Vísir - 17.09.1977, Side 10

Vísir - 17.09.1977, Side 10
Laugardagur 17. september 1977 VISIR 10 VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davíö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur G. Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Árni Þórarinsson. Blaöamenn: Anders Hansen, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Óskar Hafsteinsson, Kjartan L. Pálsson, Magnús Ólafsson, Óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi Auglýsingar: Siöumúla 8. Símar 82260, 86611. innanlands. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 sími 86611 Verö i lausasölu kr. 80 eintakið Ritstjórn: Siðumúla 14. Sími 86611 7 línur Prentun: Blaöaprent hf. Þörf nýrrar frelsisbaráttu Mörgum hefur reynst erf itt að átta sig á því hvers konar efnahagskerfi við búum við hér á landi. Hvað sem menn vilja kalla það fyrirbæri, verður þeim Ijóst við athugun málsins, að við eigum enn talsvert langt í land með að búa við fullkomlega frjálsa viðskipta- hætti og frjálst markaðshagkerfi. Þessi atriði er rétt að leggja áherslu á einmitt i dag, þegar haldiðer upp á 60 ára afmæli Verslunarráðs Is- lands, en þau samtök hafa mótað tillit til heildarhags- muna atvinnulífsins og þjóðarinnar allrar en ekki sér hagsmuna einstakra atvinnugreina. Verslunarráð Islands er samnefnari um 400 fyrir- tækja og samtaka í viðskiptalífinu sem hefur að leið- arljósi að stuðla að frjálsum viðskiptaháttum og frjálsu markaðshagkerfi. Ráðið vill að hér ríki frelsi, jafnrétti og heiðarleg samkeppni á öllum sviðum at- vinnurekstrar. Forráðamenn Verslunarráðsins hafa bent á, að einungis heilbrigt og traust atvinnulif, geti tryggt landsmönnum atvinnuöryggi, tæknilegar framfarir og góð lífskjör. Til þess að hægt sé að ná þessum markmiðum þarf aðgeraýmsar grundvallarbreytingar á sviði atvinnu- málanna. Meöal þess, sem ofarlega er á blaði eru um- bætur á skattlagningu atvinnuveganna, og frjálslegri verðmyndun á vöru og þjónustu atvinnuveganna en nú tíðkast. Þörf er á að örva og ef la frjáls utanríkisviðskipti og koma á frjálsum gjaldeyrisviðskiptum, gera þarf við- skiptabönkunum kleift að starfa á þann hátt, að jafn- vægi náist milli framboðs og eftirspurnar eftir lánsfé og gera alltaf f jármagnsmarkaðinn sem frjálsastan. Gisli V Einarsson, formaður Verslunarráðsinsgerir stöðuna á fjármagnsmarkaðinum meðal annars að umtalsefni í nýútkomnu afmælisriti ráðsins og líkir á- standinu nú við ástandið á vörumarkaðinum á árun- um milli 1950 og 1960. Við búum enn við hafta- og skömmtunarkerf i í lána- og peningamálum og ýmsar reglur og lög se.m torvelda það, að f jármagn þjóðar- innar leiti í arðbærustu atvinnustarfsemina. Gísli seg- ir, að við höfum dregist aftur úr, svo að nýskipan þessara mála sé brýnni en ella. Ef arðsemin fái ekki að stýra atvinnustarfseminni í landinu og því hvert f jármagnið leiti, getum við ekki vænst þess, að þjóð- artekjur okkar vaxi það hratt að Island geti boðið sömu lífskjör og nágrannaþjóðir okkar. Þeir sex áratugir sem Verslunarráð islands hefur starfað hafa verið tímar mikilla þjóðfélagsbreytinga og örrar atvinnuuppbyggingar. Margt hefur verið vel gert, og bjart yfir á köflum, en skuggi hafta og frels- isskerðingar hefur hvílt yfir atvinnulífinu á vissum tímabilum. Þjóðin er enn ekki laus úr haftaklafanum og þarf því að hrista hann af sér. Það er ekki alls kostar auð- velt, þar sem viss stjórnmálaöfl vilja hafa tögl og hagldir á sinu valdi og hafa með höndum úthlutun lífs- gæðanna og ráðstöfun fjármagnsins og eru þess vegna andvíg því að þessir þættir verði hinum al- menna borgara of aðgengilegir. Frelsiskerðingunni verður að hafna og hef ja af al- efli baráttu fyrir fullu frelsti til starfsemi, jafnrétti varðandi starfsgrundvöll og þeim breytingum sem þarf að gera til þess að heiðarleg samkeppni blómgist á öllum sviðum atvinnurekstrar. „Siðamól lœkna þarf að endurskoða" ,,A siðustu 5-10 árum hafa oröiö ýmsar breytingar i starfs- háttum og viðhorfum lækna viöa um heim. Þvi þarf aö kynna iæknum hér ný viöhorf og breyttar regiur I samræmi viö þau viöhorf.”, sagði Tómas A. Jónsson, formaöur Læknafélags Islands, i tilefni af læknaþingi, sem stóö yfir 15. og 16. þ.m. Þing þetta er haldið annaö hvert ár.og aö þessu sinni fjaliar þaö um siömál iækna. A blaöamannafundi, sem haldinn var af þessu tilefni, kom fram, aö siðan Læknafélag ts- lands samþykkti siöast siöa- reglur sinar, áriö 1968, hefur Al- þjóðalæknafélagiö gert marg- háttaöar samþykktir og gefið út yfirlýsingar I Ijósi breyttra tima. Þessi atriöi veröa aö ýmsu leiti höfö tii hliðsjónar viö endurskoðun siöaregla Lækna- félagsins. Tómas A Jónasson, formaöur Læknafélags tslands: „Þaö þarf aö kynna læknum ný viöhorf og breyttar reglur I samræmi viö aiþjóöiegar breytingar.” Visis- myndir: EGE. Þrír gestir á þinginu A læknaþingi nú eru tveir er- lendir gestir og einn islers.kur, dr. phil. Páll Skúlason, prófess- or i heimspeki viö Háskóla Is- lands. Hann flutti inngangser- indi, þar sem hann mælti gegn hlutleysi og hreinni tæknihyggju i þeim visindaiðkunum, sem sneru aö læknisfræöinni, en hélt fram þeirri skoöun, aö gildis- mat og viðhorf siðferöilegs eölis væru mun mikilvægari i mótun visinda og viðgangi þeirra en al- mennt væri viöurkennt. Dr. phil. Clarence Blomquist, dósent við Stokkhólmsháskóla, ræddi ný og breytt viðhorf til læknisfræðilegrar siðfræöi. Hann er aðalhöfundur að siða- reglum Alþjóðafélags geð- lækna, sem fram eru settar i áð- urnefndri yfirlýsingu frá Haw- aii i þessum mánuði. Dr. Blom- quist hefur ritaö mikið um siö- fræðilækna og á sæti i miðnefnd sænska læknafélagsins. Hinn erlendi gesturinn á Læknaþinginu er dr. med. Povl Riis, sem er prófessor við Kaup- mannahafnarháskóla og yfir- læknir viö Herlev-sjúkrahúsið. Hann talaði á þinginu um siðræn vandamál tengd meöferð dauð- vona fólks og þeirra, sem þjást af ólæknandi sjúkdómum. Hann er formaður rannsóknarráðs á vegum Evrópuráðsins, sem m.a. fjallar um siðamál og átti þátt i endurskoðun á alþjóðleg- um reglum um verndun þeirra sjúklinga, sem læknisfræðilegar rannsóknir eru gerðar á. Ekkertákvæöi um rétt sjúklingsins Á áðurnefndum blaðamanna- fundi var m.a. rætt um misbeit- inu læknisfræðinnar i pólitisk- um tilgangi, réttindi dauðvona fólks, hættuna á misnotkun læknisfræðilegra upplýsinga um einstaklinga og rétt þeirra sjúklinga, sem gangast undir hvers kyns aðgerðir, á upplýs- ingum um þær. t þvi sambandi kom fram, að enginn slikur formlegur réttur er fyrir hendi i lögum Læknafélags tslands, þar sem hann hefur ávallt þótt sjálf- sagður. En eftir undangengnar umræður og samþykktir Alþjóö- læknafélagsins má búast við aö sá þáttur verði meöal þeirra sem kannaður veröur i endur- skoðun siðareglna islenskra lækna, Codex ethicus. Niðurstöður læknaþings verða birtarsiðar. —HHH. Spurningunni um þaö, hvort einhverjar sérstakar ástæöur lægju aö baki þvi aö siöamál lækna eru tekin til umfjöliunar nú, svaraöi Tómas: „Astæöurn- ar eru einkum tvenns konar. t fyrsta lagi veröa á þessu ári og þvi næsta starfandi nefndir, sem eiga aö endurskoöa lög og siöareglur Læknafélags tslands. t ööru lagi teljum viö nauösyn á þvi aö endurskoöa siöareglurn- ar alltaf á nokkurra ára fresti.” Alþjóðadeilur um siða- málin Sem fyrr greinir, hefur Al- þjóðalæknafélagið gert ýmsar samþykktir, sem varða siðamál lækna, á undanförnum árum. Má þar nefna yfirlýsingu um fóstureyðingu, aðra um rétt dauðvona fólks og þá spurningu, hvort halda eigi I lif þess gegn vilja þess, yfirlýsingu um pynt- ingar og stöðu lækna gagnvart yfirvöldum i þeim efnum, og einnig leiðbeiningu til lækna varðandi notkun á fólki til rann- sókna ýmis konar. Þar er þó aö- eins um ráðleggingu að ræða, tekið er fram aö hún geti ekki losað lækna undan skyldum viö viðkomandi stjórnvöld. Loks má nefna yfirlýsingu, sem gefin var út eftir alþjóðlegan fund á Hawaii fyrr á þessu ári. Þar er fjallað um siðfræði sálfræði- lækninga, og urðu miklar deilur á þeim fundi vegna ásakana um misbeitingu á sálfræðikunnáttu i Sovétrikjunum. Dr. Povl Riis frá Danmörku, aöalritstjóri danska lækna- blaösins, hefur oft áöur komiö hingafitil Iands til fyrirlestra- halds. Dr. Clarence Biomquist, frá Sviþjóö hefur haft mikil afskipti af deiium varöandi siöamál geölækna og misbeitingu sál- fræöilegrar þekkingar. ENN VERÐUR DREGIÐ ÚR ÚTLANUM BANKA! Ýmsar innlánsstofnanir veröa aö minnka útlán sin töluvert þaö sem eftir er ársins, ef þær eiga aö ná þvi marki, sem samkomu- lag hefur náöst um miili bank- anna. Þetta kemur fram i frétt frá Seölabankanum i gær, en bankastjórn Seölabankans hef- ur haldiö fund meö bankastjórn- um viöskiptabankanna og fuiltrúum sparisjóöanna til aö ræöa framvindu og horfur I út- lánamáium á grundvelli taln- anna fyrir átta fyrstu mánuöi ársins. í frétt Seölabankans segir m.a.: „Útlánaaukning viðskipta- bankanna, að frádreginni endursölu, varð 26,5% fyrstu átta mánuði ársins. Eru útlánin þvi þegar komin töluvert yfir það mark, sem sett hafði veriö fyrir árið i heild. t þessu sam- bandi verður þó að hafa i huga, að allmikilla árstiðabundinna sveiflna gætir i útlanastarfsemi bankanna og dragast útlán venjulega saman I lok hvers árs. Þannig minnkuðu útlán sið- ustu fjóra mánuði siðastliöins árs. Vegna misræmis i þróun útlána og innlána siðustu mán- uöina hefur lausafjárstaða flestra bankanna versnaö veru- lega. Af þessari ástæðu er ljóst, að útlánagetu þeirra verður mjög þröngur stakkur skorinn fyrst um sinn. A framangreind- um fundi voru menn sammála um það, að við þessar aöstæður sé óraunhæft að hækka það útlánamark, sem sett var i upphafi ársins, þótt likur séu á nokkru meiri almennum verð- lagshækkunum á arinu I heild innan þess 20% hámarks, sem sett var i ársbyrjun, enda er ekki útlit fyrir að aukning ráð- stöfunarfjár I formi innlána leyfi meiri útlánaaukningu. Til þess að þetta mark náist veröa ýmsar innlánsstofnanir að minnka útlán sin töluvert það sem eftir er ársins.” —ESJ

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.