Vísir - 22.10.1977, Page 7
VISIR Laugardagur 22. október 1977
7
Við minnum á okkar
rúmgóðu og
snyrtilegu Hótelherbergi.
Pantanir teknar
i sima 93-7119-7219
ameú
Málningarfyrirtækið ,,Non Drip Jellipex" í Eng-
landi, stóð ekki alveg undir nafni þegar þessi at-
burður átti sér stað á götu í Liverpool. Vörubíllinn
þurfti aðstansa snögglega, og það svo snögglega að
málningartunnur á pallinum ultu um koll með
slæmum afleiðingum eins og sjá má á myndinni.
Málningin rann alls staðar og skreytti götuna tals-
vert.
Hafi bandaríkjamenn
ekki efni á að fara í
sumarleyfi erþeim ráðlagt
að reyna það næst besta:
að brjóta alríkislöggjöf ina,
i þeirri von að þeir verði
sendir í fangelsið í Eglon á
herflugvellinum í Florída.
Fangelsi þetta er ekki herfang-
elsi. En öllu heldur mætti ætla aö
þarna væri hressingarhæli eöa
eitthvaö slikt. Reglurnar i þessu
fangelsi gætu að minnsta kosti al-
veg eins átt heima á einhverju
sliku.
Fangarnir hafa sérherbergi
sem er teppalagt og með loftræst-
ingu. Ekkert herbergjanna er i
sama lit. Engar læstar dyr og
engir huldir gluggar. í fangelsinu
er herbergi vel búið endurhæfing-
artækjum og annað með litsjón-
varpi.
Stunda iþróttir
Fangar geta stundaö iþróttir að
vild, þvi ekkert vantar til þeirra
hluta. Tennisvellir eru tveir, að-
staða fyrir hand- og körfubolta,
golfvöllur og fleira.
Fangar mega borða hvenær
sem þeir vilja og geta þá valiö úr
réttum. I tómstundum geta þeir
Ekki er verra fyrir þá aö þjálfa sig svolitið, og til þess vantar ekki
tæki.
veriö eins og þeir vilja og mega
vaka alla nóttina ef þeir kæra sig
um.
Skattgreiðendur greiða að
sjálfsögðu kostnaðinn en tvær
bygginganna, sem hýsa 96
„gesti” hvor, kosta 820 þúsund
dollara. Tvær aðrar verða opnað-
ar á þessu hausti og þær kosta 900
þúsund dollara.
í fangelsið fara fangar sem
ekki hafa framið ofbeldisglæpi og
sem eiga að sæta fangelsisvist i
þrjú ár eða minna. Einn af Wat-
ergate-mönnum, E. Howard Hunt
gisti t.d. fangelsið.
Menn kæra sig litið um að
strjúka og það hefur komið fyrir
að fangar hafi heimsótt fjölskyld-
ur sinar um helgar. En auðvitað
fara þeir ekki og koma eins og
þeim sýnist.
Þeir verða að vinna svolitið að
sjálfsögðu. Það sem þeir gera er
að sjá um viðhald og fleira á flug-
vellinum, svo sem að elá gras-
bletti, vinna i vegavinnu o.fl.
■Hótel Borgarnes .....
Nýja veitingabúðin er opin frá kl. 8.00—23.30.
Fangelsið líkist
fremur heilsuhœli!
Bílaleiga
Kjartansgötu 12 — Borgarnesi
- Simi 93-7395.
Volkswagen Landrover
Tennis er eitt af þvi sem fangar
stunda að vild.
Terry Moore— vill nefna flugfélagiö eftir Hughes
d
msjón: Edda
Andrésdóttir
LÆRÐIAÐ FLJUGA
HJÁ HUGHES
— er nú forseti
flugfélags
Nafn Howards Hughes
kemur víða við. Terry
Moore heitir leikkona,
sem Hughes kenndi eitt
sinn að fljúga. Leikkonan
fyrrverandi er nú að
verðá forseti eigin flug-
félags, North Star Air-
craft Corporation, sem er
aðganga frá kaupum á 24
Convair 880 þotum frá
Trans World Airlines.
,,Ég vona aö hann geti fylgst
með þvi sem ég er að gera”,
segir Moore. North Star keypti
vélarnar fyrir 3.5 milljónir doll-
ara til vöruflutninga til Miö-
Austurlanda.
„Þær fyrstu ættu að fljúga i
desember”, segir Moore, „með
kjúklinga til Iran”. Moore
kveðst hafa lært að reka flugfé-
lag af Hughes. „Ég var með
honum i átta ár. Hann hafði mig
með sér á alla fundi Lockheed
og TWA”.
„A hverjum degi flaug ég i
einni af vélum Howards. Hann
sat við hlið mér og kenndi mér
að fljúga”.
Hughes átti þátt i sköpun Con-
vair 880 og Moore kveðst hafa
viljað þoturnar, „vegna þess að
þær eru hluti af honúm. Og ef ég
fæ leyfi til, langar mig að breyta
nafni flugfélagsins i „Howard
Hughes Airlines”. — „Ég var
Hughes sem nokkurs konar son-
ur — sem hann aldrei eignað-
ist”, bætir Moore við.
PASSAMYIVDIR s
teknar i Kiffum
ftilbúnar sffrax I
barna & flölskyldu
LJOSMYNDIR
AUSTURSTRÆTI 6 S.12644
Smurbrauðstofan
BJORISJIfSJrM
Njólsgötu 49 — Sími 15105
/