Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 3
Alþýðublaðið 50 ára — 35
ins er þá þegar tilbúið að vísu
og komið í hendur Sigurjóni,
sem raðar því inn á- síður og
ákveður stærð--fyrirsagna og
léturgerðir í þær. Þetta er nauð
synlegt til þess að prentsmiðj-
an hafi verkefni strax og
vinnu við fyrra blaðið lýkur,
sem að jafnaði er laust fyrir,
hádegið.
Að fundinum loknum geng-
ur hver áð sínu verkefni eða
rjéttara sagt verkefnum, því að
á fámennu blaði, eins og Al-
þýðublaðið er, verður ekki hjá
því komizt að hver maður hafi
mörg járn í eldinum í einu.
Og verkefnin geta að sjálfsögðu
verið talsvert ólík frá degi til
dags. Einn daginn vinna fi'étta
mennirnir kannski fyrst og
fremst efni í gegnum síma,
næsta dag eru þeir ef til vill
eins og útspýtt hundskinn út
um allar jarðir til að elta uppi
fólk eða sækja blaðamanna-
fundi. (Vegna mannfæðar hef
ur blaðið að vísu reynt að
draga eftir mætti úr því að
menn séu sendir á fund af því
tagi, þar sem langur tími fer
í að taka við frétt sem hægt
væri að fá á fimm mínútum
með öðru móti, en sumir blaða
mannafundir eru þó þess eðlis
að óhjákvæmilegt er fyrir blað
ið að sækja þá!) Aðrir blaða-
menn en fréttamennirnir fara
að loknum fundinum að vinna
að sínum verkefnum, þýðing-
um eða viðtölum eða hverju
því sem vera kannr á dagskrá.
Reiknað er með að vinnudegi
blaðamanna sé iokið kl. 4,30
síðdegis og á þá að vera til-
búið allt efni í blaðið, nema
útsíðufréttir og hluti af íþrótta
fréttum. Oft dregst þetta þó
nokkuð fram yfir þennan tíma,
og verður þá ekki komizt hjá
eftirvinnu, en reynt er eftir
mætti að hafa sem mest hóf
á henni.
Fyrsti maður til vinnu á
morgnana er Gestur Guðfinns-
son. Hann kemur kl. 7 og les
þá prófarkir af því sem sett
var daginn áður. Kl. 8 mæta
prentararnir til vinnu, en blaða
menn koma kl. 8,30 og hefjast
þegar í stað handa við að vinna
nýjar fréttir á útsíður blaðsins.
íþróttaritstjórinn kemur á
sama tima með þær íþrótta-
fréttir, sem ekki var hægt áð
afgreiða kvöldið áður, aðallega
umsagnir um leiki. Miðað er við
að allt efni sé komið í prent-
smiðju ekki síðar en kl. 10.30
á morgnana, en út af því er þó
brugðið ef um mikilsverða
hluti er að ræða. Jafnskjótt og
blaðamenn hafa lokið við að
vinna efni morguns snúa þeir
sér að ýmiss konar fyrirfram-
vinnslu til hádegis, að þeir
fara í mat, en að loknu matar
hléi hefst nýr sólarhringur með
nýjum ritstjórnarfundi.
Auk blaðamannanna sækir
' ljósmyndari blaðsins, Gunnar
Heiðdal, alla ritstjórnarfundi,
en hann starfar að sjálfsögðu í
1 nánu samstarfi við blaðamenn
ina. Gunnar stjórnar einnig
' prentmyndagerð blaðsins, en
1 fyrir hálfu öðru ári fékk blað-
1 ið nýja myndamótavél, sem býr
til myndamót úr plasti, og er
. langtum einfaldari í meðför-
um en eldri myndamótavélar.
Gunnar vinnur þannig tvö-
falda vinnu, er bæði ljósmynd-
ari og prentmyndagerðarmað
ur, en það léttir á honum, að
hann tekur ekki einn allar
myndir fyrir blaðið. Blaða-
mennirnir bregða því fyrir sig
flestir að taka myndir ef á
þarf að halda, sérstaklega þó
Þorgrímur Gestsson, en hann
og myndavélin eru allt að því
óaðskiljanleg.
En fleiri þarf til að gefa út
blað en blaðamenn eina. Það
er hætt við að lítið yrði um
útgáfuna, ef engir prentarar
væru í fyrirtækinu. Alþýðu-
blaðið mun hafa færri prent-
ara en flest ef ekki öll önnur
blöð, en þetta eru yaskir menn,
sem láta ekki standa upp á sig.
Setjararnir eru fjórir: Baldur
Hólmgeirsson, Haukur Sig
hvatsson, Meyvant Hallgríms-
son og Sverrir Kjærnested, en
umbrotsmennirnir aðeins tveir
útlærðir: Émil Ingólfsson og
Hilmar Bernburg, en auk
þeirra starfar lærlingur prent-
smiðjunnar, Kristinn Bjarna-
son, aðallega að umbroti. —
Sjálfa prentunina annast Ágúst
Björnsson, og honum til að-
stoðar er Guðjón Smári Val-
geirsson.
Á dagblaði er það mjög mik
ilsvert að náin og góð sam-
vinna eigi sér stað milli rit-
stjórnar og prentsmiðju; eðli
sínu samkvæmt hljóta þessar
tvær deildir að haga vinnu
sinni með nánu tilliti hvor til
annarrar. Það hefur tvímæla-
laust orðið til þess að bæta
tengslin milli ritstjórnar og
prentsmiðj u á Alþýðublaðinu
og þar með valdið verulegri
hagræðingu í vinnu, að Sigur-
jón Jóhannsson ritstjórnarfull
trúi starfar sem fastur tengi-
liður milli ritstjórnar og prent
smiðju og sér um að þessir
tveir armar fyrirtækisins mæt
ist á réttan hátt í hinni daglegu
önn. Það er sérstaklega mikil-
vægt á síðdegisblaði að þessi
atriði séu í góðu lagi, vegna
þess að síðdegisblað verður að
halda föstum útgáfutíma, sem
ekki má breytast frá degi til
dags, en morgunblöðin hafa
ævinlega hálfa eða alla nóttina
til að hlaupa upp á, ef eitt-
hvað fer úr skorðum. Á síð-
degisblaði má það einfaldlega
ekki gerast að neitt fari úr
skorðum. Fyrst eftir að Alþýðu
blaðið breyttist í kvöldblað í
vor var útkomutími þess nokk
uð á reiki, en með aukinni
þjálfun starfsliðsins hefur það
atriði farið verulega batnandi,
og við ' vonum að nú sé svo
komið að það heyri til algjörra
undantekninga, ef blaðinu
seinkar meir en örfáar mínút-
ur.
Blaðamenn leggja blaði
aldrei til nema hluta þess efn-
is sem það flytur. Einhver
veigamesti þátturinn í hverju
einasta blaði eru þær auglýs-
ingar, sem það birtir. Auglýs-
ingarnar eru veigamiklar bæði
af því að birting þeirra er mik
ilsverð þjónusta við lesendur
Fi’h. á bls. 46.
Kristján Bersi Ólafsson, ritstjóri.
Sighvatur Björgvinsson, ritstjóri.
Þórir Sæmundsscn, framjkvæmdastjóri.
j