Vísir - 20.10.1977, Síða 3

Vísir - 20.10.1977, Síða 3
3 VISIR Fimmtudagur 20. október 1977 Smjör- og ostfjallið fer sístœkkandi Smjörbirgðir í landinu voru 1070 lestir hinn fyrsta október síðastliðinn. Er það 645 lestum meira en var á sama tíma í fyrra. Á sama tima voru til 1320 lestir af osti i landinu sem er 414 lestum meira en i fyrra. Þá voru á sama tima til 725 lestir af undanrennu- dufti og 230 lestir af kálfafóðri. Eru þetta meiri birgðir mjólkur- afurða en til hafa verið mörg und- anfarin ár, samkvæmt upplýsing- um sem fram komu á fundi for- ráðamanna allra mjólkursam- laga i landinu ásamt fulltrúum úr Framleiðsluráði og stjórn Osta- og smjörsölunnar. Þá kom einnig fram, að mikil söluaukning hefur orðið á mysu og virðist hún vera að verða vin- sæll svaladrykkur. Fyrstu átta mánuði þessa árs seldust 165 þús- und litrar af mysu. A þessu ári er áætlað að flytja út eitt þúsund lestir af ostum, og hafa þegar verið seldar út sex hundruð lestir. Þar af eru 130 lestir af svokölluðum Óðalsosti en frjáls innflutningur er á honum til Bandarikjanna en annar ostainn- flutningur þangað er háður leyf- um. I fundarlok var siðan samþykkt ályktun, þar sem fulltrúar mjólkursamlags skora á land- búnaðarráðherra og rikisstjórn að tryggja að lán út á birgðir mjólkurafurða verði að minnsta kosti 72% af heildsöluverði á hverjum tima að niðurgreiðslum g viðbættum. Er bent á nauðsyn þess að leið- rétting þessi komi til fram- - kvæmda þegar við afgreiðslu næstu afurðalána vegna þeirra fjárhagslegu erfiðleika sem fyrir- liggjandi birgðir valdi mjólkur- samlögunum. —AH Nefnd fjallar um framkvœmd verkfalls lögreglumanna Samkomulag hefur tekist milli verkfallsmanna og lögreglustjóra um að skipuð verði sérstök nefnd innan lögregiunnar sem hittist 1-2 á dag til þess að ræða fram- kvæmd verkfallsins að þvl er lög- gæslu varðar. Forráðamenn BSRB skýrðu frá þessuá blaðamannafundii gær og sögðu að i nefndinni yrði fulltrúi lögreglustjóra ásamt fulltrúum lögreglumanna. —ESJ Slitnað upp úr samnínga- viðrœðum í Kópavogi Slitnað hefur upp úr samningaviðræðum Starfs- mannafélags Kópavogskaup- staðar og samninganefndar bæjarins vegna ágreinings um uppsagnarfrest með verkfalls- re'tti. í frétt frá samninganefnd starfsmannafélagsins segir að viðsemjendur hafi viljað breyta 11. grein samnings sem staðfest var I bæjarráði 29. september. Samninganefndin samþykkti að leggja þetta atriöi og sam- komulagið i heild fyrir félags- fund og fá úr þessu skorið á fyllilega lýðræðislegan hátt. Félagsfundur var slðan hald- Loðnunefnd notar nú þefskynið eitt inn á mánudaginn og þar sam- þykkt að veita samninganefnd- inni heimild til að undirrita samninginn án fyrirvara um samþykki félagsfundar ef 11. greinin um uppsagnarákvæði og verkfallsrétt væri i samningn- um og fór fram atkvæðagreiðsla um þetta mál. Hún fór þannig að 97 greiddu atkvæði með þessu en 16 á móti og fjórir skiluðu auöu. A fundi samninganefnda starfsmannafélagsins og bæjar- ins á mánudagskvöld hafnaði nefnd bæjarins þessu atriði og lýsti yfir að slitnað heföi upp úr samningaviðræðum. —SG Sefti smáauglýsingu í Vísi: Það verður ekki of- sögum sagt af áhrifa- mætti smáauglýsinga Visis. Hér eru smá dæmi: t laugardagsblaði Visis 15. janúar birtist auglýsing þar sem þriggja herbergja ibúö var auglýst til leigu. Um miöjan dag I gær höföu auglýsingadeild Vis- is borist 173 tilboö. Og þaö þrátt fyrir aö engin póstþjónusta sé i gangi. Þá var i fyrradag auglýst I smáauglýsingadálkinum eftir starfskrafti i prentsmiöju. Um miöjan dag I gær höföu rúmlega fimmtlu umsóknir borist. Fjöldi smáauglýsinga i blaöinu fer nú stööugt vaxandi, enda sina þessi dæmi glöggt hve áhrifamikill vettvangur smá- auglýsingarnar eru fyrir aug- lýsendur. Þess má aö lokum geta aö drætti i happadrættinu hefur veriö frestaö þar til verkfalli lýkur vegna þess aö búast má viö aö nokkur hluti greiöslna fyrir smáauglýsingar sé f astur I póstinum. „Viö höfum ekki talstöövar og náum ekki sambandi viö skipin en reynum svona aö þefa uppi ein- hverjar upplýsingar”, sögöu þeir hjá loönunefnd er Visir haföi samband viö skrifstofu nefndar- innar I gær. Loðnunefnd á aö fylgjast meö afla skipanna og beina þeim til hafna eftir þvi hvar hagkvæmast er aö landa hverju sinni. Nefndarmenn sögöust ekki hafa neinar upplýsingar fyrir blöö þar sem erfiðlega gengi aö fá nokkrar fréttir um afla og annaö þótt ein- hverjar fregnir bærust. _SG Phantom þotur í flugbanni — en ísland varð þó aldrei „varnarlaust" Bandariski flugher- inn setti fyrir nokkru flugbann á 1800 orrustuþotur sinar af gerðinni F-4 Phantom, þartil búið væri að kanna hvort spurngur væru i hluta af jafn- vægisstýri vélanna. Varnarliöið i Keflavik er með F-4 orrustuþotur og Howard Matson, blaðafulltrúi, tjáði VIsi i gær að þær hefðu þegar verið skoðaðar og landið þvl ekki varnarlaust. „Raunar kom aldrei' til þess,” sagði Matson. „Strax og fyrir- mæli bárust var hafist handa við skoðunina, en vélarnar voru skoðaðar ein og ein, hinar voru tilbúnar að fara i loftið ef með hefði þurft.” ,,Að sjálfsögðu er ekkert flog- ið að „óþörfu” þegar svona stendur á, en i neyðartilfellum hefðu vélarnar verið sendar upp hvort sem skoðun hefði verið lokið eða ekki. Það kom þvi aldrei til þess að engar orrustu- flugvélár væru tiltækar.” —ÓT ÞESSI RYMINGARSALA VERÐUR EKKI ENDURTEKIN Herrabúðin er að hœtta, allt á að seljast. Því er eins gott að standa klár á endasprettinum. Einn, tveir og. • Kórónaföt • Stakir jakkar • Skyrtur, óvenju fjölbreytt úrval • Blússur • Peysur ■ • Sólfatnaður m.a. Safarijakkar • Sokkar, mikið úrval • Stakar buxur í miklu úrvali o.fl.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.