Vísir - 17.09.1977, Page 3

Vísir - 17.09.1977, Page 3
Laugardagur 17. september 1977 3 Mormón- ar þinga á morgun Mormónakirkjan heldur ráðstefnu á sunnudaginn i fundarsai Lagadeildar Háskólans að Lögbergi, og hefst hún kl. 10 fyrir hádegi. Tveir eriendir gestir munu þar flytja erindi, en ráöstefn- an er öllum opin. t frétt frá kirkjunni segir, aö félagar i henni hér á landi séu 55 auk 75 Bandarikjamanna á Keflavikurflugvelli. Kirkjan hefur nýlega samþykkt byggingu kapellu á tslandi. ESJ. Bílgreina- menn þinga í dag Sjöundi aöalfundur Bflgreina- sambandsins hefst i dag laugar- dag 17. september aö Hótel Loft- leiðum, Reykjavik. Um 120 manns, félagsmenn og konur þeirra munu sækja fund- inn, sumir hverjir koma langt aö, utan af landi. Auk venjulegra aöalfundar- starfa munu fulltrúar sérgreina innan sambandsins halda meö sér fundium sin innri málefni. Þessir hópar eru m.a. bilainnflytjendur, bilamálarar og bilasmiöir, eigendur gúmmiverkstæöa og smurstöövaeigendur. Verölags- mál munu veröa sérstaklega rædd á fundinum. Aö loknum fundinum verður dansleikur fyrir fundarmenn og gesti þeirra í Lækjarhvammi, Hótel Sögu. Tómas hjá SÞ Tómas A. Tómasson, sendi- herra, hefur nú tekiö viö störf- um sem fastafulltrúi tslands hjá Sameinuöu þjóöunum i New York. Tómas afhenti Kurt Wald- heim, aöalritara, trúnaöar- bréf sitt nú i vikunni. — ESJ Nóg af kaffi hjó Lions- mönnum í Lœkjarbotnum Lionsklúbbur Kópavogs hefur sina árlegu kaffisölu f Kópaseli — sumardvalarheimilinu f Lækjar- botnum — á morgun, sunnudag- inn 18. september frá klukkan 14-18. Þá verður réttaö I Lög- bergsrétt, en sú hefö hefur mynd- ast aö þann dag selji Lionsmenn kaffi til styrktar Minningarsjóöi Brynjúlfs Dagssonar héraös- læknis. Ur þeim sjóöi eru börn I Kópavogi styrkt til dvalar f Kópa- seli eöa á sveitaheimilum. Lionsmenn f Kópavogi höföu forgöngu um byggingu Kópasels I samráöi viö Kópavogskaupstaö og eru nú byrjaöir á viöbyggingu viö húsiö, sem er orðiö of Htiö. Lionsmenn ganga sjálfir um beina að venju og munu reyna aö sjá til aö nóg veröi af heitu kaffi á könnunni til þess aö hlýja mönn- um 'eftir réttarvafstriö og ekki skortir heldur gómsætar kökur. !*m>Á!étrSb; EI' /pitftonnKmn ~ , w x LM " |m rpsi „Spilabankinn hefur ekki ver- iö reistur enn”, sögöu þeir félagar. „Okkur hefur gengið fremur erfiölega aö fá lóö undir stórhýsiö, en nú hefur þó veriö ákveöið aö þaö rlsi á Sprengi- sandi. Viöerum nokkuö ánægöir meö þá staösetningu og ekki er aö efa aö viöskiptavinirnir veröa þaö lika, vegna þess aö bllastæðin eru út I þaö óendanlega”. Hönnuöir seðlanna eru áður- nefndir þremenningar. Þeir voru spuröir um útlit þeirra. „Þúsund krónu seöillinn er minnstur, enda bará smámynt. A honum er mynd af Breska Ijóninu, sem er gæiudýr okkar. A fimmþúsund kallinum, sem er aöeins stærri, er mynd af Valúdu Skreiðfjörö einkaritara. Tuttuguþúsund króna seðilinn prýöir falleg mynd af Spila- bankanum og hesthaus er á tíu- þúsundkallinum. Viö banka- stjórarnir erum svo á stærstu seölunum 50 og 100 þúsund króna seölum.” Ctgáfa þessi er I beinu sam- bandi viö „Utvegsspiliö”, spil eitt mikið sem sett verður á markað í október. Spil þetta er ekki óskylt Matador, en þó meö öllu ólikt. „Viö erum á þeirri skoöun aö Útvegsspilið sé mjög þroskandi fyrir alla fslendinga. Þar reynir dálitiö á fjármálavit, en þaö vit er hverjum manni nauösynlegt I okkar ágæta þjóöfélagi. Viö teldum reyndar rétt fyrir eigendur frystihúsa aö loka þeim húsum sem eftir er aö loka, og snúa sér aö þessu. Þeir geta örugglega lært mikiö á þvl. —GA „Jú, þvl er ekki aö neita aö viö höfum veriö meira en lítiö hræddir um að einhverjum dytti I hug aö stela þessu”, sögöu þeir Haukur Ilalldórsson, Tomas Tómasson og Jón Jóns- son i samtali við VIsí. Þeir eru þrfr aðal-bankastjórar Spila- bankans, en á vegum þess banka hefur verið unniö aö útgáfu á 99 milljöröum króna I islenskum seölum, sem koma I umferð um miöjan næsta mán- uö. Bankastjórarnir Jón Jónsson, Tómas Tómas- son, og Haukur Halldórs- son viröa fyrir sér bunk- ana. Prentarar og lög- gæslumenn fylgjast meö. Þeir sem unnu aö prentun seðlanna fengu tug- milljónir í áhættuþóknun, vegna liklegra innbrota og vopnaðra rána. Visismynd EGE. j______________________________________________________________ Fegurð í fyrirrúmi á sýningu fegrunarsérfrœðinga í Laugardalshöll Kolbrún Siguröardóttir fegrunarsérfræöingur aö störfum. Samband Islenskra fegrunar- sérfræðinga tekur þátt I sýningu hárskuröar- og hárgreiöslu- meistara I Laugardalshöll á sunnudaginn, 18. september. Fegrunarsérfræöingarnir munu kynna starfsemi þá, sem fram fer á snyrtistofum þeirra, en þær eru 8 talsins. A sýning- unni verða og kynntar vörur ýmissa snyrtivöruinnflytjenda og sjá fegrunarsérfræöingar um þá kynningu. Munu þeir gefa sýningargestum leiðbeiningar um val og notkun snyrtivara. Þau vörumerki, sem kynnt veröa eru: Clinique, Coty, Ellen Beatrix, Estee Lauder, German Monteil, Jovan, Juvena, Lan- come, Max Factor, Phyris og Pierre Robert. Samband fslenskra fegrunar- sérfræðinga var stofnaö fyrir 12 árum og var fyrsta sýning þess haldin i Tjarnarbúö dagana 3. — 10. júli 1966. _ sj Dagur dýranna helgaður villtu dýrunum „Fleiri eiga rétt til landsetu.../' „Þaö eiga fleiri rétt til lands- setu hér en hinir tvifættu herrar sköpunarverksins er kalla sig tslendinga og þau dýr er þessir sömu herrar hafa sér til lifsviöur- væris.” Þannig hefst ávarp Sambands dýraverndunarfélaga íslands til fólks í tilefni að Degi dýranna, sem er á morgun sunnudaginn 18. september, en i þetta sinn er dagurinn helgaður villtum dýrum á íslandi. 1 ávarpinu segir aö okkur mönnunum hætti til aö vanmeta þaö gildi sem dýrin á landi og i sjó hafi og þann rétt sem þau óumdeilanlega hafi til landsins. „Við troðum meira og minna á jiessum rétti, án umhugsunar. Og þegar hagsmunir manna og dýr- anna i landinu rekast á — hver hefur þá sitt fram? Stjórnin skorar á yfirvöld aö taka upp nýja stefnu i þurrkunar- aðgerðum á mýrum og ööru vot- lendi, þanni aö aldrei veröi þurrk- að upp landsvæöi án þess aö ná- kvæmar athuganir sérfræðinga á lifríkinu veröi látnar ráða. Einnig skorar stjórn S.D.l á yfirvöld að sorpi og fiskúrgangi verði eytt á annan hátt en nú er, þannig aö fuglar komist alls ekki að honum. Þá mun náttúran sjálf sjá til þess að fjölgún þeirra hald- ist i skefjum. SJ Merkjasala Menningar- og minningarsjóðs kvenna er í dag Ariegur merkjasöludagur Menningar- og minningar- sjóös kvenna I dag laugar dag. Tilgangur sjóösins er aö vinna aö menningarmálum kvenna m.a. meö þvl aö styöja konur til framhalds- náms, rannsókna og ritstarfa. —ESJ.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.