Vísir - 12.11.1977, Qupperneq 20
VÍSIR
gftnftsmtfc
A SANYO 20" iitsiónvarpstœki fró sími 86611
r Opiö virka daga til kl. 22.(
GUNNARI ASGEIRSSYNI er vinningurinn í Sunnudaga ki. 18-22
smáauglýsingahappdrœtti Vísis. DREGIÐ 21 NÓV.
„Yandinn hefur ekki
enn verið leystur"
Klippa
númerin
o
af um
nœtur
— segir samstarfsnefnd freðfisk-, saltfisk- og skreiðar- framleiðenda
,,Illt er til þess að vita,
að Þjóðhagsstofnun telji
lausn vera fundna á
vanda fiskvinnslufyrir-
tækja fram til 1. janúar
n.k. þrátt fyrir að niður-
stöður sýni taprekstur
upp á um 2%”, segir i
yfirlýsingu frá sam-
starfsnefnd freðfisk-,
saltfisk- og skreiðar-
framleiðenda! sem
blaðinu barst i gær-
kvöldi.
í yfirlýsingunni er vikið að
nokkrum atriðum i skýrslu Þjóð-
hagsstofnunar um afkomu frysti-
húsanna sem sagt hefur verið frá
i VIsi.
Samstarfsnefndin bendir m.a.
á, að I skýrslunni sé tap á fisk-
vinnslunni i heild áætlað um 1300
milljónir á ársgrundvelli miðað
við október-verðlag, og er þá tek-
ið tillit til þeirrar 7% hækkunar
viðmiðunarverðs, sem kom til
framkvæmda 1. október, og
gengissigs. Einnig er bent á, að
greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði
fiskiðnaðarins umfram markaðs-
verð séu áætlaða^um 4.330 millj-
ónir króna.
Telur nefndin augljóst, að vandi
fiskvmnslufyrirtækja hafi ekki
enn verið leystur. Þá er þeirri
skoðun lýst, að afkoma fisk-
vinnslunnar sé lakari en skýrsla
Þjóðhagsstofnunar segi til um
þar sem langvarandi rekstrar-
halli hafi haft neikvæð áhrif á
ýmsa kostnaðarliði, ekki sist
vexti.
Lögreglan i Hafnarfirði hefur
nóg að gera þessa dagana eða
öllu heldur nætur við að klippa
númer af óskoðuðum bflum.
Auglýst hefur verið að klippt
verði af þeim bilum, og er það
gert á staðnum þar sem þeir
sjást. Lögreglan nær ekki til
þessara bila á daginn sem eðli-
legt er, þar sem flestir eigenda
vinna annars staðar en I
Hafnarfirði svo sem i Reykjavlk
og á fleiri stöðum.
Hefur þvi verið mikið að gera
siðustu nætur og mun lögreglan
hafa klippt af 40-50 bflum siðast-
iiðnar fjórar nætur. Það er þvi
liklega eins gott að skella bfln-
um I skoðun sem fyrst sé hann
óskoðaður, þvi lltillar undan-
komu er auðið. —EA
—ESJ
Einor til
Danmerkur
og Noregs
Einar Ágústsson, utan-
rikisráðherra, fer i heimsókn
til Danmerkur og Noregs um
mánaðamótin i boði utan-
rikisráðherra þessara
landa.
Heimsókn hans til Dan-
merkur verður 28. og 29.
nóvember næstkomandi, en
til Noregs 1. og 2. desember,
segir i frétt frá utanrikis-
ráðuneytinu. —ESJ.
' Atkvæði talin hjá bankamönnum. Frá hægri Karl Sigurðsson, Sólon Sigurðsson og Benedikt Guðbjartsson. (Visism. JA)
BANKAMENN SAMÞYKKTU NÆR EINRÓMA
Yfirgnæfandi meirihluti banka-
ntanna samþykkti nýgerða kjara-
samninga við almenna atkvæða-
greiðslu. Kjiirsókn var um 90% og
sögðu 1529 já, en 167 greiddu at-
kvæði á móti. Auöir seölar voru 39
og ógildir seðlar tveir.
Sólon( Sigurðsson formaður
Sambands bankamanna sagði i
samtali við Visi i gærkvöldi er
talningu lauk, að nokkur atkvæði
væru ókomin þar sem samgöngur
tepptust vegna veðurs. Hann
sagði að um 33 atkvæði gæti verið
að ræða eða innan við 2% at-
kvæöamagns og breýttu engu um
samþykkt samninganna.
Það voru þvi um 88% banka-
manna sem samþykktu og innan
við 10% sem voru á móti og var
Sólon ánægður með þátttökuna og
úrslitin. Bankarnir samþykktu
samninginn fyrir sitt leyti i gær-
dag. —SG
Flugleiðir kaupa
flugskýli fjögur
1 gær var gengið frá samn-
ingum milli Flugleiða h.f. og
Samgönguráðuneytisins um
kaup Flugleiða á flugskýli nr.
4 á Reykjavikurflugvelli.
Flugskýli nr. 4 á Reykjavik-
urflugvelli, sem Flugleiðir
hafa nú keypt, var fljótlega
eftir bruna flugskýlis nr. 5
breytt I viðgerðarskýli en áður
hafði þaö eingöngu verið notað
til geymslu. Flugmálastjórn
sá um viðgeröir á ytra byrði
skýlisins og einangrun þess.
Flugleiðir létu leggja i það
hita, nýja raflögn og vinnuljós
og byggðu ennfremur milli-
vegg i skýlið. Ennfremur
byggðu Flugleiðir 1000 fm. hús
viö hlið flugskýlis nr. 4 sem
notað er sem verkstæði, lager
og skrifstofur. Kaupverð flug-
skýlisins er 161,5 milljónir
króna.
HÆKKUN VERSLUNAR-
ÁLAGNINGAR i ATHUGUN
Nú er
dýrara að
ferðast
með SVR
Fargjöld með Strætisvögnum
Reykjavikur hækkuðu i morgun
og kostar nú farið fyrir fullorðna
70 krónur og 20 krónur fyrir börn.
Hækkunin er að meðaltali
14,7%. .
Farmiðaspjöld með 17 miðum
kosta nú 1.000 krónur og með 38
miðum 2.000 krónur. Aldraðir og
öryrkjar fá 38 miða farmiða-
spjöld fyrir 1.000 krónur og 34
barnamiðar kosta 500 krónur.
-SJ
„Verðlagsnefnd hefur nú til
meöferðar tillögu frá verðlags-
stjóra um hækkun hinnar al-
mennu verslunarálagningar og
veröur málið væntanlega afgreitt
á fundi nefndarinnar á miðviku-
daginn”, sagði Björgvin Guð-
mundsson formaður nefndarinn-
ar I samtali við Visi i gærkvöldi.
Aðspurður um hve mikil
hækkun væri til umræðu sagöi
Björgvin að ekki væri unnt aö
skýra frá þvi meðan málið væri
til meðferðar. Hann benti á að
álagningin hefði ekki hækkað
nokkuð á þriðja ár þrátt fyrir
kostnaðarhækkanir.
„Það er meiningin að lagfæra
svolitið tekjustofna verslunarinn-
ar og gera henni kleift að
fjármagna þær miklu kostnaðar-
hækkanir sem orðið hafa”, sagði
Þorvarður Eliasson fram-
kvæmdastjori Verslunarráðs er
Visir bar þetta mál undir hann.
Þorvarður sagði að allir væru
sammála um að þetta þyrfti að
gera en menn væru ekki sammála
um hvernig ætti að framkvæma
lagfæringu og i hvaö rikum mæli.
„Það sem gerir máliö sérstak-
lega erfitt er þaö, að þessi álagn-
ingargrundvöllur sem nú er við
lýði er rangur. Alagningin er allt
of há á sumum vöruflokkum en
langt fyrir neðan það sem nokk-
urt vit er i á öðrum”, sagði Þor-
varður ennfremur. Það væri þvi
ekki heppilegt að setja eina og
sömu hækkun á allt þegar ástand-
ið væri svona fyrir og mönnum
þvi vandi á höndum.
Björn Jónsson forseti ASI sagð-
ist ekki hafa setið siðasta fund
verðlagsnefndar þar sem þetta
mál var lagt fyrir. Hann ætti þvi
eftir að kynna sér hvað þarna
væri á ferðinni, en taldi vist að
Alþýðusambandið væri ekki hrif-
ið af miklum breytingum álagn-
ingar.
—SG
Endurkaupin
í athugun
Engin ákvörðun hef-
ur verið tekin um að-
gerðir vegna versnandi
aðstöðu Seðlabankans
til endurkaupa birgða-
og rekstrarlána.
Að sögn Jóhannesar
Nordals seðlabanka-
stjóra er málið til um-
ræðu og er verið að
athuga leiðirtil úrbóta.
—SJ