Tíminn - 05.12.1968, Síða 9

Tíminn - 05.12.1968, Síða 9
FIMMTUDAGUR 5. desember 1968. 9 1 TÍMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fnaankvæmdiastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andirés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnair: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greföshjsími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Ásknftargjald kr. 150,00 á mám. inniamlands. * — f lausasölu kr. 10,00 eiint. — Prentsmiðjan Edda h.f. Er hrunstjórnin að kasta stríðshanzkanum? „Ég held, að það sé mjög misráðið af ríkisstjórninni að leggja fram þetta frumvarp nú. Mér sýnist það koma sem hnefahögg í andlit alþýðusamtakanna, sem nú ný- lega hafa lokið miklu þingi, þar sem því var lýst yfir, að það væri alger forsenda samningaviðræðna við ríkis- stjórnina um kjaramálin, að ekki yrði gripið til neinna lögþvingana. Ég héld, að skynsamlegt væri fyrir stjórn- ina að draga þetta frumvarp til baka eins og á stendur“. Með þessum orðum hóf Ólafur Jóhannesson, formað- ur Framsóknarflokksins, ræðu sína á Alþingi í fyrradag um frumv. það, sem ríkisstj. flytur nú, og kallar „ráðstaf- anir í sjávarútvegi vegna gengisbreytingar ísl krónu“. í frv. eru mörg sundurleit atriði, og einstakir þættir þess eru að sjálfsögðu athugunarverðir sem „hliðarráð- stafanir“, en þarna er skellt í eina þvögu hinum sundur- leitustu málum. En það, sem hér skiptir máli um þetta frumvarp og er gild ástæða til þess að Ólafur Jóhannes- son mælti þá alvöruþungu viðvörun til ríkisstjórnar- innar, sem að framan greinir, er sú staðreynd, að eitt veigamikið atriði þess er beinlínis stríðshanzki, sem rík- isstjómin kastar framan í verkalýðssamtökin, eins og hún sé beinlínis að kalla yfir sig og þjóðina kjarastríð. Þetta atriði í frumvarpinu er lögþvingunarbreyting á hlutaskiptum sjómanna. Hér skal ekki um það dæmt, hvort þessi skipti geti ekki þurft einhverra breytinga við. Svo er um marga þætti í kjarasamningum, en stað- reynd málsins er sú, að hlutaskiptin hafa verið um lang- an tíma viðurkennt samningamál milli sj’ómanna og út- gerðar og stendur sú hefð á föstum grunni, og einnig hefur nýlokið Alþýðusambandsþing lýst því hreinlega yfir, að hlutaskiptakjör sjómanna séu jafn skýlaust samningamál og kaup landverkafólks. Jafnframt lýsti Alþýðusambandið yfir þeim vilja sín- um að taka framkominni beiðni ríkisstjómarínnar um samningaviðræður vel og kváðust samtökin fús til við- ræðna og samvinnu um úrlausnir í atvinnumálum við ríkisstjórn og vinnuveitendur, ef „fyrir liggi ótvíræðar og óyggjandi tryggingar fyrir því, að engar lögþving- anir verði á verkalýðshreyfinguna lagðar“. Nú mætti ætla, að ríkisstjórnin teldi nokkru máli skipta að vernda þennan markaða samningsgrundvöll við verkalýðshreyfinguna, og gætti þess því að sínu leyti, að eyðileggja hann ekki En það er annað að sjá af þessu frumvarpi. Hrunstjórnin hikar ekki við að fleygja fram lögþvingunartiliögu um veigamikla breytingu á kjörum og samningum annarrar stærstu stéttar verka- lýðshreyfingarinnar. Þetta verður vart skilið á annan veg en þann, að hrunstjórninni sé nú mest í mun að girða alveg fyrir það, að samningaviðræður við verka- lýðshreyfinguna geti íarið frarn,, þar sem hún láetur það verða sitt fyrsta verk eftir ASÍ-þingið að skella slag- brandi þvert fyrir dyr þeirra <• ðlilegu og sjálfsögðu við- ræðuskilyrða, sem ASÍ setti. Þetta er beinlínis að kasta stríðshanzkanum framan í verkalýðshrevfinguna, rétt eins og hrunstjórninni sé nú mest. í mun að loka öllum samningaleiðum og kalla sem fyrst yfir sig og þjóðina eins hatrammlegt kjarastríð og auðið er. Slíkt er svo furðulegt og óafsakanlegt ábyrgðarleysi af ríkisstjórn, eins og mál horfa nú, að um þaö eru varla til nógu sterk fordæmingarorð. Þess vegna verður að krefjast þess, að stjórnin taki frumvarpið aftur og breyti a.m.k. þessari lögþvingunartillögu. f Joseph C. Han Rusk sýndi staka snilid við innrás Rússa í Tékkóslóvakiu Tekizt hefir að einskorða ævintýri Rússa við þetta eina ríki. Tékkum sýnist verða forðað frá algerri eyðileggingu sem þjóð, og sambandið milli Moskvu og Washington er ekki rofið. MENN hafa blínt svo fast og lengi á svið bandarískra inn anríkismála, að merkilegt afrek í milliríkjastjórnmálum hefur farið að mestu framhjá þeim áq þess að þeir veittu því at- hygli. Dean Rusk. utanrlkisráðherra hefur í kyrrþey tekizt að hag ræða afleiðingum innrásarinnar í Tékkóslóvakíu af mikilli snilli. Gild ástæða er til að ætla, að niðurstaðan muni, um það er lýkur, verða eins konar kóróna á átta ára störf hans £ utanríkisráðuneytinu og afla honum og sérfiæðingum hans verðugrar virðingar. HIN umfangsmikla innrás Rússa í Tékkóslóvakíu olli Bandaríkjamönnum mesta vanda, sem þeir hafa átt við að stríða í milliríkjamálum síð an átökin stóðu um eldflauga- stöðvamar á Kúbu. Verkefnin, sem Rusk varð að leysa að mestu á eigin spýtur (af því að forsetinn var önnur kafinn við styrjöldina í Vietnam), voru, að finna leið til að bjarga Tékkum frá algerri eyðilegg- ingu sem þjóð, einskorða ævin- týri Rússa við þetta eina land og bjarga um Ieið einhverju af „brúarbyggingastefnunni“ í samsikiptum valdhafanna í Was hington og Moskvu. Og allt varð þetta að gerast samtímis. Llfsnauðsyn var að koma í veg fyrir útbreiðslu ævintýris ins Ef Rússar hefðu haldið á- fram, gert innrás í Rúmeníu og Júgóslavíu og síðan í Vest- Iur-Berlín, — nei, við skulum ekki einu sinni reyna að gera okkur afleiðingarnar í hugar- lund. Þetta hefðu orðið hin ör- örlagaþrungnustu mistök og endalok eðlilegra samskipta í milliríkjamálum. 1 LJÓST er nú, að tekizt hefur að ná fyrsta markmiðinu. Þarna var fylkt fjölmennari her og öflugri en nokkru sinni síðan að síðari heimsstyrjöldinni lauk, en nú er flóðið tekið að sjatna og fjarlægjast' landa- mæri Austurs og Vesturs í Evrópu að nýju. Rusk gerði sér tíðrætt um „valdajafnvæg- ið í Evrópu“, og valdhafarnir í Moskvu hafa tekið aðvaran-' ir hans tii greina. Þeir höfðu raskað þessu valdajafnvægi og Rusk hefur hamrað á þeirri staðreynd. En þeir eru nú að minnsta kosti byrjaðir að þok- ast í átt til sama ástands og ríkti áður en innrásin var gerð. Nægilegur herafli verður þó hafður eftir í Tékkóslóvakíu til þess að halda landinu innan hins rússneska ríkjabandalags En sá herafli verður ekki svo mikill, að yfir geti vofað fyrir varalaus skyndiinnrás hans I Úestur-Evrópu. ——mi—aifi'' 'iii—ni iniiiiiii ii Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sést hér ræða við Vassily Kuznetsov, varautanríkisráðherra Sovétríkjanna. — Myndin er tekin snemma árs 1967, en þá voru á dagskrá viðsjár fyrir botni Miðjarðarhafs. — Nú er Kuznetsov sagður til þess settur af hálfu Rús-sa að sjá um, að Tékkar snúi frá „villu \ síns vegar“. Fyrir öryggi Vestur-Evrópu er mikilvægara en allt annað að meginher Rússa sé það langt frá landamsérunum, að hann geti ekki ráðizt á Vesturlönd án þess að þau hafi að minnsta kosti mánaðar fyrirvara til undirbúnings. MÁLIN eru ekki enn komin í það horf, að þetta ástand sé komið á að nýju. En fram- vindan þokast í þessa átt og takmarkinu ætti að verða náð I höfuðatriðum eftir nokkrai vikur. Sjötnun hins rússneska her- flóðs hetur dregið úr yfirvof- andi hættu fyrir Rúmeníu og Júgóslavíu. Merkilegasta atrið ið er þó, að Tékkar og Slóvak ar halda enn lífi sem þjóð og hafa ekki enn sætt sig við stjórn rússneskra leppa. Rússar höfðu sýnilega gert ráð fyrir, að „andbyltingarsinn ar“ Dubecks yrðu að víkja f.vrir Moskvuhollum svikurum um það bil sem hinar rúss- nesku hersveitir hyrfu frá fjöl- mennustu borrrum landsins. Úr þessu hefur ekki orðið enn. Og ólíklegra sýnist með hverjum deginum sem líður. að sú verði ekki hin endanlega niðurstaða. Rússar yrðu að fylkja skriðdrekum sínum á ný á götum Prag og Bratislava til þess að koma því í kring. En þeir ættu á hættu mjög alvarlegar og háskalegar afleið ingar ef þeir reyndu þetta. Þeir eru þegar orðnir á vissan háft afhrök I augum heimsins. Ef þeir reyndu að fylkja skrið- drekum sínum á ný á götum Prag og Bratislava, yrði það þeim enn dýrkeyptara í þessu efni en hin upphaflega árás. BEZTA aðstoðin, sem Rusk gat veitt Tékkum og Slóvökum, var að aðhafast ekkert beint eða opinberlega þeim til hjálp ar. Ef her Atlantshafsbanda- lagsíns hefði verið látinn fylkja sér við landamæri Austurs og Vesturs, hefðu Rússar senni- lega tekið það sem staðfestingu á verstu grunsemdunum, sem þeir ólu í brjósti um ríkisstjórn Dubceks í Prag. Rusk treysti miklu meira á stjórnmálasamskiptin en vopna glamrið. Enn sem komið er hefur sú aðferð reynzt rétt í alla staði. Rusk á skilið hrós og virðingu allra, sem við mál- ið eru riðnir, ef umbótasinn- arnir halda velli í Prag, eins og þeir hafa gert til þessa. Jafn- vel gæti svo farið, að Rússar yrðu honum síðar þakklátir fyrir að hann forðaði þeim frá enn alvarlegri heimskupörum en þeir gerðu sig seka um. I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.