnd Alþir.gis, höfðu komið sér saman um. I því skjali var tekið fram, að ekki væri semjandi á öðrum ÞORSTEINN M. JÓNSSON grundvelli en þeim, að ísland yrði viðurkennt fullvalda ríki, og hvort ríki um sig fengi óskoraðan umráðarétt yfir öll- um sínum málum. Þegnréttur- inn yrði aðskilinn, en e.t.v. mætti semja um sameiginlega meðferð einhverra mála, til takmarkaðs tíma. Þetta 'fannst Dönum mjög ó- aðgengilegt, og sannasí að segja leit illa út á fyrstu fund- unum um það að nokkurt sam- komulag næðist. — Urðu sameiginlegu fund- irnir langir og tíðir? — Þeir voru aldrei langir, en hins vegar jafnan mjög ræki lega undirbúnir. Hvor nefndar- hluti um sig ræddi málin ítar- lega innbyrðis. Fundi okkar ís- lendinganna sat Jón forsætis- ráðherra ætíð, og oft meðráð- herrar hans, Sigurður Eggerz og Sigurður í Yztafelli. Enn- fremur hafði íslenzka nefndin samband við fullveldisnefnd A1 þingis. Einnig var haft sam- band við flolckana og þingið yfirleitt, en ákveðið hafði ver- ið að það sæti meðan samning- ar færu fram. Það var þannig nokkurs konar bakvörður nefndarinnar. Þess var vand- lega gætt að láta aldrei koma fram neinn klofning meðal ís- lendinga meðan nefndin sat. Flesta daga voru sameiginleg ir fundir Það va'ð að sam- komulagi að hvoriv um sig sendu hinum sínar tillögur til athugunar milli funda. Þá þurfti oftast ekki nema einn maður að tala fyrir hvorn nefndarhluta um sig. Oftast mun Bjarni hafa haft orð fyrir okkur. En mig minnir, að Hage hefði langoftast orð fyrir Dön- unum, enda þótt hann væri formaður þeirrar nefndar. Sam komulag virtist sem sagt langt undan framan af. — Skildi nokkur Dananna íslenzku? — Nei, en þeir höfðu með sér túlka, og báðu velvirðingar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.