Vísir - 26.08.1977, Side 10

Vísir - 26.08.1977, Side 10
10 VÍSIR t Itrykjapi'cnt' hf h rainkva'imlastjóri: l)a\irt (iuflnuinilssnii Itilstjórar: l>urst(‘inn l'; Issnn ábni. ólafur l{at>njrssun, Itilstjórnurfulllrúi: Bragi (Juftmundsson: Fróttastjóri crlciidra frctta: Guftmundur G. Félursson l’msjón mcft llcl^arhlafti: Arni Fftrarinsson Klaftanicnn: Anders Mansen, Anna Heiftur Oddsdóttir Edda Andrftsdottir, Kinar K Guftfinnsson. Elías Snæland Jftnsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjóri Arngrimsson. Hallgrimur M Helgason. Kjartan K Fálsson. Oli Tynes. Sigurveig Jrtnsdftttir. Sveinn Guftjönsson. Sæmundur Guftvinsson Iþróttir: Bjorn Blöndal. Gylfi Kristjánsson I tlitstcikmin: Jftn Oskar Mafsteinsson. Magnus ólafsson l.jósmyndir: Einar (iunnar Einarsson. Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Siiliistjóri: Fáll S'tefánsson Aiiglýsingastjóri: Forsteinn Fr Sigurftsson Drcifingaj st jnri: Sigurftur |t. Fótursson. Xiiglýsingar: Siftumiila s. Simar K22i><). Ktiiill. Askriftargjald kr. litóli a 111 ántifti iniiaiilaiids. Afgrciftsla Stakklmlti 2-1 simi Kfiiill Vcrft i lausasnlu kr. 711 cintakift. Ititstjnrn : Siftiimiila II. Simi Xólill. 7 liiiur. Frcntun : Blaftaprcnt hf. Nýjor aðstœður í vestrœnni somvinnu Þjóðir Vestur Evrópu og Norður Ameríku hafa í nærfellt þrjá áratugi haft með sér bandalag um öryggis- og varnarmál. Á þessum tíma hafa ýmsar aðstæður i alþjóðamálum breyst. Fyrir Atlantshafs- bandalagið og áhugamenn um vestræna samvinnu skiptir miklu máli# að skynsamiega verði brugðið við nýjum aðstæðum. Áhugamenn um þessi efni í aðildarríkjum Atlants- hafsbandalagsins hafa með sér samtök, er hafa mikilvægu hlutverki aðgegna í þágu lýðræðisins. Árs- fundur þessara samtaka hefst í Reykjavík í dag. Þar verður rætt um, hvernig mæta eigi vaxandi ógnun. Viðfangsefnið er bæði gamalt og nýtt, en mestu máli skiptir, að menn geri sér grein fyrir, að nú eru ríkj- andi ýmis önnur viðhorf en fyrir þrjátíu árum. Atlantshafsbandalagið var á sfnum tima stofnað til viðnáms útþenslustefnu Ráðstjórnarríkjanna. Um það verður ekki deilt, að það nái árangri í því efni, og það hefur æ siðan verið grundvallarþáttur í viðhaldi lýðræðisins. En sú meginbreyting hefur orðið frá stofnun Atlantshafsbandalagsins, að nú ríkir þiða í stað hins kalda stríðs milli þjóða í austri og vestri. Þessar breyttu aðstæður hafa ekki dregið úr nauðsyn Atlantshafsbandalagsins. Varnarsamstarf þjóðanna, sem þar eiga hlut að máli, er í fullu gildi og um margt mikilvægara en áður. Traust varnarsam- starf lýðræðisþjóðanna er í raun og veru forsenda þess, að unnið verði að bættri sambúð þjóða í austri og vestri, án þess að lýðræðinu sé stefnt í hættu. Áhugamenn um vestræna samvinnu ættu í vaxandi mæli að beina kröftum sínum að mannréttinda- baráttunni. Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu hefur gjörbreytt aðstæðum i þessu efni. I fyrstu stóðu menn i þeirri trú, að Ráðstjórnarríkin hefðu með þessari ráðstefnu náð þvt takmarki að tryggja óbreytt ástand í Evrópu. Reynslan hefur á hinn bóginn sýnt, ekki síst eftir undirbúningsfund Bel- gradráðstefnunnar, að mannréttindahreyfingin hefur aldrei verið sterkari en nú. Þessi nýja pólitíska staða kallar á jákvæðar aðgerð- ir lýðræðisþjóðanna. I röðum áhugamanna um vest- ræna samvinnu eru menn úr ólíkum stjórnmálaflokk- um, er sameiginlega vilja standa vörð um lýðræðið. En samtök sem þessi þurfa ekki aðeins að snúast gegn vaxandi ógnun, þau þurfa líka að sækja fram í því skyni að treysta lýðræði og mannréttindi. Að þessu verkef ni þarf að vinna án þess að stefna í hættu gagnkvæmum vilja til bættrar sambúðar. Alveg er Ijóst, að nú er fyrir hendi jarðvegur til þess að sá í. Ahugamenn um vestræna samvinnu þurfa að snúa sér að þessu verkefni í ríkari mæli en þeir sýnast hafa gert fram til þessa. Lýðræðisþ jóðirnar hafa átt í vök að verjast á síðustu árum. Sósialistar hafa fundið snögga bletti í pólitík lýðræðisþjóðanna. En einnig að þessu leyti hafa að- stæður breyst. Lýðræði hefur verið endurreist í Grikklandi og Portúgal, en einræðis- og herforingja- stjórnir þessara ríkja veiktu áður siðferðilegar stoðir Atlantshafsbandalagsins. Lýðræðið er einnig að verða að veruleika á Spáni og Bandaríkin eru laus undan smán Vietnamstríðsins og siðferðilegri upplausn Watergatemálsins. Þannig hafa lýðræðisþjóðirnar verið að styrkjast á nýjan leik. Þær þurfa að standa vel á verði gagnvart vaxandi hernaðarþrýstingi Ráðstjórnarríkjanna jafnframt þvi sem þær sækja fram í þágu lýðræðis og mannrétt- inda. Fuiltrúarnir á ársfundi áhugamanna um vest- ræna samvinnu mættu gjarnan huga að þessum nýju aðstæðum. 26. ágúst 1977 Björn snyrtir háriö á ungum viöskiptavini. Visismynd; LA „Rakarar að jafna sig eftir bítkikreppuna" — segir Björn Gíslason rakari á Selfossi í viðtali við Vísi ,,Já, já, þaö er óhætt að segja aö Selfyssingar fylgist oröiö meö hártiskunni. Rakarar eru ekki lengur sú grýla sem þeir voru”, sagöi Björn Gislason rakari á Sel- fossi, þegar Visir leit viö hjá honum. Björn hóf störf sem rakari á Selfossi fyrir tiu árum þegar hann tók við stofu fööur sins Gisla Sigurössonar. „Pabbi hafði mjög stóran hóp af fastakúnnum og fyrst eftir að ég tók við af honum byggðist vinnan á þeim. Það breyttist svo þegar ég flutti hingað niður i „aðalæðina” i bænum, og nú kemur til min fólk hvaðanæva að”. „Staða okkar rakaranna er stórbætt, sé miðað við bitlakrepp- una miklu. Nú vilja menn láta snyrta hár sitt reglulega, hafa það frekar stutt og laggott. Ég held að meistarafélagið hafi brugðist alveg rétt við á sinum tima. Þeirhafa verið að fá hingað færa menn erlendis frá til að sýna og kenna rökurum hér og til að halda sýningar. Þetta hefur vakið athygli og áhuga bæði hjá okkur og almenningi, og afleiðingin verður meíri atvinna og skemmtilegra starf”. „Nei, ég hef ekki te.úð upp simapantanakerfið ennþá. Ég hef þó fullan hug á að prófa það. Hættan er hins vegar sú að það fæli frá góða viðskiptavini sem eru vanir að setjást bara inn og biða. Mikill hluti viðskiptavin- anna er úr sveitunum hér i kring og það fólk má yfirleitt varla vera að þvi að biða á rakarastofu, svo það væri mikil hagræðing i þvi fyrir það fólk að geta pantað tima”.. v ! ^ Indriði G. Þorsteinsson skrifar um framboð sjóifstœðismanna og segir, að þeim sé eflaust bölvanlega við að hrista af sér hinn litlausa virðuleika eða lóta hann af hendi i hóvaðasamrí kosningabaróttu Ungur maöur af Engeyjarætt, Haraldur Blöndal, skrifaöi ný- verið að stærstur hluti stuðn- ingsmanna Sjálfstæöisflokksins vildi vera i friði fyrir pólitik. Hinn ungi og glöggi Sjálfstæðis- maður hitti óvænt naglann á höfðuðið með þessari setningu. Langmestur hluti almennra kjósenda i landinu vill eflaust hafa sem minnst ónæði af stjórnmálavafstri, og er margt gott um það aö segja, einkum séu timar þannig að litil þörf sé mikilla átaka. Islenzk stjórnmal leiða yfirleitt ekki af sér mikinn pólitiskan þroska. Fyrir utan einstöku hneyksli hefur póiitisk umræða siðasta áratuginn mestmegnis snúist um efna- - hagsmál, þar sem sérfræðingar virðasthafa sérstaka yfirburði i umræðum, þótt fæstir skilji út- listanir þeirra. Arlega, eða á tveggja ára fresti, hefst svo launadeila sem leysterþannig.að öllfyrri efna- hagsumræða verður dauð og ó- merk við undirritun nýrra verð- bólgusamninga. Þessi ömurlega og ófrjóa staða islenskra stjórn- mála hefur sett svipmót sitt á flokkana að kjördæmaskipan viðbættri, þar sem flokkslistar eru þannig skipaðir að hægt væri að setja bestu töltara eða skeiðafáka i efstu sætin án þess að kjósandinn fengi nokkuð við gert. Erfiðir dagar fyrir þá, sem vilja vera i friði I þessu andrúmslofti á hinn stóri flokkur, þeirra sem vilja fá að vera sem mest i friði fyrir pólitik, næsta erfiða daga. Nú um stundlr reynir flokkurinn að stjórna farsællega og hávaða- laust innan gefinna aðstæðna, sem eru arfur frá liðinni tið. Þótt forsætisráðherra flokks- ins sé ekki nema rúmlega fimmtugur og fjármálaráðherr- a hans enn þá yngri, fullnægir hvorugur þeim skilyrðum að teljast til ungra manna. Aldrei heyrist ógætilegtorð frá neinum af ráðherrum flokksins eða öðr- um forystumönnum hans, nema þá helst Albert Guðmundssyni og Davið Oddssyni. í slikum kyrrðum kemstmað- ur ósjálfrátt að þeirri niður- stöðu, að flokkurinn sé fyrst og fremst skipaður baráttuliði, sem er farsælt en litlaust, og hætti aldrei á að brjóta á móti lögmálum þjóðkirkjunnar I orð- um né athöfnum. Einn bóndi á móti þremur Hellu-mönnum Litið er farið að bera á kosn- ingaundirbiiningi hjá Sjálfstæð- isflokknum og er það I samræmi viö annað rólyndi á þeim bæ. A sama tlma og hálfdauður flokk- ur, eins og Alþýðuflokkurinn, berst um á hæl og hnakka i framboðsmálum, þótt'vafi leiki á þvi að hann komi einum manniá þing, hefur Sjálfstæöis- flokkurinn efnt til eins svæðis- prófkjörs innan Suðurlands- kjördæmis og fengið út úr þvi bónda, sem fyrst og fremst var kosinn af þvi hann var eini bóndinn i kjöri á stóru landbún- aðarsvæði á móti þremur Hellu- mönnum. Hvað slik úrslit hafa að gera með þingsetu verður ekki séð að sinni. Framboðsmál Framsókn- arflokksins hafa lika verið á döfinni, þóttmaddaman sé hæg- fara að vanda, og komin úrslit skoðanakönnunar á Vestfjörð- um. Þá er vitað að Einar Ag- ústsson er hættur við að fara austur fyrir fjall i framboð. Að likindum mun þá Reykjavikur- klfka flokksins hætta að nudda i Olafi Jóhannessyni um framboð i Reykjavik fyrst pólitiskur for- ustumaður hennar er snúinn heim. Framboðsmál i Reykjavík enn óráðin Hins vegar heyrist ekkert frá Sjálfstæðisflokknum um fram- boð, sem gæti orðið skemmtileg tilbreyting frá frystihúsanudd- inu og öðru fjármálaþrasi. Það heyrist aö visu að Björn Þór- hallsson formaður stjórnar Dagblaðsins, ætli sér i prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum i Reykjavik og stefni að þingsetu. Þá væri a.m.k. kominn maður á þing sem hefur meiningu um skatta. Væntanlega mun Björn Bjarnason skrifstofustjóri for- sætisráðuneytisins gefa kost á sér i Reykjavik. Það yrði um- talsverö andlitslyfting, enda er Björn einn af allra snjöllustu ungu mönnum, sem nú hafa af- skipti af stjórnmálum i Sjálf- stæðisflokknum. Eitt af þvi besta sem forsætisráðherra gerði við myndun núverandi stjórnar var að fá Björn i ráöu- neytiö, ungan og skjótráðan og ákveðinn mann, sem hefur létt mjög störf ráðherrans og liðkað fyrir afgreiðslu mála. Laust sæti á Vestur- landi Við lát Jóns Árnasonar, for- manns f járveitinganefndar,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.