Tíminn - 01.12.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.12.1968, Blaðsíða 9
TIMINN Hátíðahöldin 1. desember 1918 „FullvcldiS fengið Sambandslögin voru sam- þykt í Landsþinginu með 42 atkv. gcgn 15, segir í fregn- skeyti fró 29. f.m. Næsta dag, 30. nóv, voru lögin staðfest af konungi og skrifaði hann und- ir þau kl. 14.40 þá um morg- uninn. Lögin gengu í gildi i ns og ráð hafði verið fy r gert, 1. desember. Þann dag var veður hjer svo fagurt sem fremst má verða um þetta leyti árs, skýlaus himinn, frostlaust og kyrrt, svo að það merktist að eins á reykj unum upp frá húsunum, að sunnanblær var í lofti, og ýtli hann móðunni, sem yfir bæ inn legst í logni, hægt og hægt norður á flóann. Sveitirnar voru auðar og mjög dökkar yfir að líta, en hrím á hæstu fjöllum, og sló á það roða v‘ð sólaruppkomuna. Ilátíðarhald í Reykjavík. Það hafði verið boðað af landsstjór-ninni, að menn skyldu koma saman við stjórn- arráðshúsið kl. 11% um morg- uninn, því þar ætti að fara fram hátíðleg athöfn, til þess að fagna fullveldinu. Á ákveð- inni stundu var þar fjöldi manna saman kominn, þar á meðal ræðismenn erlendra rikja og fyrirmenn og liðs- menn af „Fálkanum“, sem lá flöggum skreyttur á höfninni. Mynduðu liðsmenn af „Fálk- anum“ heiðursfylkingu á stjórnarráðsblettinum. En at- höfnin hófst með því, að lúðra flokkur Reynis Gíslasonar ljek „Eldgamla ísafold" Þar næst flutti Sig. Eggerz ráðherra, sem gegnir forsætisráðherra- stönfum í fjarveru Jóns Magn- ússonar, eftirfarandi ræðu frá tröppum stjórnarráðshússins: íslendingar! Hans hátign konungurinn hefur staðfest sambandslögin í gær og í dag ganga þau í gildi. ísland er orðið viðurkent fullvalda ríki. Þessi dagur er mikill dagur sögu þjóðar vorr ar. Þessi dagur er runninn af beirri baráttu, sem háð hefur verið í þessu landi alt að því í heila öld. Hún hefur þroskað oss, baráttan, um leið og hún hefur fært os> að markinu. Saga hennar verður ekki sögð í dag. Hún lifir í hjörtum þjóð arinnar. Þar lifir einnig minn ing þeirra, sem með mestri trú mennsku hafa vakað yfir mál um vorum. Hjer engin nöfn. Þó að eins eitt, sem sagan hef- ur lyft hátt yfir öll önnur á sínum breiðu vængjum. Nafn Jóns Sigurðssonar. Hann var foringinn meðan hann lifði. Og minning hans hefur síðan hann dó verið leiðarstjarna þessarar þjóðar. í dag eru tíma mót. í dag byrjar ný saga, saga hins viðurkennda íslenzka ríkis. Fyrstu drættina í þeirri sögu skapar sú kynslóð, sem nú lifir, frá þeim æðsta, kon- unginum, til þess, sem minst- an á máttinn. Það eru ekki að eins stjórnmálamennirnir, er miklu ráða um mál þjóðarinn ar, sem skapa hina nýju sögu. Nei, það eru allir. Bóndinn, sem stendur við orfið og rækt- ar jörð sína, hann á hlutdeild í þeirri sögu, daglaunamaður- inn, sem veltir steininum úr göt unni, hann á hlutdeild í þeirri sögu, sjómaðurinn, sem situr við árarkeipinn, hann á þar hlutdeild. Allir, sem inna lífs starf sitt af hendi með alúð og samvizkusemi, auka veg hins íslenzka ríkis. Og sú er skylda vor allra. Hans hátign konungurinn hefur, með því að undirskrifa sambandslögin, leitt þá hug- sjón inn í veruleikann, sem vakti fyrir föður hans, Friðrik konungi 8., sem öðrum frem- ur hafði djúpan skilning á mál um vorum. Og í gær hefur konungurinn gefið út úrskurð um þjóðfána íslands, sem blakt ir frá því í dag yfir hinu ís- lenzka ríki. Hlýr hugur hinnar íslenzku þjóðar andar á móti konungi vorum. Páninn er tákn fullveldis vors. Fáninn er mynd þeirra hug sjóna, sem þjóð vor á fegurst- ar. Hvert stórverk, sem unnið er af oss, eykur veg fánans. Hvort sem bað er unnið á höf unum, í baráttunni við brim og úfnar öldur, eða á svæði framkvæmdanna, eða í vísind- um og fögrum listum. Því göf- ugri sem þjóð vor er, þess göf ugri verður fáni vor. Vegur hans og frami er frægð þjóð ar vorrar og konungs vors. Vjer biðjum alföður að vaka yfir íslenzka ríkinu og kon- ungi vorum. Vjer biðjum aðföður að styrkja oss til að lyfta fánan- um til frægðar og frama. Gifta lands vors og konungs vors fylgi fána vorum. Svo drögum vjer hann að hún.“ Síðan skýrir Lögrétta frá því að íslenzki ríkisfáninn, klauf- fáni, sem ekki hafi sézt þar áður, hafi verið dreginn að hún á stjórnarráðshúsinu, og um leið aðrir fánar víðsvegar um bæinn. Herskipið Fálkinn heilsaði fánanum með 21 fall- byssuskoti, en foringi skipsins, kapteinn Lorck, hélt því næst stutta ræðu. Lúðraflokkurinn lék nú „Kong Kristian", og hrópað var nífalt húrra fyrir konunginum. JÓhannes Jóhannesson bæj- arfógeti flutti svo stutta ræðu fyrir minni Danmerkur. Þá lék lúðraflokkurinn „Det er et ynd igt Land“, og hrópað var húrra fyrir Danmörku. Að lokum lék lúðraflokkurinn „Ó, guðs vors lands“ og hrópað var húrra fyrir hinu íslenzka ríki. Þar með lauk athöfninni á stjórnarráðsblettinum, en kl. 2 minntist Jón biskup Helga- son fullveldisins í predikun í dómkirkjunni. í tilefni dagsins bárust lands stjórninni mörg samfagnaðar- skeyti: frá konunginum og fjölda aðila utan lands og inn- an. Meðal þeirra, sem minntust dagsins, voru íslendingar í Kaupmannahöfn. Á mjög fjöl mennri hátíð þeirra flutti Finnur Jónsson prófessor að- alræðuna, en Jón Magnússon forsætisráðherra talaði fyrir minni konungs. Jón hafði hald ið til Danmerkur í októberlok. og fylgzt þar eð lokasam- þykkt sambandslaganna 1 danska þinginu. Sigurður Jónsson, atvinnumálaráðherra 1918. Fæddur 28.1- 1852. Varð ungur fyrirvinna fóstru sinnar á Yzta- felli í Ljósavatnshreppi. Bjó á Yztafelli 1889—1917. Hélt þar uppi unglingaskóla um skeið. Ferðaðist um landið og flutti erindi um samvinnumál 1911—15. Ritstjóri Tímarits kaupfélaga og sam- vinnufélaga 1907—16. Landskjörinn þingm. 1916—25. Atvinnu- málaráðherra í ráðuneyti Jóns Magnúss. 1917—20. — Sigurður í Yztafelli andaðist 26.1. 1926. Kona: Kristbjörg Marteinsdóttir frá Lundarbrekku, og eignuðust þau sex börn. Sigurður Eggerz, fjármálaráðherra 1918. Fæddur 28.2. 1875. Stúdent Reykjavík 1895, lngfræðipróf frá Kaupmannahafnarháskóla 1903. Sýslumaður í Skaft. 1908, fékk Mýr.-Borg. 1915. Bankastjóri fslandsbanka í Reykjavík 1924—30, síðan bæjarfógeti á ísaf. og loks á Akiáeyri 1934—45. Þingm. V.- Skaft. 1912—15, landskj. þingm. 1916—26, þingm. Dalasýslu 1928 —31. Ráðherra fslands 1914—15, fjármálaráðherra 1917—20 og forsætisráðherra 1922—24. Sigurður andaðist 16.11. 1945. Kona: Sólveig Kristjánsdóttir dómsstjóra Jónssonar, og áttu þau tvö börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.