Vísir


Vísir - 13.09.1977, Qupperneq 24

Vísir - 13.09.1977, Qupperneq 24
VÍSIR ^tnil (smti Mesti slysatím- inn framundan Nú fer í hönd mesti slysatiminn i umferðinni. Haustmánuðirnir hafa á undanförnum árum reynst ökumönnum/ og einnig gangandi vsgfar- endum erfiðir og þá hafa slysin orðið flest. „Nú má fara aö búast viö mjög breyttum aöstæöum”, sagði Óskar Ólason yfirlög- regluþjónn i Reykjavik i sam- tali við Visi i morgun. „Veðrið i gær og svo aftur i dag er ágætt dæmi um hvernig aðstæður breytast stöðugt þessa dag- ana”. Dauðaslys i umferðinni i Reykjavik hafa orðið jafnmörg núna i september og á sama tima i fyrra eða fimm talsins. Slysum hefur hinsvegar fækkaö verulega, þvi að nú hafa um 30 færri slasast i Reykjavik heldur en á sama tima i fyrra. Þar munar mest um að slysum á börnum hefur fækkað mjög mikið”. Nú hefur ökuhraðinn á götum borgarinnar verið hækkaður úr 45 km á klukkustund i 50 kiló- metra. ,,Já, það er rétt”, sagði Ósk- ar. ,,En það er ekki þar með sagt að ökumenn eigi sam- stundis að auka hraðann Þessi fimmtiu kilómetra hámarks- hraði er miðaður við bestu að- stæður. Nú fer hinsvegar skammdegið i hönd, ising fer að myndast á götunum og aðstæð- ur allar að versna að mun. Það er þvi full ástæða til að hvetja alla sem leið eiga um borgina, hvort sem þeir eru gangandi eða fara með einhvers konar farar- tækjum að sýna fyllstu að- gætni”, sagði óskar að lokum. —GA Pessi „klukka ” sýmr hvernig slysin í september i fyrra skiptust niöur á sólarhringinn. Dökku plattarnir eiga við árið i fyrra en þeir röndóttu við árið 1975. i fyrra urðu 257 slys i september. 11% þeirra urðu i kringum hádegisbilið eins og sjá má, og er hádegið ásamt þeim tima þegar flestir koma heim úr vinnu, frá kl. 17-19, hættuieg- asti timinn i umferðinni. Bjargað úr lífsháska út af Vestfjörðum Varnarliðsmenn björguðu bandarisku loftbelgsförunum tveimur um fimm-leytið i gær. Þessar myndir voru teknar um það leyti. A minni myndinni sést loftbelgurinn nókkru áður en hann nauðlenti, og sjást menn- irnir tveir greinilega i körfunni. A stærri mytidinni eru loftbelgs- menn nauölentir á hafinu, og björgunarbelti er á leið til þeirra ofan úr þyrlunní. Björgunin gekk i alla staði vel, og komið var með meonins tvo til Reykjavikur i gærkvöldi, einsog nánar segir frá á forsiðu blaðsins i dag. ESJ VERKFRÆÐINGADEILAN LEYST — samið um þrjár kauphœkkanir á þessu ári Arnarflug: Nýja flugvélin flýg- Undirritaður hefur ver- ið nýr kjarasamningur Stéttarfélags verkfræð- inga og samninganefndar Reykjavikurborgar. Sarnningurinn gildir að- eins í sex mánuði eða til 15. mars og má því segja aö hér sé aðeins um bráðabirgðasamkomulag að ræða. Samkvæmt samningnum hækka laun verkfræðinga nú þegar um 7,5% og siöan um 3% þann 1. nóvember og aftur um 3% 1. desember. Einnig hafa verið gerðar nokkrar minniháttar breytingar til dæmis varðandi greiðslu ið- gjalda til lifeyrissjóðs og hækk- un á slysatryggingarfjárhæð i sex milljónir króna. Þessi atriði koma fram i sam- eiginlegri yfirlýsingu aöila sem send var fjölmiðlum. Var hún raunar eitt af atriðum sam- komulagsins og er Visir hafði samband við Gunnar H. Gunnarsson blaðafulltrúa verk- fræðinga i morgun vildi hann ekki ræða þessa samninga frek- ar. —SG ur fyrir Britanniu Hin nýja flugvél Arnarflugs er farin tií Bretlands og verður á næstunni i leiguflugi fyrir breska flugfélagið Britanniu. Að sögn Magnúsar Gunnars- sonar f r a m k væ m das t jóra Arnarflugs er ekki ákveöið hve langan tima þetta fyrsta verk- efni vélarinnar tekur fyrir Britanniu, en hún mun aðallega vera i ferðum til Miðjarðarhafs- landanna og Þýskalands. öll áhöfn vélarinnar er starfsfólk Arnarflugs. —SJ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.