Tíminn - 21.01.1969, Qupperneq 8
ISH STEAKCS'
M4M
framleiddir eru hjá lceland Product.
r.wttrt (rr> tÁfrtr
.......-•••••••• •_.
.- ’W'"
ÞRIÐJUDAGUR 21. janúar 1969.
"7
HSKSTAUTAR OG fíSK-
STEIKUR EÐA BARA NÝ
ÝSU- OG ÞORSKFLÖK
Ef viS flettum banda-
rískum tímiritum, sjáum
viS stundum dýrðlegar
myndir af ýmsum fisk-
réttum, sem virðast
næstum ótrúlega gómsæt-
ir, a.m.k. að sjá. Þykir
mörgum sárt til þess að
hugsa, að geta ekki brugð-
ið sér út í búð og keypt
eitthvað af því, sem blöð-
in eru að auglýsa, og þá
ekki sízt, þegar tillit er
tekið til þess, að hér er
oft á tíðum um íslenzka
framleiðslu að ræða. Þetta
er íslenzkur fiskur, veidd-
ur við íslandsstrendur, en
frágenginn og framreidd-
ur í Bandaríkjunum.
i
Tvö íslenzk fyrirtælki, Ice-
land Products í Harrisburg og
Coldwater Seafood í Cam-
bridge, tilreiða fiskinn fyrir
bandaríska neytendur, og virð
ist allt 'benda til þess, að
Bandaríikjamenn séu hinir á-
naegðustu með starfsemi þess-
ara tveggja fyrirtækja. En
gaman væri, ef við, setn leggj-
um þeim til fisikinn, fengjum
tækifæri til þess að njóta fisk-
réttanna með þeim á þann
hátt, sem þeir og fá þá næstum
fuTlti'lbúna í verzlununum
I auglýsingunum má sjá
fiskborgara, fislkstauta, fisk-
steikur, fiskkökur og fieira og
fleira, en ekkert af þessu fæst
hér í verzlunutn. En hvernig
verða þessir réttir til, ,spyrja
kannski einhverjir. í tímarit-
inu Frost, 4.—6. tbl. 1968 seg-
ir frá framleiðsiu Coldwater,
og er þar m. a. sagt frá sam-
setningu fiskréttanna. Annars
er fyrsta stig framleiðslu
þessara miklu fyrirtækja að
sjálfsögðu hér heima a íslundi,
því héðan uoma fiskbiokkirnar
úr hraðfrystihúsunum, en úr
þeim er síðan unnið fyrir vest-
an.
Aðalefnið í steiktum fiskrétt
um er auðvitað fiskurinn, þá
kemur bökunardeigið, ekki ó-
svipað pönnukökudeigi og að
lokum brauðmylsnan, að því
er segir f Frosa. Samkvæmt
opiriberum stöðlum sKal vera
minnst 80% fisfcur f steiktum
fiskstautym. Brauðmyisnuefn-
in eru notuð I margvíslegum
samsetringum, 40 talsins hjá
CJoldwater, stendur ennfremur
í blaðinu.
Þegar fiskblofckinjax koma
vestur eru þær sagaðar í
frosnu ástandi niður í fisk-
stauta og fiskskammta. hvers
konar. Þegar blofckin hefur
verið söguð í réttar stærðir
fara stykkin á færibandi í
gegnum sérstaka vél, sem úðar
þau með bökunardeiginu.
Stykkin fara áfram á færi-
bandi í gegnum vél, sem sáldr
ar á þau brauðimylsnu. Þá fara
stykkin í gegnum steikingar-
vél og úr henni á færibandr-
frysti, sem frystir þau á ný á
nokkrum mínútum. Að svo
búnu eru þau tilbúin til pökk
unar. Frá því fiskbloikkin er
söguð niður og þar til varar,
er bomin tilbúin og innpökk-
uð í frystigeymsluna, líða 5 til
25 mínútur, nokkuð misjafnt
öftir því, hvað er verið ao
framleiða.
Eins og gefur að gfcilja nota
verksmiðjurnar mikið magn
af fiski til þessarar fram-
leiðsíu, og auk þess þurfá þær
fjöldan allan af kryddtegund
u,m, brauðmylsnutegundum, og
svo hveiti og olíur til steiking
arinnar.
Þegar ég var að safna saman
upplýsingum um þessa fisk-
framleiðslu úr okkar ísleuzka
hráefni vestur i Bandaríkiun-
um, varð einum þeirra, sem
upplýsingarnar veitti, að orði,
—. þótt þetta sé gort þá hafa
íslenzku húsmæðurnar það.
sem enn betra er, ný ýsu- eða
þorskflök' og a'Ian annan nýj-
an og góðan fisk, sem þær
sjálfar geta útbúið á pönnuna,
og matreitt að vild. Réyndar
getur verið þægilegt, að geta
fengið fiskinn svona nær þv!
Mltilbúinn, fyrir bær, sem
vinna úti, og hafa mikið að
gera.
Hvað sem þessu líður, hef,
ég tekið nokkrar uppskriftir,
sem standa í fiskauglýsingun
um, og þótt ekki séu fiskrétt-
irnir fáanlegir hér, getjð þið
notað aðferðirnar við nýjan
fisk, og sósurnar, sem nefnd-
ar eru geta vissulega bragð-
bætt hann engu síður en fisk
stautana og fisksteikumar.
1 auglýsingablöðum frá Ice
land Products má sjá auglýs-
ingar um fiskstauta. sem born-
ir eru fram með kartöflum.
tómötum, salatblöðum og tó-
matsósu. Svo kemur fisksteik
með kartöflumús og blönd-
uðu grænmeti, og sítrónusneið.
Fiskflökin eru með radisum og
aspas auk kaxtaflanna. f stað-
inn fyrir hamborgara má svo
bera fram fiskborgara með re
molaðisósu, frönskum kartöfl-
um og salatblaði. f pylsubrauð
er stungið fiskstaut og með
þessu er borln tómatsósa og
kartöflufiögur. Að lokum má
sjá í augiýsingunum íslenzkati
humar með sósu og sítrónu.
Svo er það pizza-fiskur
Hann er framreiddur úr fisk-
steik, en ofan á hana er látii.
spaghettisósa, kjötlaus og ost-
ur — rifinn. Þetta er bakað í
heitum efni, þar til osturinn er
bráðnaður. Með þessu er mjög
gott að bera fram ferskjur og
franskar kartoflur
Sósa á fiskborgarana er sér-
lega góð — búin til á þennan
hátt: i/2 bolli majónes, 2 mat-
skeiðar chilli-sósa, % tfsk.
Worcestershire sósa, pipar, 2
matskeiðar saxaður, grænn
pipar. Þessu er öllu blandað
saman og sósan er sett ofan á
fiskborgarann, eftir að hann
hefur vérið steiktur ög lágður
á brauðið.
Og svo er hériia vínsósa, sem
mælt er með að notuð sé með
fiskflökum. I sósunni er 1
bolli af sveppum, sem látnir
eru soðna í V\ bolJa smjör. Út
í eru bætt V\ bolla hveitis, Vt
tesk. salt, pipar, og svo er !
boila af mjólk blandað smátt
og smátt út í og að siðustu ’
bolla af hvítvíni og smávegis
papriku. Þessari sósu er hellt
yfir fiskflakið, ogfþað svo bak-
að í fremur heitum efni I 30
mínútur. Sósan á að náegja á
fisk fyrir 8 manns. Hvernig
væri nú að bjóða gestum næst
upp á fiskflöfc í staðinn fyrir
steifct læri, kjúklinga eða ann-
að því um líkt, það gæti verið
góð tilbreyting.
Fiskflök bökuð í álpappír.
Setjið frosið fiskflakið í ál-
pappír. Stráið salti yfir, og
sömuleiðis pipar og parsley.
Ofan á er lögð lauksneið og
nofcferar smjörfelípur. Vefjið ál
pappírnum vel utan um, svo
safinn renni ekfei út úr papp-
írnum. Bakið þetta svo í heit-
um efni í eina klukkustund.
Einnig er hægt að baka þeÞa
í grilli.
Árið 1954 var hafinn rekst-
ur á fiskiðnaðarverksmiðju í
Naticoke á vegum Coldwater
og framleiddi hún fiskrétti,
fiskstauta og fiskskammta, að
því er segir í Frosti. Eru þetta
nú þekktar vörur vestan hafs,
en voru þá að byi'ja að ryðja
sér til rúms. Eftirspurnin eftir
fiskréttum hefur síðan aukizt
jafnt og þétt eins og sjá má
af því að á sJ. 10 árum hefur
heildarframleiðsl an á fiskstaut
um og fiskskömmtum vestra
aukizit úr 21.80 tnillj. punda
áríð 1958 í 158.4 milíj. punda
árið 1967, eða sjöfaldazt. Á
vörulista Coldwater eru nú 127
vörutegundir, en aufe þess eru
■
Þetta er síSa úr auglýsingabæklingi um íslenzku fiskréttina, sem
Fiskstautar eru notaSir bæði einir sér og svo er líka hægt aS stinga
þeim inn í pylsubrauS og borSa þá á svipaSan hátt og pylsur.
risKSTemur pyKja iiKa nerramannsmarur i panaariK|unum.
margar tegundir ekki sýnda.
á listanum, enda eru það vör-
ur, sem fullnægja sérkröfum
viðskiptavinanna. Fjölbreytnin
er þannig rauniverulega mun
meiri en verðlistinn segir til
um eða um 250 mismunandi
vörutegundir og umbúðir
Sömu sögu er að segja um
Iceland Products í Harrisburg
Hjá þeim hefur framleiðslan
aukizt gífurlega frá upphafi.
Frá 1963 hefur framleiðslan
aukizt úr 2.4 milljónum punda
í 11.2 milljónir punda árið
1968. Á vörulista þeirra eru
100 tegundir, en beir framlerða
auk þess fjöldan allan af vör-
um eftir sórstökum pöntunum
viðskiptavina sinna.