Vísir


Vísir - 20.10.1977, Qupperneq 10

Vísir - 20.10.1977, Qupperneq 10
10 VÍSIR útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davíð Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Rítstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur G. Pétursson. Umsjón með Helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Anders Hansen, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Óskar Hafsteinsson, Kjartan L. Pálsson, Magnús Ólafsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Askriftargjald kr. 1500 á mánuði Auglýsingar: Síðumúla 8. Símar 82260, 86611. innanlands. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 sími 86611 Verö i lausasölu kr. 80 eintakið Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 7 línur Prentun: Blaöaprent hf. Öfgar, lágkúra og lýðskrum Oft á riðum hefur verið á það bent, að ringulreiðar- verðbólgan myndi fyrr en síðar leiða til siðferðilegrar upplausnar í þjóðfélaginu. I verkfalli opinberra starfs- manna síðustu daga hafa óneitanlega sést merki þessa og prófkjör stjórnmálaflokkanna sýnast með heiðar- legum undantekningum benda til vaxandi lágkúru og lýðskrums. Björn Friðfinnsson skrifaði athyglisverða grein i Vísi i gær, þar sem vikið er að þessum vandamálum. Hann bendirá, að í yfirstandandi verkfalli hafi framkvæmda- valdið i sumum tilvikum færst yfir á herðar harðsvír- aðra hagsmunasamtaka. Þannig hafi jafnvel yfirstjórn lögreglumála horfið úr höndum dómsmálaráðherra og lögreglustjóra til einhverra Björns og Gylfa í lögreglu- liðinu. Þegar lögreglan er komin í verkfall og telur sig þar af leiðandi hafin yfir lögin er vissulega kominn þverbrestur í þjóðfélagið. Björn Friðfinnsson heldur því fram, að brjálsemi hafi haldið innreið sína í íslenskt þjóðfélag. Hér er fast að orði kveðið, en þó ekki f jarri lagi. Þessi ringulreið er engan veginn einskorðuð við kjara- málin, það er rótleysi á öllum sviðum þjóðfélagsins. Eftir að verðbólguhraðinn var kominn niður fyrir 30% fyrr á þessu ári sýnist allt benda til að hann verði kominn fast að 40% í árslok, og álitið er, að stefnt geti í a.m.k. 60% verðbólgu á næsta ári að öllu óbreyttu. Björn Friðfinnsson segir i grein sinni, að bankarnir séu að lognast út af vegna verðbólgu og vitlausrar vaxta- stefnu. Riki og sveitarfélög verði að auka skattheimtu sina og hækka verð á opinberri þjónustu, útflutningsat- vinnuvegirnir komist ekki af án opinberra aðgerða, inn- flutningsverslunin fái ekki fjármagn til eðlilegrar endurnýjunar á vörubirgðum og íslenskur iðnaður stef ni í þá átt að verða eingöngu ef ni í sýningar. I þessari lýsingu felst vissulega mikill sannleikskjarni. Og það er einnig talsvert til í þeirri gagnrýni, sem fram kemur hjá greinarhöfundi, að stjórnvöld freistast til þess við slikar aðstæður að auka seðlaprentunina. Og þingmenn keppast við að fá samþykktar virkjanir og vegarspotta heima i héraði, hækka útflutningsbætur og kreista út byggðasjóðalán handa sínum mönnum. Á meðan þessu vindur fram finna stjórnarandstæð- ingar það helst til bragðs að magna upp þá drauga, sem komið gætu ríkisstjórninni fyrir kattarnef. Björn Frið- finnsson bendir hins vegar á ,að þeir gleymi, að erfitt geti reynst að kveða draugana niður þó að ríkisstjórnin félli i annarra hendur. Á þessu hafa stjórnarandstæð- ingar allra tima sennilega flaskað. Það rótleysi sem komið er upp í þjóðfélaginu m.a. vegna ringulreiðarverðbólgunnar hefur ákveðnar hættur í för með sér. Þetta ýtir undir lágkúru og yfirborðs- mennsku og er um leið jarðvegur fyrir öfgahópa til hægri og vinstri. Sennilega er hættan meiri á einhvers konar Glistruphreyfingu eins og sakir standa en öfgum til vinstri. Glistruphreyfingin i Danmörku var á margan hátt ögrun við lýðræðið, þó að hún hafi síðar að mestu að- lagast þingræðisskipulaginu á sama hátt og kommúnist- ar hafa gert. Þarna var hins vegar á ferðinni lágkúru- legt andsvar við rótleysinu. Og ýmis teikn eru á lofti, sem benda til þess að svipaðir hlutir geti gerst hér. Stutt- buxnapólitikusar, sem eru ekkert nema kjafturinn og fyrirferðin, vaða uppi, þó þeir hafi sýnt, að þeir fá engu breytt, þegar til kastanna kemur. Flest bœjor- starfsmanna- félögin hafa samið: noeland Jónsson skrifar Samningar bœjar- féloganna eru að ýmsu leyti ólíkir Unnið við talningu atkvæða hjá Starfsmannafélagi borgarstarfs- manna. Vlsismynd: JKG Gert hefur verið sam- komulag við flest bæjar- starfsmannafélögin. Að- eins er ósamið við bæjar- starfsmenn á Isafirði og í Kópavogi í gær, en í Hafnarfirði voru samningarnir felldir á jöfnum atkvæðum í fyrradag. En hvað felst i þessum samningum? Ekki hefur verið gerður ná- kvæmur samanburður um það enn, en BSRB hefur gert yfirlit yfir nokkur atriði i kjara- samningum átta bæjarfélaga, og kemur þar I ljós, að nokkuð er misjafnt hvað felst i hverjum samningi fyrir sig. Verður nú gerð nokkur grein fyrir þessum samanburði. Þrjú bæjarfélög með hærri laun Að þvi er sjálfan launastiga samninganna varðar hafa fimm bæjarfélög samið um sömu laun og fólust i siðasta tilboði fjár- málaráðherra, þ.e. Vestmanna- eyjar, Akranes, Garðabær, Sel- tjarnarnes og Selfoss. Að þvi er Akranes varðar eru þó ákvæði um, að þeir sem eru á fyrsta starfsári, hljóti laun samkvæmt fyrsta þrepi, en 1-4 starfsár gefi 2. þrep og þeir, sem unnið hafi 4 ár eða lengur fái sjálfkrafa laun samkvæmt 3. þrepi. 1 Reykjavikursamningnum var samið upp á tilboð ráðu- neytisins að þvi viðbættu að laun i 5-9 launaflokki hækkuðu um 1500 á mánuði. Húsavik samdi um sömu launakjör og Reykjavik, en á Neskaupstað var samið um all nokkru hærri laun, eða 2.28% of- an á siðasta tilboð ráðuneytis- ins. Áfangahækkanirnar Fjögur bæjarfélög — Vest- mannaeyjar, Garðabær, Sel- tjarnames og Neskaupstaður — sömdu um sömu áfanga- hækkanir og fólust I siðasta til- boði fjármálaráðuneytisins. A Akranesi og Selfossi kom til viðbótar 2000 króna hækkun 1. nóvember næstkomandi. 1 Reykjavik var samið um, að 4% áfangahækkun kæmi 1. desember i stað 3% hækkunar sem var i lokatiiboði ráðu- neytisins. A Húsavik var hins vegar samið um 1.5% aukahækkun 1. nóvember, en þó aldrei minna en 2000 krónur og einnig að hækkunin 1. september næst- komandi yrði minnst 5000 krón- ur (4000 i tilboðinu). Flestir með flokkshækk- un eftir 15 ára starf Flest þessara bæjarfélaga eða Vestmannaeyjar, Akranes, Reykjavik, Seltjarnarnes og Neskaupstaður, hafa ákvæði um eins launaflokks hækkun eftir 15 ára starf. Sum bæjarfélög hafa samið um frekari aldurshækkanir. 1 Reykjavik var samið um, að þeir, sem starfað hafa 3 ár i 3-4 flokki, hækki um einn flokk. Á Selfossi var hins vegar samið um eins launaflokks hækkun eftir 5 ára starf. Engar slikar flokkatilfærslur voru i Húsavikursamningnum. Misjöfn ákvæði um persónuuppbót Nokkuð misjöfn ákvæði eru um persónuuppbótina i desem- ber. I Vestmannaeyjum, Akranesi og Neskaupstað var samið um að eftir 12 ára starf yrði greidd visitölutryggð persónuuppbót sem væri að grunni til 40.000 krónur. í Garðabæ og á Seltjarnarnesi er persónuuppbótin hin sama en greidd eftir 10 ára starf. I Reykjavik miðast 40.000 króna uppbótin við 18 ára starfsaldur, en þeir sem unnið hafa 15 ár fá 75% þessara upp- bótar og þeir sem starfað hafa i 12 ár fá 50% uppbótarinnar — að sjálfsögðu með visitölu. Selfyssingar sömdu um 25.000 króna uppbót til allra bæjar- starfsmanna ag á Húsavik var samið um uppbót, sem nemur 50% af desember laununum. Röðun í launaflokka Að þvi er varðar röðun i launaflokka gerðu opinberir starfsmenn kröfur sem m.a. fólu i sér þá meginreglu „að laun samkvæmt samningi þess- um skuli ekki vera lægri en opinberir aðilar greiða fyrir sambærileg eða skyld störf samkv. öðrum samningum, og skal þvi i sérsamningum miða röðun starfsheita og einstakl- inga við það”. 1 tillögu sátta- nefndar var þessi krafa ekki tekin til greina. Fjögur bæjarfélög, Vest- mannaeyjar, Garðabær, Sel- tjarnarnes og Selfoss hafa sam- ið samkvæmt orðalagi sátta- nefndar en i samningum Akra- ness, Neskaupstaðar og Húsa- vlkur eru ákvæði I samræmi við kröfur BSRB. 1 Reykjavikur- samningnum eru engin ákvæöi um röðun. Vaktaálag og orlof Að þvi er varðar vaktaálag og orlofsframlag er I flestum til- fellum samið um það, sem fólst i sáttatillögunni sem felld var fyrr i þessum mánuði. Þó hefur Akranes samið um sama vaktaálag og fólst I Reykjanessamkomulaginu svo- nefnda og á Húsavik var farið að kröfu BSRB um það atriði. 1 Garðabæ var samið um 33 1/3% i vaktaálag. Að þvi er varðar orlofsdaga var alls staðar, nema i Reykja- vik samið um viðbótardaga. í Vestmannaeyjum var samið um 2ja daga viðbót, og er orlof þar 22 virkir dagar á 1-5 ári, 25 dagar á 5-10 ári, 28 dagar á 10-18 ári og 31 dagur eftir 18 ára starf. A Akranesi var samið um 4 viðbótardaga, 2 I Garðabæ 2 á Seltjarnarnesi, 4 i Neskaupstað, 4 á Húsavik og 4 á Selfossi eftir átta og tólf ára starf. Endurskoðunarréttur Að þvi er varðar uppsagnar- ákvæði og endurskoðunarrétt með verkfallsrétti sem er eitt af helstu deilumálunum hjá BSRB og rikinu er nokkuð misjafnt hvaö bæjarstarfsmenn hafa samið um. í-Vestmannaeyjum, Reykja- vik, Garðabæ og Selfossi var samið um það orðalag, sem fólst i lokaboði fjármálaráðuneytis- ins en þar var vilyrði fyrir, að rikisstarfsmenn myndu ekki búa við lakari verðtryggingu en aðrir. A Seltjarnarnesi var sam- þykkt sama orðalag og i sátta- tillögunni, sem efnislega er svipað og hjá rikinu. En á þrem- ur stgðum, Akranesi, Neskaup- stað og Húsavik var krafa BSRB samþykkt. —ESJ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.