Vísir - 12.11.1977, Síða 10

Vísir - 12.11.1977, Síða 10
10 Laugardagur 12. nóvember 1977 VISXR VÍSIR utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson(ábm) ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund- ur Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Arni Þórarinsson Ðlaöamenn: Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Óskar Hafsteins- son, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Magnús Olafsson, Oli Tynes, Sigur- veig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson Ljósmyndir: Jón Einar Guðjónsson, Jens Alexandersson. Auglýsinga og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Auglýsingarog skrifstofur: Siöumúla8. Verö i lausasölu kr. 80 eintakiö. Simar 86611 og 82260 Prentun: Blaöaprent h.f. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Sími 86611, 7 linur. „Landbúnaðarstefna lýðveldisins" Þegar við blasir að gera þurfi miklar ráðstafanir til endurreisnar efnahagslifinu, er ekki óeðlilegt, að land- búnaðarmálin komi til sérstakrar umræðu. Á þessu sviði er við alvarleg vandamál að glíma. Að því leyti er is- lenskur landbúnaður ekkert einsdæmi. Hann er efna- hagslegur höfuðverkur margra þjóða. Það er einkum tvennt, sem veldur því, að landbúnað- arpólitíkin kemur til umræðu einmitt nú. i fyrsta lagi stendur fyrir dyrum aII veruleg hækkun á landbúnaðar- vörum i kjölfar þeirra launa- og kostnaðarhækkana, sem átt hafa sér stað að undanförnu. Og í annan stað hafa augu manna opnast fyrir því, að fjárfestingar landsmanna hafa skilað óeðlilega litlum arði. Landbún- aðurinn er eitt af olnbogabörnunum í þessu efni. Þær umræður, sem fram hafa farið um landbúnaðar- pólitíkina, eru hins vegar svo öfgakenndar, að þær gefa ekki vísbendingu um, að fyrir hendi sé áhugi á skynsam- legum úrlausnum. Á það bæöi við um suma gagnrýnend- urna og eins þá, sem halda varnarræður fyrir óbreytt ástand. I eðli sínu er landbúnaðurinn að sjálfsögðu engin ann- ars flokks atvinnugrein eins og stundum er látið að liggja. Á hinn bóginn er algjör óþarfi að flokka alla gagnrýni á ríkjandi landbúnaðarstefnu sem árás á bændur almennt. Og hálf er það barnalegt, þegar talað er um „landbúnaðarstefnu lýðveldisins" í slíkum heilagsanda tón, að menn fá það á tilf inninguna að gagn- rýni á landbúnaðarpólitíkina hljóti að kippa stoðunum undan lýðræðinu i landinu. Búnaðarmálastjóri sagði berum orðum i útvarpsvið- tali fyrir nokkrum mánuðum, aðenginn bóndi hefði séð eftir þvi að f járfesta meir í vélum en hann þyrfti með, þviað verðbólgan greiddi niður skuldirnar. Þannig hefur „landbúnaðarstefna lýðveldisins" verið framkvæmd. Sennilega hefur þetta þó verið sagt í hálfkæringi, en er eigi að síður raunsönn lýsing á aðstæðum, sem alls ekki eru bundnar við landbúnaðinn einan. En hitter jafn Ijóst að arðsemi í landbúnaði hefur ver- ið i lágmarki og viðbótarfjárfesting hefur ekki skilað meiri arði en Kröfluvirkjun. óhjákvæmilegt er þvi að draga aII verulega úr landbúnaðarf járfestingu. Það ætti að verða þáttur i almennri stefnubreytingu í f járfesting- armálum. Verðlagning landbúnaðarvara fer að nokkru ieyti eftir sjálfvirku kerfi. Hækkunarkerfi af þessu tagi eru mjög varasöm í verðbóiguþjóðfélagi. Þau viðhalda verðþensl- unni þó að þau geri i raun og veru ekki annað en mæla þegar orðnar kostnaðar- og launahækkanir. óneitanlega veldur þetta kerfi þvi erfiðleikum við almenna hag- stjórn. I öðru lagi er alveg Ijóst, að gildandi verðlagningar- kerf i felur ekki í sér nægjanlegan hvata til hagkvæmni i rekstri. Sumir vilja breyta verðlagningunni á þann veg, að bændur semji við ríkisstjórnina um verðbreytingar. Það er hæpin lausn. Ekkert bendir til að framleiðni í landbúnaði myndi aukast með þvi móti. Hitt kæmi miklu fremur til athugunar að leyfa bænd- um sjálfum að verðleggja framleiðslu sína og afnema um leiö allar útf lutningsuppbætur eða styrki til umfram- framleiðslu. Augljóst er, að niðurgreiðslur verður að fella niður í áföngum, enda hafa landbúnaðarmenn aldr- ei talið þær gerðar i sina þágu, nema að því leyti er smjörið varðar. í þessum efnum eru að sjálfsögðu ekki til neinar ein- faldar lausnir, sem unnt er að framkvæma í einu vet- fangi. En flestum ætti að vera Ijóst, að það sem sjálf- skipaðir talsmenn bænda kalla „landbúnaðarstefnu lýð- veldisins", fær ekki staðist óbreytt öllu lengur hafi menn á annað borð áhuga á endurreisn efnahagslífsins i land inu. GRUNDVALLAR- REGLA MANNKYNS SÖGUNNAR Heimir Pálsson skrifar um sýningu Þjóðleik- hússins á Fröken Margréti og segir það guðsþakkarvert að fá að heyra nýleg tíðindi hér í fásinninu og það hafi gerst með þessari kynningu á brasilískri Jeikritun. A Þjóðleikhúsið: Litla svið- ið: Roberto Athayde: Fröken Margrét. Leikari: Herdís Þor- valdsdóttir. Leikstjórn: Benedikt Árnason. Leikmynd: Birgir Engil- berts. Þýðing: Úlfur Hjörvar 1 leikskrá Þjóðleikftúss að þessu sinni segir að brasiliski rithöfundurinn Roberto Athayde hafi verið tiltöiulega óþekktur áður en hann samdi leikritið um kennslukonuna Margréti. Siðan eru liðin fimm ár, og það verður sá sem hér slær ritvél að játa, að engin spurn hafði honum borist af þessu skáldi fyrr en nú. Svona erstundum seint um langan veg að spyrja sönn tiðindi. Hins veg- ár hefur sami ritvélarslagari einsett sér að sperra jafnan eyrun ofurlitið þegar hann heyr- ir Athayde nefndan héðan af, þvi leikritið Fröken Margrét gefur vissulega ástæðu tii þess. 1 sem allra stystu máli er okk- ur boðið upp á einleik i skóla- stofu, svipaðan einleik og enn tiðkast i flestum skólastofum herlendis og viöa erlendis: Kennari fer með aðalhlutverk, nemendur/áhorfendur verða honum að visu hvatning og stuðningur, en þegar öll kurl eru komin til grafar hefur fjarska litið gerst annað en að eintal hefur farið fram. Að visu segja sumir að maöur eigi ekki að vera svona svartsýnn á árangur kennslunnar. Kannski hafa þeir rétt fyrir sér. Ég vona það. Einleikur fröken Margrétar yerður afhjúpun (eins og aðrar kennslustundir): Afhjúpun á sálarvanda hennar, ótta hennar við allt umhverfi, ótta við karl- menn, ótta við manneskjuna yfirleitt, en þó kannski einkum ótta við sjálfa sig, vonsvikna meykerlingu. Þetta er hin per- sónulega/einstaklingsbundna afhjúpun. En svo getur” maður lika séð þarna afhjúpun á dýrs- legu mannfélagi eða þjóðfé- lagi, þar sem fasisminn þarf ekki að dulbúast, þar sem óhætt er að skipa mönnum að hlýða og þegja. Og kannski er þetta bara afhjúpun á þvi sem fröken Margrét segir að sé grund- vallarregla mannkynssögunn- ar: „Það vilja allir stjórna öllum.” — Svo eru bara fáir út- valdir i þvi tilfelli eins og öðrum. Herdis Þorvaldsdóttir fer með eina hlutverkið i leiknum. Það er náttúrlega kærkomið tæki- færi öllum stjörnum að fá að vera einar á sviðinu. En þar er lika verið að leiða þær nálægt hættulegri gildru: Fátt býður innantómum ofleik eins heim og einleikurinn. Herdis gekk ekki I þá gildru. Hún lék „sterkt”, en alltaf með þeirri sannfæringu og undirbyggingu sem til þurfti. Þannig komst hún vel frá vandasömu hlutverki. Leikstjórn og leikmyndasmið sýndist einnig vera vel af hendi leyst. Það er guðsþakkavert þegar maður fær að heyra nýleg tið- indi hér i fásinninu. Það hefur gerst með þessari kynningu á brasiliskri leikritun. Mætti nú gjarna halda áfram á sömu braut og sækja okkur enn nýrri verk i þá menningar heima sem við höfum minnst kynni af. hp

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.