Vísir - 14.11.1977, Page 8

Vísir - 14.11.1977, Page 8
8 Mánudagur 14. nóvember 1977 Áhrif Bandaríkjanna ó þessu svœði grundvallast ó herstyrk ísraels Takmarkið verður að gereyða herjum Sýrlands og Egyptalands óla Hernaðarstyrkurísraelser nú meiri en nokkrusinni fyrr. ÍSRAEL HYGGST EYÐA HERJUM ARABARÍKJANNA Nú fyrir helgina var útlit fyrir að meiriháttar átök væru aö hefjast I Miðausturlöndum. Það er að visu ekki óhugsandi að svo verði á næstunni, en þó frekar ólíklegt. t>ótt enn beri mikið i milli vilja báðir deiluaðilar reyna hvort ekki veröi hægt að komast að viðunandi samkomulagi á fyrirhugaðri Genfar ráðstefnu. Ef hinsvegar Genfar ráð- stefnan fer út um þúfur er eng- inn vafi á að nýtt strið hefst fljótlega eftir það. Liklega verða það israelar sem hefja það strið með mikilli leiftursókn gegn Arabarikjunum. Aöal- takmarkið verður að gereyöa herjum Egyptalands og Sýrlands, ganga þannig frá þeim að israel stafi ekki ógn af þeim að minnstakosti næstu tiu árin. Herir annarra Arabarlkja skipta minna máli, en þeir veröa „teknir út” I leiöinni, eftir þvi sem hentar. Þaö er litill vafi á að israel er fært um að fram- kvæma þetta. Hernaöarsigur blasir við Ef til striös kemur ætlar isra- el ekki aö una sömu úrslitum og i Yom Kippur striöinu árið 1973. Þótt þvi væri þá komið I opna skjöldu og gengi illa i fyrstu, var taflinu fljótlega snúið við. Alger hernaðarsigur blasti við og þá jafnframt gerðeyðing herja Egyptalands og Sýrlands. En þá gripu risaveldin i taum- ana og tsrael neyddist til að semja um vopnahlé. Það var beiskur bikar en ekki um annað að ræða. Bandarikja- stjórn hótaði að stöðva þegar i stað allar hergagnasendingar ef Israelar héldu áfram sókn sinni inn i Sýrland og Egyptaland. Uppbygging og endurskipu- lagning israelska hersins siðan hefur miðað að þvi að tryggja að þetta geti ekki endurtekið sig. Arangurinn hefur orðið sá aö hernaðarsérfræðingar eru sammála um að hernaðaryfir- burðir tsraels séu algjörir. Herinn margfalt öflugri Fram að Yom Kippur striðinu höfðu átök tsraela og Araba jafnan verið snörp en skamm- vinn. tsrael var þvi ekki búiö undir jafn-langt strið og varð (þrjár vikur). Það fór þvi fljótlega að bera á skorti á skotfærum og ýmsum hergögnum og þvi var aðeins bjargaö með mikilli loftbrú frá Bandarikjunum. Bandarikin höfðu það þvi i hendi sér hve lengi Israel héldi áfram að berj- ast. En israelska herstjórnin lærði sina lexiu og nú er ástandið allt annað. Þótt Israel yrði að ganga að hörðum kostum urðu Banda- rikin um leið að ganga að „dýr- um kostum”. Eitt skilyrðið sem tsrael setti var nær ótakmörkuð hernaðar- og efnahagsaðstoð. Arangurinn varð sá að tsrael hefur fengið flest fullkomnustu vopnakerfi sem Bandarikin eiga i vopna- búri sinu. Þar má telja nýjustu tegund skriðdreka, stórskotaliðs (sem er tvöfalt stærra en 1973), eld- flauga og flugvéla. Flugherinn er einnig um helmingi stærri en hann var 1973 og þótt hann hafi verið vel búinn þá, er hann meira en helmingi fullkomnari núna. tsrael hefur meðal annars fengið F15 orrustuþoturnar, sem eru þær fullkomnustu og bestu i heiminum. Og það hefur fengið þær á undan mörgum flugsveitum bandariska flug- hersins. Bandaríkin //háð" Israel Hernaðarmáttur Israels hefur þvi aldrei verið jafn gifurlegur og hann er nú. Og fyrir utan allt „magnið og gæðin” eru til nógu miklar varabirgðir til þess aö landið getur áhyggjulitið lagt út i nokkurra vikna strið á þrem vigstöðvum, sem varla gerist þó þörf. Úrslitin verða ráðin á mun skemmri tima. Það er kaldhæðni örlaganna að ísrael hefur eiginlega ekki aðeins verið að vigbúast gegn Arabarikjunum, heldur einnig gegn Bandarikjunum. Og það með hjálp þeirra siðarnefndu. Bandarikjunum er mikill vandi á höndum. Frá pólitisku sjónarmiði varð stórfelld breyt- ing i Miðausturlöndum eftir Yom Kippur striðið. Rússar hrökkluðust burt og mun betra samband komst á milli Banda- rikjanna og Arabarikjanna. Bandarikjastjórn er auðvitað umhugað um að ekki verði breyting á þessu ástandi, og þvi komu mjög á óvart sameigin- legar tillögur þeirra og Sovét- manna um grundvöll fyrir Gen- far ráðstefnu. En þött Bandarikin vilji mikið til vinna að eiga vináttu Araba, þá grundvallast áhrif þeirra á þessu svæði á styrk tsraels. Að- eins með þvi að halda Israel hernaðarlega sterku, geta Bandarikin pint i gegn eftirgjaf- ir (i oliu og pólitik) frá Araba- rikjunum, gegn þvi að leggja pressu á tsrael að vera meira eftirgefanlegt. Bandarikin eru þvi einu sinni sem oftar i pólitiskri sjálfheldu. //Farðu til fj...." Með þvi að stjórn Carters hef- ur neyðst til að viðhalda hernaðarstyrk tsraels,' og vel það, hefur hún um leið gert landið sér óháðara, bæði póli- tiskt og hernaðarlega. Bandarikin geta þvi litil áhrif haft ef tsrael ákveður að fara i stríb. Háttsettur embættismað- ur i bandariska varnarmála- ráðuneytinu, sagði ekki alls fyr- ir löngu: „Israel hefur tryggt sér hernaðarlega yfirburði framyf- ir 1980. Ef við reyndum að beita svipuðum þrýstingi og við gerð- um 1973 til að hindra gereyðingu ' þriöja hers Egypta, gæti Begin sagt okkur að fara fjandans til — og mundi mjög liklega gera það.” Hvorki Ezer Weisman, varnarmálaráðherra tsraels, né aðrir leiðtogar þar i landi, hafa farið i felur meö að þeir hafa allt frá 1973 stefnt aö þvi að verða ónæmir fyrir hverskonar þrýst- ingi frá Bandarikjunum. Þeir hafa heldur ekki farið i felur með að þeir hyggjast eyða herjum Sýrlands og Egypta- lands, ef ekki fæst viðunandi lausn I Genf. Með heri þessara tveggja landa úr sögunni telja þeir sig geta stillt þvi i hóf sem þeir þurfa að gefa eftir þegar Arabarikin hefja pólitiska sókn með oliu sinni og fjármagni. —ÓT Hernaðaryfirburðir ísraels eru I ísrael getur lagt út í 30 daga stríð | gífurlegir og landið er nú nœr óhóð I ó þrem vígstöðvum án þess að ótt- Bandaríkjunum I ast skort á skotfœrum og hergögnum

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.