Vísir - 22.10.1977, Page 13

Vísir - 22.10.1977, Page 13
13 VISIR Laugardagur 22. október 1977 Obbinn af öllu helsta skólafólki iandsins á ráftstefnunni á Loftleiöum I gær. „Við urðum að vísa fólki frá" Háskólamenn óhugasamir um framhaldsskólana „Segja má að hér sé samankominn obbinn af öllum helstu skóla- mönnum landsins”, sagði Jónas Bjamason, formaður Bandalags Háskólamanna í sam- taliviðVisii gær. Hann var staddur á Hótel Loftleiðum en þar fer nú fram ráðstefna á vegum bandalagsins um menntun á fram- haldsskólastigi. „Tilgangur þessarar ráöstefnu er aö sjálfsögöu margvíslegur”, sagöi Jónas, „meöal annars sá aö nú liggur frammi fyrir frumvarp um framhaldsskóla og BHM, ásamt mörgum öörum aöilum hefur fengiö frumvarpiö til umsagn- ar.” „Þá má benda á að miklar breytingar hafa oröiö á mennt- un á framhaldskólastiginu und- anfarin ár, sem kalla á breytingar f háskóla hvaö mat á undirbúningi til háskólanáms snertir.” „Einnig er i gangi fjölgun námsleiöa innan háskólans sem kalla aftur á móti einnig á mis- munandi undirbúning á fram- haldsskólastigi”. ,,Til aö ræöa þessi mál eru komnir milli 130 og 140 þátttak- endur á ráöstefnuna sem er sú 4. sem BHM gengstfyrir um fag- leg og áhugamálefni. Við uröum þó aö vi'sa nokkrum frá vegna þess aö húsnæöiö tekur ekki fleiri „Með þessari ráöstefnu hyggst BHM undirbúa umsögn um lagafrumvarp um fram- haldskóla og veita skólum á há- skólastigi upplýsingar um þró- un og fyrirsjáanlegar breyting- ar á þvi sviði. Einnig fá félags- menn upplýsingar um sömu málefni.” A ráöstefnunni veröur starfaö ivinnuhópum, sem munu leitast við aö svara ákveönum spurningum. Frummælendur á þessari ráöstefnu sem hófst i gær og lýkur i dag eru Halldór Guöjónsson, Jón Böövarsson, Kristján J. Gunnarsson, ólafur H. Cskarsson, Páll Skúlason, Sveinbjörn Björnsson og Orn Helgason. —GA íslendingar koupa hótel í Danmörku Eigendaskipti standa fyrir dyrum á Hotei Falcon i Kaup- mannahöfn. Þaö eru hjónin Helga og Rolf Hansen sem rekiö hafa hóteliö undanfarin ár, en hann er finnskur en Helga er is- lensk. Kaupandi aö hótelinu mun vera Inga Birna Jónsdóttir, kennari viö Kennaraháskólann, en hún dvelst f Kaupmannahöfn I vetur. Ekki hefur reynst unnt ab afla nanari upplýsinga um málið enn sem komið er, en um helgina var auglýsing i einu dag- blaðanna frá hótelinu, og voru gefnar upplýsingar I síma fyrirtækisins Hugmynd og framtak hf. Ekki vildu þeir sem þar uröu fyrir svörum gefa neinarupplýsingarum eigendur hótelsins en kváöu frétta vera að vænta i lok vikunnar. t auglýsingu frá Falcon hótel- inu segir, aö þar sé töluð Is- lenska og samkvæmt upplýsing- um I sima þeim er upp var gef- innerunntaögreiöa alltaö einn þriöja af gistikostnaði hér heima I islenskum peningum. —AH Seðlabankinn kannast ekki við kaupin ó Hótel Falcon „Viö höfum ekkert um þetta heyrt, ég hef ekki heyrt á þetta minnst fyrr en þd segir þaö núna”, sagöi Siguröur Jóhanns- son hjá gjaideyriseftirliti Seöia- bankans er Visir bar undir hann eigendaskipti á Falcon hótelinu I Kaupmannahöfn. Siguröur sagöi aö hámarks eignayfirfærsla milli landa væri 300 þúsund krónur árlega ef fólk flytti héöan, ,,og þaö kaupir enginn hótel fyrir þá upphæö, jafnvel þó nokkrir aðilar legöu saman”, sagöi Siguröur. Aöspuröur sagöi Siguröur, aö ekki væri löglegt aö hafa eigna- skipti milli landa, þannig aö ef um þaö væri aö ræöa aö Is- lendingar létu eignir sinar hér- lendis upp i kaupverö á eignum erlendis væri þaö ólöglegt. —AH er byggður á hinni velþekktu reynslu er fengist hefur af Golf og Passat, hann er því laus við alla ,,barnasjúkdóma"______________________________________________________________________________ er sá nýjasti af yngri kynslóð inni frá Volkswagen. BEfltBV glænyr, en jafnframt þraut reyndur btll frá Volkswagen, nýtizkulegur en þó sígildur i útliti. Stórar, gáttmiklar dyr. Sætisrými 2,34 ferm. Farangursrými 515 litra, sem jafnframt er stærsta farangurs- rými i sambærilegum bilum og það er til staðar, hvort sem þú ert einn eða 5 manns i bilnum. ®)Nýr frá Volkswagen Tækniþróuð, sparneytin 50 ha. vatnskæld vél, sem liggur þversum frammi bilnum. Gormafjöðrun á hverju hjóli. Tvöfalt hemlakerfi með kross- deilingu. Framhjóladrif. alsam- hæfður girkassi. 4 ganghraða- argerö 1978 Sýnmgarbíll á staðnum igi HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Slmi 21240 VESTUR-ÞYZK GÆÐAFRAMLEIÐSLA

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.