Vísir - 20.10.1977, Side 1

Vísir - 20.10.1977, Side 1
sgss* Sími Vísis er 86611 Fimmtudagur 20. október 1977 — 259. tbl. 67. árg Flugleiðir fá undanþágu vegna pílagrfma — íslenskir strandaglópar í Evrópu verða vœntanlega sóttir Verkfallsnefnd BSRB veitti í morgun undanþágu til að f Ijúga til útlanda með 80 manna starfslið Flug- leiða, sem á að annast flutning um 20.000 pila- gríma frá Afríku til Jedda i Saudi-Arabíu. Páll Guðmundsson, formaður verkfallsnefndar BSRB, sagði i morgun, að opinberir starfsmenn vildu á engan hátt standa i vegi fyrir þvi, að Flugleiðir gætu ann- ast þetta pilagrimaflug. Hann sagði einnig, að væntan- lega yrði veitt undanþága til að sækja tslendinga, sem eru strandaglópar i Evrópu, og mætti þá búast við, að vélin færi út með handboltaliðin, sem þegar hafa fengið undanþágu, og einhverja fleiri. Þegar Visir fór i prentun i morgun var þó ekki búið að ganga endanlega frá þeim málum i verkfallsnefndinni. í beiðni Flugleiða segir, að i gær hafi samkvæmt talningu beð- ið nær 1100 farþegar fars til og frá landinu, þar af tæplega helming- ur á tslandi. Flugleiðir fóru fram á þrenns konar undanþágur fyrir flug i dag og á morgun. Annars vegar fyrir millilendingu DC-8 flugvélar á Keflavikurflugvelli á leiðinni New York til Luxemborgar og aftur á vesturleið. Kristján Thor- lacius, formaður BSRB, sagði i morgun, að ekki kæmi til greina að leyfa millilendingar eða al- mennt flug. Má þvi búast við, að þessari beiðni verði hafnað hjá verkfallsnefnd i dag. önnur beiðnin varðaði flut 2ja flugvéla af gerðinni B-727, önnur á leiðinni Keflavik—Glas- gow—Kaupmannahöfn—Kefla- vik, hin á leiðinni Kefla- vik—London—Keflavik. Loks óskuðu Flugleiðir eftir undanþágu fyrir starfsfólkið, sem þarf að komast i dag til Luxem- borgar vegna vængtanlegs flugs með um 20.000 pilagrima frá Kano i Nigeriu og Oran i Alsir til Jedda. Hér er um 80 manna starfslið að ræða. —ESJ. Guðjón Peterscn við simann i stjórnstöð Almannavarna i lög- reglustöðinni við Hverfisgötu i Reykjavik i morgun. Þaðan er bæði sima- og loftskeytasamband um allt land. Ef fólk þarf að koma áriðandi tilkynningum til Almannavarna er það beðið að hafa samband við næstu lögreglustöð, sem kemur tilkynningun- um til stjórnstöðvar Almannavarna. Visirmynd: JA. Stöðug vakt hjó Almannavörnum Almannavarnir ríkisins tóku upp í gær sólar- hringsvakt í stjórnstöð- inni í Reykjavík. Að sögn Guðjóns Petersen fram- kvæmdastjóra Almanna- varna, var þetta gert vegna ástandsins við Mý- vatn og vegna aukinna bilana á sjálfvirka sima- kerf inu. „Á meðan verkfallið stendur yfir þorum við ekki annað en að vakta beinu simalinurnar allan sólarhringinn”, sagði hann. A Mývatnssvæðinu er allt viö það sama. Jarðskjálftar eru mismunandi margir frá degi til dags en þeir eru allir vægir og finnst enginn þeirra. 1 dag er verið að setja i gang gasmæl- ingar á Kisiliðjusvæðinu og i byggðinni, svipað og gert var i Vestmannaeyjum á sinum tima. Verður með þvi gengið úr skugga um það hvort gasmeng- un er einhver i lægðum og laut- um. A vegum Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar er nú unnið að þv.i að koma fyrir nýrri gerö halla- mæla, sem stofnunin hefur fundið upp. Mælarnir eru elektróniskir og eru þeir grafnir i jörðu m.a. svo að ekki gæti á- hrifa sólar, en hún hefur trufl- andi áhrif á mælingarnar sem fram að þessu hafa verið stund- aðar. — SJ Leyniútvarpsstöð hefur útsendingar Þulir og fréttamenn Ríkisútvarpsins fluttu þar létt efni í útsendingunni Leyniútvarpsstöö hefur tekið til starfa i Reykjavlk og hafa menn tekið sendingunum henn- ar fegins hendi i útvarpsleysinu sem fylgir verkfalli BSRB. Þaö kom áheyrendum skemmtilega á óvart i gærkveldi, að heyra I öllum kunnustu þulum og fréttamönnum Utvarpsins I þessari nýjuútvarpsstöö, en þar komu meöal annarra viö sögu Pétur Pétursson, Jön Múli Árnason, Ragnheiöur Asta Pét- ursdóttir, Jóhannes Arason og Siguröur Sigurösson, sem fiuttu fréttir og fréttaauka. trtvarp Matthildur orðið raunverulegt. t ljós kom, aö þessi ólöglega útvarpsstöö flutti þetta efni af plötu, sem gefin var út fyrir fá- einum árum, og bar nafn Út- varps Matthildar, sem var kunnur útvarpsþáttur þar sem skopast var að viðburðum lið- andi stundar. Þulirnir og frétta- mennirnir höfðu á sfnum tima lesið þar inn efni, án þess að þá óraði fyrir þvi að þaö yrði flutt á öldum lósvakans, þegar send- ingar Ri'kisútvarpsins lægju niðri og það væri i verkfalli. Svo virðist sem þeir, er að þessari nýjuútvarpsstöð standa vilji kenna hana við Útvarp Matthildiog voru glefsur úr efni þess þáttar fluttar ööru hverju i útsendingum einkaútvarps- stöðvarinnar i gærkveldi. Útsendingarnar eru á FM- bylgjuá 101 metra og er stöðin I austanverðri borginni. „óvart” heyrðist i út- varpsstjóranum i gær. Meginuppistaða útsendingar- innar eru létt vinsæl lög, sem flutt eru ókynnt og virðist sem aðstandendur stöðvarinnar vilji ekki koma fram i dagskránni sjálfir. 1 einum þeirra ungum piltl heyrðist þó vegna einhverra tæknigalla i gærkveldi milli klukkan ellefu og tólf er hann var að tala i sima eða talstöö I húsakynnum stöðvarinnar og ráðfæra sig um stillingar tækja- búnaðarins við annan sérfræð- ing sem auðheyranlega átti þarna hlut að máli. Mörgum þykir þetta eflaust þarft framtak i útvarps- og siónvarpsleysinu þessa dagana, þótt ljóst sé að þarna er um ólöglegt athæfi aö ræða, þar sem Rikisútvarpið hefúr einka- leyfi til útvarps hér á landi. Landssiminr. hefur fylgst með starfemi slikra stöðva, miðað þær út og gert búnaðinn upptæk- an, þegar dæmi hafa verið um starfsemi af þessu tagi, en pilt- arnir sem reka þessa nýju út- varpsstöð, skáka ef til vill I þvi skjólinu að eftirlitsmenn Lands- simans séu i verkfalli. Búnaður til slikra staðbund- inna útsendinga er tiltölulega fábrotinn og ódýr en frjáls út- varpsrekstur af þessu tagi er ekki leyfður hér á landi. '111 < Snarpur jjarðskjólfta- kippur austanfjalls í morgun Snarpur jarðskjálftakippur fannst viða austanfjalls i morgun, meðal annars i Hveragerði, ölfusi og á Sel- fossi. Kippurinn var aðeins einn, og varð hans vart rétt upp úr klukkan tiu. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi mun hann hafa mælst milli fjögur og fimm stig á Richterkvarða, og eru upptökin talin hafa ver- ið i Henglinum. Ekki er vitað um neinar skemmdir af völdum jarð- skjálftans, en hann fannst sem fyrr segir viða fyrir austan fjall. — AH

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.