Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 1
 Alþýðuhúsið, aðsetur Alþýðublaðsins. Þótt Alþýðublaðið sé ekki stórt blað liggur mikil vinna margra manna að baki sér- hverju tölublaði þess. Það er hreint ekki svo lítið fyrirtæki að gefa út dagblað, en lesend- urnir, sem taka við blaðinu dag lega, gera sér ekki alltaf grein fyrir því hve mikil orka hugar og handa hefur farið í útgáf- una. Þess vegna verður í þessu greinarkorni fjallað lítilshátt- ar um spurninguna: — Hvernig verður Alþýðu- blaðið til? Alþýðublaðið er síðdegisblað, kemur út lauát eftir hádegið dag hvern. Vinnubrögð og vinnutími starfsmanna hljóta að vera nokkuð önnur á síð- degisblaði en morgunblaði, og þegar Alþýðúblaðið breytti út komutíma sínum á síðasta vori leiddi það að sjálfsögðu til nýrr ar skipunar á starfsháttum við blaðið. Síðdegisblöðin eru ekki unnin í einni striklotu eins og morgunblöðin, heldur er geng- ið frá verulegum hluta þeirra daginn fyrir útkomudag, en endahnúturinn rekinn á þau daginn eftir. Ýmsar ástæður lágu til þess að útkomutíma blaðsins var breytt í aprílmánuði síðastliðn um. Blaðið hafði þá nokkru áð- ur breytt um uppsetningu og yfirbragð, og sá stíll, sem þá var tekinn upp, féll á ýmsan hátt betur að síðdegisblaði en morgunblaði. Það hafði einnig sín áhrif, að lausasala blaða er meiri upp úr hádeginu en á morgnana, og í þriðja lagi ger ir hinn nýi útkomutími rekstur blaðsins á margan hátt hag- kvæmari. Og reynsla okkar af því að vera síðdegisblað er slík, að við sjáum ekki eftir því að hafa breytt til. Á ritstjórn Alþýðublaðsins starfa nú 10 blaðamenn, einn þeirra að vísu aðeins í hálfu starfi. Á herðum þessara 10 manna hvílir sú skylda að sjá til þess, að allt efni í blaðið ber ist á réttum tíma, að blaðið fylgist ætið með því sem er að gerast markverðast innan lands og utan og segi frá því, að sæmilegt jafnvægi sé í blað inu milli ólíkra efnisþátta frá degi til dags, í stuttu máli sagt að út komi á hverju'm degi blað, sem sé gert úr garði eins vel og aðstæður frekast leyfa. Blaðamennirnir 10 skrifa veru- legan hluta blaðsins, en auk þess flytur blaðið að sjálfsögðu mikið efni eftir aðra, bæði fasta dálkahöfunda og höfunda einstakra greina. Fréttaritarar blaðsins víðs vegar um land leggja því einnig til mikið efni. Blaðamenn Alþýðublaðsins eru nú þessir; Sighvatur Björg vinsson, Kristján Bersi Ólafs- son, Sigurjón Jóhannsson, Vil- helm G. Kristinsson, Sigvaldi Hjálmarsson, Gestur Guðfinns- son, Steinunn S. Briem, Helgi E. Helgason, Þorgrímur Gests- son og Örn Eiðsson. Sighvátur og Kristján Bersi eru ritstjór- ar blaðsins, og er verkaskipt- ing þeirra sú, að Sighvatur skrifar forystugreinar og sér um stjórnmálaskrif blaðsins, en Kristján Bersi hefur umsjón með vinnslu og öflun annars efnis í blaðið. Sigurjón er rit- stjórnarfulltrúi og er megin- starf hans fólgið í því að vera milligöngumaður milli ritstjórn ar og prentsmiðju. Hann teikn- ar upp allt blaðið, stjórnar upp setningu á efni þess og sér um að straumur handrita í prent- smiðju verði sem jafnastur. Auk þess heldur hann utan um laugai’dagsblaðið, sem er tals- vert frábi-ugðið blaðinu aðra daga vikunnar. Vilhelm er fréttastjóri og hefur með hendi yfirstjórn fréttaöflunar í sam- ráði við ritstjórana, en auk hans vinna Helgi og Þorgrím- ur fyrst og fremst við frétta- öflun. Gestur les prófarkir að blaðinu á morgnana, en síðari hluta dags vinnur hann að greinaskrifum og öflun frétta, auk þess sem liann sér um vissa fasta þætti í blaðinu. Sigvaldi er nýlega kominn að blaðinu aftur eftir ársdvöl í Indlandi. Hann hefur að undanförnu haft með hendi ritstjórn á þessu af- mælisblaði, en að því slepptu mun hann '-einkum fást við greinaskrif. Steinunn skrifar viðtöl og vinnur annað greina- efni. Örn er ritstjóri íþróttasíð unnar, að vísu aðeins í hálfu starfi, en hann hefur ætíð á sínum snærum lausamenn sem leggja honum til efni. Auk þess ara 10 blaðamanna vinnur síma stúlka blaðsins, Álfheiður Bjarnadóttir, talsvert að þýð- ingum og hún annast líka viku lega kvennasíðu í blaðinu. Lilja Guðmundsdóttir ,sem eiginlega er sendill ritstjórnar, léttir gjarnan af henni símavörzlunni síðari hluta dags, svo að hún hafi betri tíma til þessara starfa. Ef rekja skal hvernig vinna á ritstjórn blaðSins gengur fyrór sig mundi hentugast að byrja ekki að morgni dags, heldur á miðjum vinnudeginum, þ. e. um hádegið. Klukban 1 eftir há- degi hefst daglega almennur ritstjórnarfundur á skrifstofu Kristjáns Bersa. Þar er rætt um blaðið næsta dag, athugað hvað liggur fyrir af málum, sem þarf að sinna, og verkefn um skipt milli einstakra blaða manna. Nokkuð af efni bl.aðs- Gluggi Alþýðublaðsms við Ingólfsstræ ti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.