Vísir - 22.10.1977, Page 14

Vísir - 22.10.1977, Page 14
14 Laugardagur 22. október 1977 VISIR Engir fundir yfirmanna lög- reglunnar um verkfallsaðgerðir Athugasemd fró lögreglustjóranum í Reykjavík Visi barst í gær athuga- semd frá Sigurjóni Sig- urðssyni/ lögreglustjóra í Reykjavík vegna frásagn- ar í blaðinu í fyrradag, sem höfð var eftir tals- mönnum BSRB á blaða- mannafundi þeirra. Fer athugasemdin hér á eftir. 1 grein i dagblaðinu Visi, fimmtudaginn 20. þ.m., er eftir- farandi: „Samkomulag hefur tekist milli verkfallsmanna og lögreglustjóra um að skipuð verði sérstök nefnd innan lögreglunnar sem hittist 1-2 á dag til þess að ræða framkvæmd verkfallsins að þvi er löggæslu varðar. Forráða- menn BSRB skýrðu frá þessu á blaðamannafundi i gær og sögðu að i nefndinni yrði fulltrui lög- reglustjóra ásamt fulltrúum lög- reglumanna.” Greinin var undirrituð með upphafsstöfunum ESJ. Af þessu tilefni skal tekið fram að Kristján Thorlacius og Mar- grét R. Bjarnason frá BSRB áttu fund með mér þriðjudaginn 18. þ.m. Greindi ég þeim frá þvi að ég færi i einu og öllu eftir úrskuröi kjaradeilunefndar og skýrði frá hverjar áætlanir hefðu verið gerðar til þess aö draga úr lög- gæzlu i samræmi við hann. Á fundinum kom fram ósk um að Lögreglufélag Reykjavikur ætti greiðan aðgang að upplýsingum um löggæzluáætlanir og sam- þykkti ég að formaður félagsins ætti daglegar viðræður við yfir- lögregluþjóna. Þegar hinsvegar kom i ljós að stjórn lögreglufélagsins gerði það að ófrávikjanlegu skilyrði að á fundunum yröi fjallað um sam- ræmingu verkfallsaðgerða, taldi ég forsendur fyrir þeim brostnar enda ætlunin að ræöa eingöngu um ástand mála og á hvern hátt ákveðið hefði verið að haga lög- gæzlu. Reykjavik 21. október 1977. Sigurjón Sigurðsson. Reykjavíkurmyndir Jóns biskups komnar á litprentuð kort i fyrsta. sinn eru nú gefnar út sem kort, þrjár myndir eftir Jón Helgason biskup (1866-1944), og ailar eru þessar myndir frá gömlu Reykjavik eða skömmu fyrir og um aldamótin siöustu. Sú elsta sýnir bæinn um 1870, og það eru Dómkirkjan, Mennta- skólinn viö Lækjargötu og Tjörnin, sem mest ber á á þess- ari fallegu mynd. Þá er mynd, sem sýnir Lækjargötu og lækinn um 1894 og þar blakta danskir fánar við hún. Sú þriðja sýnir Bankastræti eins og það var um 1903. Allar þessar myndir eru I eign Árbæjarsafns, sem góöfúslega iéði þær til þess að af þessari út- gáfu gæti orðiö. Myndirnar eru litgreindar og prentaðar i Gra- fik h.f. en Sólarfilma sf. gefur þær út. Kortin eru i tveim stærð- um, bæði venjulegri póstkorta- stærð og einnig helmingi stærri eða 15x21 cm en báðar gerðir eru tvöfaldar og bæði án innanf prentunar og einnig með hefð- bundnum jóiakveðjum á þriðju siöu. Kortaútgáfan er hin vandaö- asta, og likleg til aö njóta vin- sælda. 40 litprent- aðar prjóna- uppskriftir — á íslensku Fjörutiu litprentaðar prjónauppskriftir á islensku er aö finna i Prjónabókinni Elinu, en annað bindi hennar er nú komið út. Höfundar uppskrifta eru jafnmargir uppskriftunum, en efnt var til samkeppni um efni I þetta bindi bókarinnar. Var sérstök dómnefnd sem valdi flikurnar úr miklum fjölda sem barst. í bókinni, segir m.a.: „Það er von útgefanda að Prjóna- bókin Elin megi bæði örva til hannyrða og kveikja nýjar hugmyndir listrænna kvenna og karla, sem fitja upp á prjón.” Það er Ullarverksmiöjan Gefjun á Akureyri sem gefur bókina út i umsjá auglýsinga- deildar Sambandsins. — EA rftáoii KÁRSNESBRAUT1 FUÖLRITUNARSTOFA, KÁRSNESBRAUT 117 -sími 44520 AUSTURSTRÆTI 8 -slmi 25120 ★ Ljósritum á skrifpappir og skjalapappir. ★ Ljósritum húsateikningar. ★ Öll ljósritun afgreidd meðan beðið er. ★ Fjölritum á flestar gerðir af pappir, t.d. karton, N.C.R. pappir og fl. ★ önnumst gerð bæklinga eyðublaða og fl. if Reynið viðskiptin. Útsölustaðir SóLó-húsgagna í Reykjavík: Jón Loftsson hf. Hringbraut 121, simi 10600 SÓLó-húsgögn Kirkjusandi, sími 35005. sterkur en léttbyggóur Taunus 26M 6 cyl, með power stýri og bremsum Sjáifskiptur. Verð kr. 1 millj. Hagstæð kjör. Willys station árg. ’55 með 6 cyl Chevrolet vél. Benz stólar. Toppbill. Verö kr. 1 milljón (skipti) WUlys Wagoneer '74. Ekinn 60 þús. km. Verö kr 2.5 millj. Mercedez Benz 280 SEL. Beinskiptur. Verð kr. 1,7 miilj. Opið laugardaga og sunnudaga. Okkur vantar allar tegundir bUa á skrá Bilasalan Höfðatúni 10

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.