Vísir - 13.09.1977, Page 11

Vísir - 13.09.1977, Page 11
VISIR Þriðjudagur 13. september 1977. n Kristileg iþrótt Föstudagur Loksins er að verða dálitið mildara seinnihluta dags- ins. Suður undan er regnþykkni lægðar á Grænlandshafi, en yfir okkur höfuðstaöarbúum er aöeins fremur þunn gráblika, sem sól skin oft i gegnum. Það var héla á grasi og bflum i morgun, eins og oft vill verða rétt áður en hann hlýnar. Enn er bliðskaparveður á sildarmiöum við Suðausturland, og ekki er það verra á loðnuslóö- um. En við spáum vaxandi austanátt undan Vatnajökli. Nú er verið að byrja melskurð i Þorlákshöfn, og verður haldið áfram á morgun og sunnudag. A meðan er verið að lesa bibliuna i belg og biðu á Suðurnesjum, og 70 klukkustundir eiga að duga. Þetta erathyglisverð ný iþróttagrein og sýnu kristilegri en til dæmis hnefaleikar eða kvennaglima. Hagnýt gæti hún lika verið. Mikið er nú lagt úpp úr lestrarhraða, til dæmis i sjónvarpi, og væri athug- andi að velja i framtiðinni þuli eftir þvi hvað þeir geta bunaö út úr sér bibliunni á skömmum tima. Ef óviðeigandi þætti að nota heilaga ritningu i þessu skyni, mætti bara leyna þvi með þvi aö hafa svo hraðann á, að ekki skild- ist eitt einasta orð. Laugardagur NU er kominn strekkingur á sfldarmiðin, en lygnt á loðnumiöum. Um allt norðanvert landið er bjart og stillt, og hjá oss Reykvikingum er ágætis veður. nokkuö hlýrra en fyrr. Undir kvöldiö ljúkum viö veðurbókinni með setningu . vik- unnar eftir Flosa i Þjóðviljanum i dag: „Það er óbærileg tilhugsun að dansa tangó við konu, nema maður nái henni riflega upp fyrir mitti”. Eins og gleðitár SunnudagurÞetta var bliður dag- ur eftir að talsvert hafði rignt um nóttina i Reykjavik. Hitinn var að visu nokkuð undir meðallagi, en sólin skein, og fáir regndropar voru ekki nema rétt eins og gleði- tár. Gleði mun þó óviða hafa ver- ið meiri á landinu um þessa helgi en á Hornafirði. Þar var verið að salta nýju sildina á laugardag, en sildarsvuntur hafa þar verið fáséðar i háa tið. Eftir erfiði dagsins var slegið upp balli. Og þar i sveit eru uppskeruhorfur kartaflna sérlega góðar á þessu ári. Maður fær bara vatn i munn- inn af svona fréttum, ný sild, nýj- ar kartöflur, ball um dimma sið- sumarnótt. Veður fyrirfram og eftirá Mánudagur. Nú er hann orð- inn norðlægari, og talsverður strekkingur úti á flóa, þó að inn undir Elliðaám sé vindur hægur. Loftið er afar tært, eins og vill verða, þegar það er ættað noröan að, en um leið kaldara én fyrr, sólarhringshitinn aðeins 5 stig móti 9,5, sem er meðallagið á þessum árstima. Sjónvarp segir verður hafa verið kyrrt og fagurt á reisu Þorbjarnar hins sænska fyrir austan fjall, en i sumum fréttamyndunum brá þó fyrir ansi snörpum gustum i uppsveit- um Arnessýslu i sólskininu. Þetta sýnir, að þaulvanir fréttamenn geta jafnvel verið i vanda að lýsa veðri eftir á á góðviðrisdegi. Hvað mundi þá um erfiðleika okkar spámanna að lýsa þvi fyrirfram á illviðrisdegi? Annars er mér þessi heimsókn sænska forsætisráðherrans gleðiefni. Mér finnst hún benda til, að nú sé um það bil að ljúka þvi svartnærtti hatursáróðurs gegn Svium og öllu sænsku, sem hefur legið hér i landi i rúman áratug. Það hófst með þvi að tveir Sviar á ferðalagi hér lýstu undrun sinni á þvi að við skyldum láta erlent setulið hafa einkarétt á sjónvarpi til lands- manna. Þetta var meira en Mogginn þoldi og velvakendur hans og húsmæður, og sfðan hefur mikill hluti þjóðarinnar varla getað litið ýmis sænsk snilldar- verk i sjónvarpinu réttu auga, svo dæmi sé nefnt. Göngur og megrun ÞriðjudagurNú er hann hægari af austri, en kaldur , þó talsveröur sólarglenningur og þurrt fram á kvöldið. Þá fór að rigna verulega, og yfirleitt hefur það verið einkenni á úrkomu vikunnar, að „Ætlið þiö ekkiaðhætta þessum ögrunum Iminn garö?” hún hefur fallið á nóttunni. Þegar ég var i sveitinni i gamla daga, var það þennan þriðjudag sum- ars, sem fyrstu gangnamenn á Arnarvatnsheiði lögðu upp, til þess að leita Jökulkrókinn svo- nefnda milli Eiriksjökuls og Langjökuls, en ofan komu þeir á sunnudag. En óviða voru lömb feitari en i þessum efstu grösum. Nú er hins vegar hafður uppi áróður gegn feitu keti, og varla mundu þeir forsvarsmenn megr- unar i sjónvarpinu i kvöld vilja brjótast með ærnu erfiði og kostn- aði upp i Jökulkrók eftir þeirri vöru. Þvi stygg voru þessi lömb, og stundum varö að elta þau svo að mörinn i þeim bráðnaði, að sagt var. Réttindaleysi og gos Miövikudagur Kennslan er að byrja i grunnskólum, og þau gleðitiðindi eru sögð, að flestir eða allir kennarar i Reykjavik muni verða meö full réttindi til starfa sins. Þeir geta nú barið sér á brjóst og sagt hreyknir: Guö, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn. Þeir réttindalausu verða hins vegar eins og tollheimtumaðurinn i bibliunni aö biðja guð að vera sér syndugum liknsamur og láta sig hafa stöðu úti á landi til að kenna sveita- vargi. Þorbjörn og Sólveig halda heim i dag i sama austan og norðansvalanum og hefur verið siðustu dagana. Fimmtudagur Það hefur rignt siðustu nótt eins og oftar i vik- unni, en i dag er hægur norðan- vindur og kuldi meiri en áöur, þetta er rétt eins og októberveður nema hvað sólin er hærra á lofti A sjötta tlmanum siödegis er mikið spurt um flugveður noröur I Mývatnssveit, og þaö fylgir meö, að nú sé von á gosi eftir 15 minút- ur eða svo. Þetta stóöst með furöulegri nákvæmni. 1 skyndi gerði himnafaðirinn allsherjar hreingerningu á norðlenskum himni, svo að glóandi hraunfossar litu sem fegurst út i forvitnum augum i ljósaskiptunum. I þriðja sinn hefur náttúran hrópað til Kröflunga: Ætlið þið ekki aö hætta þessum ögrunum i minn garð? Er hægt að ætlast til óendanlegrar þolinmæði af mér? Ég framlengi vixilinn einu sinni enn. „Þetta er athyglisverö ný Iþróttagrein og sýnu kristilegri en til dæmis hnefaleikar.” BARÁTTU FYRIR BÆTTUM KJÖRUM Frá fundinum aö Hótei Esju. (Ljósm. EGE) Þá samþykkti fundurinn áskor- un á stéttarfélag kennara um að vinna að sameiningu kennara á öllum skólastigum i eitt félag. Var bent á, aö ástandið i launa- málum kennara og kennaraskort- ur sýni svo ekki veröi um villst þörfina fyrir slika sameiningu. Loks var þeirri eindregnu ósk beint til útvarpsráös, að á kom- andi vetrardagskrá verði fastur þáttur um skólamál i hljóðvarpi hálfsmánaðarlega og i sjónvarpi mánaðarlega. 1 stjórn Félags skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastiginu eru þeir Asgeir Guömundsson formaður, Böðvar Stefánsson, Ölafur H. Öskarsson, Pétur Orri Þórðarson og Vilbergur Július- son. 1 félaginu eru nú þegar um 160 skólastjórar og yfirkennarar af 260 er starfa á grunnskólastig- inu. — SG nægjandi menntunar og réttinda. Hér er ekki aðeins vegið aö stétt- arfélögum skólamanna, heldur kemur fram ódulin litilsvirðing á störfum þeirra. Fyrst og fremst hlýtur þessi stefna stjórnvalda þó aö bitna á skólastarfinu i heild og þar með á nemendum. Fundurinn þakkar þvi einarö- leg viðbrögö S.B.R. i þessu máli og lýsir fullum stuðningi við þá stefnu aö ráöa einungis réttinda- menn til starfa. Fundurinn skorar á mennta- málaráðherra, skólayfirvöld, for- eldra og aöra þá, er láta sig upp- eldis- og fræðslumál varöa, aö styðja skólamenn i baráttunni fyrir bættum kjörum, bættri stöðu og betri skóla.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.