Vísir - 17.09.1977, Qupperneq 11

Vísir - 17.09.1977, Qupperneq 11
VISIR Laugardagur 17. september 1977 15 Verslunarráð íslands er 60 óra í dag: EKKI ER HÆGT AÐ HALDA VERÐ- LAGI LENGI NIÐRI MEÐ HÖFTUM segir Gísli V. Einarsson, formaður ráðsins, í afmœlisviðtali „Verðstöövun og verömyndun- arhöft eru algjörlega gagnslaust tæki til aö halda verðlagi niöri til iangframa. Þvert á móti eru þau beinllnir leiö til aimennra og samræmdra veröhækkana. Verö- lagi veröur ekki haldið stööugu nema meö fjármáialegum og peningalegum aögeröum af hálfu hins opinbera” segir GIsli V. Ein arsson, formaöur Verslunarráös islands, i viötali I tiiefni af 60 ára afmæli ráösins em þaö er I dag. Verslunarráðið var stofnað fyr ir forgöngu Kaupmannaráösins, sem þá starfaði likt og erlend verslunarráð, en forveri Kaup- mannaráðsins var Fulltriiaráð kaupmanna i Reykjavik, sem stofnað var 1899. Af einstakling- um átti Jes Zimsen konsdll drýgstan þátt i stofnun ráðsins og lagði meðal annars fram lög þess á stofnfundinum. A stofnfundin- um voru samankomnir 52 for- svarsmenn fyrirtækja auk þess sem lögð voru fram umboð frá 21 aðila er ekki gátu mætt á fundin- um. Fyrsti formaður V.í var Garðar Gíslason heildsali. í verslunarráðinu eru um 400 fyrirtæki og félög og eru þar I hópi bankar, bllaleigur bygginga- og verktakafyrirtæki, lægfræðiskrif- stofur, fiskvinnslufyrirtæki, flug- félög, iðnfyrirtæki, innflytjendur, skipafélög, smásöluvrslanir tryggingafélög, umboðs- og heild- verslanir, útflytjendur, útgefend- ur blaða og bóka og veitinga- og gistihús. Tilgangurinn 1 tilefni afmælisins hefur verið gefið út blandaö afmælisrit og er Frjálst framtak útgefandi. Þar segir Þorvarður Eliasson fram- kvæmdastjóri VI m.a. um tilgang þess: „Tilgangur Verslunarráösins er að gæta hagsmuna félaga sinna og efla frjálsa verslun og frjálst framtak til hagsbóta fyrir heildina. Það fellur þvi undir hlutverk þess að efla álit og áhrif viðskipta sem atvinnugreinar, gagnvart stjórnvöldum og lands- mönnum og beita áhrifum sinum til þess að viðskiptalegum hags- munum og rekstursgrundvelli einstakra atvinnugreina sé ekki mismunað I löggjöf eða athöfnum stjórnvalda. Einnig er tilgangur ráðsins sá að láta viðskiptalifinu I té forystu, þekkingu og þjónustu i sem flestum efnum og viðhalda sem nánustu sambandi og sam- starfi viö erlend verslunarráð.” Lækkandi verðlag? I áðurnefndu viðtali er GIsli að þvi spurður hvernig breytt fyrir- komulag verömyndunar og aukin samkeppni geti stuðlað að lækk- andi verðlagi. Hann segir m.a.: „Til þess liggja ýmsar ástæður Fyrstmá nefna að núverandi fyr- irkomulag hefur gefið neytendum falska vernd og slævt veröskvn almennings. VerSiækkanir hafa þvlorðið auðveldari viðfangs.Hér má nefna að verðlagsyfirvöld auglýsa nýrra og hærra verð og Tcoma þvi þannig inn hjá almenn- ingi sem hinu rétta verði. Ef ein- stök fyrirtæki þyrftu að hækka verð á eigin ábyrgð, væru þau mun tregari i hækkunum og ættu erfiðara með að fá neytendur til ð samþykkja þær. I öðru lagi má nefna að nú er hækkun kostnaðar notuð sem réttlæting fyrir verð- hækkunum. Fyrirtæki þurfa þvi að sýna aukinn tilkostnað til þess að fá hækkað verð, en reyni fyrir- tækin aö gera hagstæð innkaup, hagræða hjá sér eða spara eru dæmin mýmörg að fyrirtækið ber einungis minna úr býtum. Fyrir- tæki, sem þurfa að verðleggja á eigin ábyrgð, reyna yfirleitt fyrst að draga úr kostnaði, þegar endar ná ekki sair.on. Verðhækkun er þrautalendingin. Með breyttu fyrirkomulagi hefðu fyrirtæki i iðnaði og verslun mikinn hag af þvl að gera hagstæð mnKáup, spara tilkostnað og hagræða I rekstri, þar sem fyrirtækið getur haldiö eftir sanngjörnum hluta af þeim aukna hagnaði sem af leiðir, en látið hinn hlutann koma fram I ladckandi vöruverði til þess að bæta samkeppnisaðstöðuna.” Starfsemi verðlagsskrif- stofunnar GIsli er einnig spurður að þvi, hvort hann telji að starfsemi verðlagsskrifstofunnar sé óþörf. „Eins og starfseminni er nú háttað er hún ekki einungis óþörf heldur einnig beinlinis skaðleg”, segir hann. „Á sl. ári var sóað rúmlega 52 milljónum króna til starfseminnar sem virðist hafa skilað þeim eina árengri að gera innkaup til landsins og innlenda framleiðslu óhagkvæmari”. I tilefni afmælisins hefur for- maður ráðsins afhent forráða- mönnum 34 fyrirtækja viðurkenn- ingarskjöl en þessi fyrirtæki hafa öll átt aðild að ráðinu i hálfa öld eða lengur. Þá verður á mánudaginn efnt til hádegisverðarfundar þar sem fjallað verður um framtiðarhlut- verk atvinnustefnu Verslunar- ráðsins I Islenskum efnahagsmál- um. —ESJ íl! Framkvæmdastjórn Verslunarráðs islands. Sitjandi f.v. Albcrt Guömundsson, Gisli V. Einarsson formaður, Hjaiti Geir Kristjánsson og Þorvarður Eliasson. Standandi: Jóhann J. ólafsson og Kristmann Magnússon. Timburmenn hversdagsins Nafn leikritsins: Gary kvartmilljón — ungur maður á uppieið — Höfundur og leikstjóri: Allan Edwali Þýðing og staðfærsla: Vigdis Finnbogadóttir og starfs- hópurinn allur Aðstoðarleikstjóri: Sigriður Hagaiin Leikmynd: Björn Björnsson Lýsing: Daniel Wiliiamsson Leikendur: Guðmundur Pálsson, Margrét óiafsdóttir, Harald G. Haralds- son, Svanhildur Jóhannesdóttir, Soffia Jakobsdóttir, Jón Hjartarson. Með hæfilegri blöndu af léttri kimni og svipmyndum frá raun- veruleika hversdagslifsins hef- ur Allan Edwall og samstarfs- fólki hans i Iðnó tekist að gera „Gary kvartmilljón,, að eftir- minnilegri sýningu. Leikritið, sem vel hefur tekist aðlagað islenskum veruleika, fjallar um líf alþýöufjölskyldu eina verslunarmannahelgi — um verkamanninn hjá Eimskip og konu hans, sem bæði eru komin á efri ár, og uppkomin börn, þeirra Gary og Ingu. Þessi fjölskylda er, eins og svo margar aðrar nú til dags samansafn einstaklinga, sem hafa gjörsamlega misst hæfi- leikapn til að ná hver til annars. Þegar Gary reynir i vandræðum sinum að ná sambandi við for- eldra sina og systur rekst hann á ósýnilegan en óbrjótandi vegg sambandsleysisins. Og þaö sama er uppi á teningnum þeg- ar faðir Garys reynir loks að ná sambandi við hann. Hver ein- staklingur lifir i sinum eigin heimi. Þau gætu þess vegna verið á sitt hverri reikisstjörn- unni. Og það þrátt fyrir, að þeim þyki vænt hverju u.m annað. Hæfileikinn til gagnkvæms skilnings og tjáningar hefur éin- faldlega týnst i önnum hvers- dagsins. Og svo er ekki timi til þess að hugsa um vandamál nágrannans. Dóttirin þarf að fara á fund og breyta heimin- um, og svo er Onedin I sjónvarp- inu. En fyrst og fremst fjallar leikritið auðvitað um Gary. Foreldrarnir komu Gary til mennta og kenndu honum hinar fornu dyggðir alþýðumannsins: samviskusemi, stundvisi, iðni, sparsemi. Hann er orðinn rúm- lega þritugur og hefur farið eftir þessum forskriftum i starfi sinu á skrifstofu úti i bæ. En þótt hann reyni að bera sig mannalega á köflum, þá fer ekki hjá þvi að uppskeran af dugnað- inum, samviskuseminni og hjálpfýsinni veki hjá honum efasemdir. Hann hefur nefnin- lega þrátt fyrir þetta — eða kannski vegna þessa — fengiö lélegasta starfið i fyrirtækinu á meðan aðrir, sem láta slikar fornar dyggðir lönd og leiö, þjóta upp metorðastigann. „Hvers vegna hefur enginn sagt mér, að maður á að vera latur og óupplýstur til þess að komast áfram?”, spyr hann ráðvilltur foreldra sina. Og fær auðvitað ekkert svar við þvi fremur en öðru. Þótt Gary fái um tima slæma timburmenn af þvi að hugsa allt i einu of mikið um ömurleika hverdagslifsins, þá ákveður hann þó að halda áfram hinn gamalkunna veg: kvænast simastúlkunni i fyrirtækinu, flytja i ibúð i Breiðholtinu halda áfram að bugta sig á skrifstof- unni i von um frama, fara eftir þvi sem yfirboðararnir segja og hafa sömu skoðanir og þeir. Sýningin i Iðnó er heilsteypt og fagmannlega gerð og er ekki að efa að hún verði leikhúsgest- um bæði til skemmtunar og um- hugsunar. Leikendur skila hlutverkum sinum yfirleitt með ágætum. Mest mæðir á Harald G. Haraldssyni i hlutverki Garys, og fer honum það vel úr hendi. Þá tekst Jóni Hjartarsyni einnig að gera Friðrik húsvörö eftir- minnilegan. Sviðsmynd Björns Björnsson- ar er dæmigerð stofa, sem hús- freyja alþýðuheimilis hefur lagt alúð við að gera sem vistleg- asta, og þvi góð umgjörð þess mannlifs, sem leikritið sýnir. —ESJ. Sigriður Hagaiin, aðstoðarleikstjóri, og Alian Edwali, höfundur og leikstjóri, ræðast við á æfingu. Vlsismynd: JA

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.