Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 14
46 — Alþýðublaðið50 ára Guðjón Smári Valgeirsson, aðstoðarm. í prentsmiðju Sverrir Kjærnested, vélsetjari Sigvaldi Hjálmarsson, blaðamaður Sigurður Garðarsson Alþýðublaðið í dag Frh. af bls. 35. blaðsins, en um leið eru þær sá tekjustofn sem blaðinu er drýgstur. Sú þróun hefur orðið í blaðaútgáfu um allan heim undanfarin ár og áratugi, að auglýsingar hafa orðið sífellt veigameiri tekjulind blaðanna og útgáfa þeirra hefur í stöð- ugt meiri mæli verið háð því að auglýsingar fengjust næg- ar. Um margt er þessi þróun að vísu varhugaverð, en hér skal ekki farið út í það að ræða hana, heldur er þetta sagt til þess að undirstrika hve mik- ilsvert það er. blaðinu að vel sé uniiiðj. áð auglýsingásöfnun í þágu 'þegs; Á auglýsingadeild ■ 4,lþýðlíbláðsíns v'í'nÁur tveniit,1-' áilglýsingastjórinn Sigurjón Ári Sigurjónsson og Ingibjörg Stigurðardóttir, en hún hefur starfað við Alþýðublaðið ára- tugum saman, og mun enginn starfsmaður þar hafa unnið blaðinu lengur en hún, að Mey- vant Hallgrímssyni prentara einum undanskildum. Inn- heimtu auglýsinganna -annast síðan Sveinn Haraldsson. Þegar blaðið kemur úr prent un er það borið úr prentsmiðj- unni í kjallara Alþýðuhússins upp á afgreiðsluna á fyrstu hæð. Þar tekur Þóra Helgadótt ir pökkunarkona við því, telur blöðin í pakka til útburðar- fólks og sölustaða, en bílstjór- arnir Jóhann Sigurðsson, Sig- urður Garðarsson og Guðjón Sveinbjörnsson aka blaðapökk unum síðan til dreifingarbarna og sölustaðanna. Allt kapp, er,f lagtvá að dreifing blaðapakkr . .anná táki sém allra skémmstan- tíma, en þessu verki öllu sam- an stjórnar Baldur Guðmunds- son, afgreiðslumaður og dreif- ingarstjóri blaðsins. Baldur hef ur í sínum höndum yfirumsjón með dreifingunni hvar sem er; hann stjórnar um 70 blaðburð- arbörnum í Reykjavík og þarf auk þess að hugsa um útsölu- menn víðs vegar um land, auk allra þeirra staða, sem selja blaðið í lausasölu. Baldri til aðstoðar er Guðrún Árnadótt- ir; hún tekur við kvörtunum, ef berast, og sér um að rukk- unarhefti séu tilbúin á réttum tíma og komist í hendur út- sölumönnunum og vinnur önn ur þau störf sem til falla í sambandi við dreifingu blaðs- ins til kaupenda þess. Hún og Baldur ráða auk þess í sam- einingu yfir heilum her sendla en á þessum árstíma eru þeir bundnir af skólagöngu og því vinna fæstir þeirrd' nema aðeins hluta úr degi eða aðeins nokkra daga í viku. Með þessu er starfsliðið þó engan veginn ‘fi^ppftalið álltj Fyrirtæki eins og Alþýðublað- ið hlýtur að þarfnast fjármála- legrar yfirstjórnar, fram- kvæmdastjóra sem auk þess hefur yfirumsjón með störfum allra deilda fyrirtækisins og sér um að samspil þeirra verði með réttum hætti. Fram- kvæmdastjóri Alþýðublaðsins nú er Þórir Sæmundsson, en hans hægri hönd við störfin er gjaldkerinn, Sigríður Ey- jólfsdóttir. Um hendur Sigríð ar fer allt það fé, sem um blað- ið rennur; hún tekur við upp- gjöri frá innheimtumönnum blaðsins og borgar starfsfólki laun og greiðir kröfuhöfum blaðsins þá reikninga, sem þeir leggja fram. Starf Sigríðar er oft erfift, því. að. með ..köflúm háir það stárfsemi blaðsins verulega, hve þröngt er um rekstrarfé, en Sigríður lætur það ekkert á sig fá, heldur vinn ur störfin af sömu trúmennsku og sama jafnaðargeði, hvort sem um mótvind eða meðbyr er að ræða. Um næstsíðustu áramót var sú breyting gerð á útgáfu Al- þýðublaðsins, að stofnað var félag um reksturinn, Nýja út- gáfufélagið hf. Skipa þrír menn stjórn félagsins, en hún er jafnframt útgáfustjórn blaðs- ins. Stjórnarmenn nú eru Jón H. Guðmundsson, sem jafn- framt er stjórnarformaður, Baldur Eyþórsson og Sigurður Ingimundarson. Fram að þess- ari breytingu hafði blaðið æv- inlega verið gefið út af Alþýðu flokknum og var útgáfustjórn þess þá ætíð kjörin á flokks- j þingum. Blaðið. er áfram. mál- gagn Alþýðuflokksins. eftir breytinguna, þótt flokkurinn hafi ekki lengur bein afskipti í! af útgáfunni, en þessi breyting '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.