Vísir - 22.10.1977, Blaðsíða 11
VISIR Laugardagur 22. október 1977
Séö inn eftir öörum klefaganginum (Vlsism. J.A.)
„Þá kemur læknir i fangelsið á
laugardögum og geta þeir fangar
sem þess óska hitt hann að máli.
Einnig er kallað á hann utan þessá
tima ef þörf þykir.”
— Hvað með lyfjagjafir?
„Lyf eru eingöngu gefin sam-
kvæmt fyrirmælum lækna og sjá
fangaverðir um að útdeila þeim og
fara eftir þvi sem læknir hefur
fyrirskipað.”
— Kvarta fangar undan inni-
lokunarkennd?
„Almennt gera þeir það ekki, en
sumir eru að sjálfsögðu nokkuð
örólegir fyrst i stað, en yfirleitt
sætta þeir sig við hlutskipti sitt.
Nei, það er ekki mikið um það að
þeir láti gremju sina bitna á okkur.
Þó kemur það fyrir einkum þegar
menn koma hingað inn og eru
stundum i misjöfnu ástandi. En
okkar hlutverk er ekki siður að
gæta velferðar þeirra heldur en að
standa vörð um þá”, segir Gunnar
Marinósson.
Einangrun ekki nægileg
Eins og drepið er á i upphafi hafa
bæði lögreglumenn og fangar
kvartað yfir þvi að einangrun sé lé-
leg ihúsinu. Vart má skrifa á ritvél
svo hávaðinn heyrist ekki um allt
og fangar hafa kvartað undan þvl
aö þeir geti ekki sofið ef umgangur
er. Það hlýtur óneitanlega að vera
erfitt að halda föngum i einangrun
þegar svo er ástatt og þvi er Gunn-
ar spurður hvort fangar geti haft
samband sin á milli.
„Fangar geta ekki kallast á milli
klefa, en það fer ekki milli mála að
hávaði og umgangur heyrist um
allt húsið”, svaraði Gunnar.
Hann sagði að þegar tveir eða
fleiri væru settir inn vegna sama
málsins væri reynt aö raða þeim
niður i húsið þannig að þeir væru
ekki i klefum nálægt hver öðrum.
Hins vegar væri aldrei hægt að slá
þvi föstu að fangar gætu ekki náð
sambandi, enda væru dæmi um
slikt i sérbyggðum einangrunar-
fangelsum erlendis eins og fram
kæmi i fréttum.
Hitakerfi hússins er mjög leiðin-
legt i notkun að sögn Gunnars og
erfitt að stilla hitann jafnt. Hitinn
getur þvi verið misjafn og loftið
frekar þurrt.
Fangar ná sambandi við fanga-
verði með þvi að ýta á hnapp sem
er i sambandi við bjöllu. Þeir hafa
aðstöðu til að fara i bað og nota
hana mikið og þrifa sjálfir klefa
sina. Þarf yfirleitt ekki að minna
þá á það enda ekki mikil hreyfing
sem þeir fá. Þó fá þeir sem þarna
dvelja lengi að fara út i smágarð
einu sinni á dag i fylgd fanga-
varðar. Erfitt er þó að koma þvi við
þegar margir dvelja samtimis i
Siðumúla þar sem aðeins einn fær
að vera úti i einu. Yfirheyrslur
dómara og lögreglu fara fram i
yfirheyrsluherbergi fangelsisins
eða þá að fangar eru fluttir niður I
aðsetur sakadóms og rannsóknar-
lögreglu i Borgartúni.
Þreytandi starf
Gunnar Marinósson hefur verið
fangavörður siðan árið 1968.
Byrjaði i Hegningarhúsinu en hefur
verið varðstjóri i Siðumúla siðan
árið 1973. Samtals starfa 10 fanga-
verðir þar og Gunnar segir að
starfið sé slitandi, þvi fylgi talsverð
spenna.
„Það er ekki skemmtilegt aö
loka menn inni. Ég hef sagt þaö
áður að ég hefi fundið fyrir þvi aö
þurfa að loka menn inni i klefa”.
- Koma sömu menn oft?
„Þvi miður er það svo að yfir-
gnæfandi meirihluti kemur hér oft-
ar en einu sinni. Aðallega er það
vegna þjófnaðar og skjalafölsun-
ar”.
— Að lokum Gunnar, gætir þú
hugsað þér aö vera læstur hér inni?
„Ég vona að til þess komi aldrei.
Hitt er svo annað mál, að ég hefði
ekkert að óttast varðandi meðferð
núverandi fangavarða kæmi til
þess að ég gisti hér klefa”, sagöi
Gunnar Marinósson varðstjóri að
lokum.
Við fengum ekki leyfi til að skoða
auðan klefa eða taka þar myndir.
Klefagangar eru tveir og gangur
fyrir endanum. Fangaverðir sitja i
herbergi meðfram þeim gangi og
hafa þaðan yfirsýn yfir gangana en
11
Fangaklefarnir eru þröngir
(Visism. B.G.)
járnhlið skilur fangaálmurnar frá
þverganginum.
Þá mun vera hægt að fylgjast
með þvi sem gerist i einum af
klefunum á sérstökum sjónvarps-
skermi og er það öryggisatriði.
Myndir úr fangaklefa sem fylgja
þessari grein og úr fangelsisgarði
voru teknar áriö 1973 er fangelsiö
var tekið i notkun sem gæslu-
fangelsi. Við fengum hins vegar að
taka myndir á göngunum.
—SG
NÚ GETA MENN HAFIÐ SIG TIL FLUGS
OG SÉÐ HLUTI HORFNA ÚR AUGSYN
Undanfarna 4 mánuöi hefur
hið svonefnd TM-Sidhi kerfi
verið kennt um viða veröld, en
allir sem iðkað hafa innhverfa
ihugun I að minnsta kosti 6mán-
uði geta lært það. TM —
Transcendental Meditation —
eða innhverf ihugun er auðlærð
huglæg tækni, en hún er grund-
völlur þess að unnt sé að hag-
nýta sér Sidhi kerfið. Sidhi er
sanskritarorð og þýðir fuil-
komnun. Með iðkun TM-Sidhi
kerfisins er komið á fullkominni
samvirkni milli hugar og lik-
ama. Við skulum nú skoða nán-
ar hvað oröið samvirkni merkir
I þessu sambandi.
Vitað er, aö ætiö er til staðar
einhver samvirkni milli hugar
og likama. T.d. ef hugurinn seg-
ir við höndina, lyftu upp bókinni
á boröinu, hlýöir höndin og ef
hugurinn segir viö likamann,
gangtu fram og náðu mér i
kaffibolia, hlýöir likaminn. Ef
hugurinn segir hins vegar við
likamann.fljúgðu, þá geristalla
jafna ekkert. Það er merki um
að á þessu sviöi er um sam-
bandsleysi aö ræða milli hugar
og llkama, skort á samvirkni.
Meö TM-Sidhi kerfinu er hægt
að upphefja eða eyöa þessum
Sturla Sighvatsson
arkitekt skrifar um
TM-Sidhi kerfið/ er
hann segir að marki
þáttaskil i sögu mann-
legs atgervis
■- T
skortiv og unnt er m.a. aö láta
likamann lyftast með hugarafl-
inu einu. Þegar iðka um 4000
manns TM-Sidhi kerfiö og iðk-
endum fjölgar ört. Islenska
íhugunarfélagið byrjar nú
kennslu á þvi i framhaldi af al-
mennum námskeiðum i inn-
hverfri ihugun sem taka 7 kvöld.
Allir iðkendur innhverfrar ihug-
unar, sem kæra sig um, geta nú
lært TM-Sidhi kerfið.
Gangverk TM-Sidhi
kerfisins.
Við reglulega iðkun inn-
hverfrar íhugunar losnar um
streitu og andlegt atgervi vex
svo mjög að hægt er að taka
áður ónotaöa hæfileika tauga-
kerfisins I gagnið með TM-Sidhi
kerfinu. Nokkrir hæfileikanna
eru t.d. þeir, að við-komandi
geturhafiösig til flugs, séö hluti
horfna úr augsýn, stækkaö
skynjunarhæfni skynfæranna
o.s.frv. Með tækni innhverfrar
ihugunar er fengin bein reynsla
af uppsprettu hugsunar eða þvl,
sem eölisfræðingar kalla tóma-
rými efnis (vacuum state of
matter). Ef marka má
skammtafræöi eölisfræðinnar
(quantum mechanics) er tóma-
rýmið gætt óendanlegri orku,
það er aösetur allra náttúrulög-
mála.allrar þekkingar og er aö-
setur allra möguleika. Það er
hreyfingarlaust, en heldur uppi
öllum hreyfingum alheimsins.
Þaö er gætt ástandi óendan-
legra samtengsla. Þetta orku-
svið virkjum við með innhverfri
ihugun og einkum með TM-Sidhi
kerfinu og getum að lokum
fengið likamann til að v.erða við
hvaða ósk hugarins sem vera
skal.
Fyrsta stig flugs.
Iðkendur TM-Sidhi kerfisins
iðka allir enn hið svonefnda
fyrsta stig flugs, en regluleg
iðkun leiðir til stööugra fram-
fara og sifeilt meiri samvirkni
milli hugar og llkama. A fyrsta
stigi flugs lyftist likaminn um
30-40 sentimetra eöa jafnvel 1
metra og fiýgur _ 1-3 metra
áfram. En búast má við áfram-
haldandi þróunrétt eins og varð
i venjulegu flugi og viö vitum aö
fyrstu fiugvélarnar flugu ekki
hátt og ekki langt, en þær flugu
þó.
Endanlegt markmið
TM-Sidhi kerfisins
Endaniegt markmiö TM-Sidhi
kerfisins er að skapa fyrir-
myndar einstaklinga sem hafa
þroskað andiegt atgerfi til fulls
og hagnýta sér náttúrulögmál
tómarýmis efnis. Slikir ein-
staklingar gera sjálfum sér og
þjóðfélaginu mikið gagn, þvl að
með beitingu þessa kerfis á sér
einnig stað aukiö aðstreymi
næringar vitundarlífs og sköp-
unargreindar inn á vitundarsviö
allra landsmanna, þannig að
allir verða gæddir meiri sköp-
unargreind og orku og eiga auð-
veldara með að leysa vandamál
sln. 1 lokin skal bent á, aö á
tækninni innhverf Ihugun og
TM-Sidhi kerfinu hafa verið
geröar og eru enn framkvæmd-
ar ýtarlegar visindalegar rann-
sóknir sem sanna aö iökandinn
verður heilsuhraustari, gæddur
meiri sköpunargreind, náms-
hæfni og orku.