Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 24
56 — Alþýðublaðið 50 ára
Fölin, sem
fara vel,
fáið þér
hjá okkur. 1
ANDERSEN
&LAUTHHF.
burðum. ?
Allir hinii' eldri fylgjendur
Alþýðuflokksins mættu vita,
að Vilhjálmur S. Vilhjálmsson
vann flokknum mikið og marg-
.víslegt gagn. Hitt er erfiðara
að vega og meta, hvað hann
vann í þágu islenzks verka-
lýðs yfirleitt með blaða-
mennsku sinni og með öðrum
ritstörfum sínum — og þá ekki
sizt sagnaþáttunum úr lífi
reykvískrar alþýðu. Og víst er
um það, að hann var einn af
þeim tiltölulega fáu ritfæru
mönnum, er ég hef kynnzt,
sem vann betur og meira en
. með nokkurri sanngirni varð
. til ætlazt af honum.
Guðm. Gíslason Hagalín.
FRÉTTAÁR
Framh. af bls. 26
er líka minnisstæð alveg
hroðaleg prentvilla; Eggert
G. Þorsteinsson, núverandi fé-
lagsmálaráðherra, hét í frétt
hjá okkur — „Ekkert“! — Þó
hann hefði vaðið í okkur með
hríðskotabyssu, þá hafði það
ekki verið nema mannlegt. En
Eggert umgekkst blaðamenn
eins og séntilmaður. Daginn
sem prentvillan kom í blaðinu,
laukst upp hurðin hjá mér og
Eggert smeygði höfðinu inn
fyrir og horfði á mig í svo
sem fimmtán sekúndur án þess
að segja orð. Síðan lokaði hann
hljóðlega á eftir sér og var á
burtu. Þetta er eftirminnileg-
asta ofanígj öfin sem ég hefi
* fengið og um leið sú prúð-
mannlegasta. Daginn eftir var
að brjótast í mér að senda hon-
um afsökunarskeyti, en ég lét
ekki verða af því — því mið-
ur, finnst mér núna. Það átti
Vestfirzka harðfisksalan
Seljum fyrsta flok'ks vestfirzkan harð-
fisk, freðýsu og steinbít, þurrkaðan við
beztu skilyrði í útihjöllum á Vestfjörð-
um.
Seljum einnig inniþurrkaðan harðfisk,
roðlaus ýsuflök í 100 og 200 gr. pökk-
um, framleitt af HJALLANESI H.F.
VESTFIRZKA
HARÐFISKSALAN
Gresnsásvegi 7 - Reykjavík - Sími 38030
að hljóða Svona: „Kæri Ekk-
ert. Við meintum eggert með
þessu.“
— Hvaða forsíða var skæð-
ust í þinni tíð?
— Ég er hræddur um að ég
treysti mér ekki til þess að
órannsökuðu máli að nefna
skæðustu forsíðuna. Við vorum
með margar þó nokkuð ,skæð-
ar.‘ Flettu samt fyrir mig
fyrstu tveimur þremur vikum
Þorskastríðsins. Tókst okkur
ekki að verða fyrstir með
myndir frá „fjandmönnunum“
og síðan aftur með myndir af
töku fyrsta brezka togarans í
nýju landhelginni? Nú, og
manstu þegar sú gleðifrétt
flaug um landið að Júpíter,
sem var nánast talinn af, væri
kominn fram og allir við beztu
heilsu um borð. Það er gaman
að vinna þannig fréttir. Og svo
man ég þegar við ákváðum að
fara af stað með söfnun vegna
hungursneyðarinnar miklu í Al-
sír í kjölfar þess að Alsír-
menn urðu sjálfstæðir. Við
spöruðum ekki púðrið, en held-
urðu að Alþýðublaðið hafi í
annan tíma safnað myndarlegri
fjárfúlgu eða barizt harðar
fyrir góðum málstað?
— Hvað geturðu sagt mér
um Siggu Viggu?
— Sigga Vigga átti sér nokk-
urn aðdraganda. Mér var einu
sinni boðið á myndasýningu í
New York hjá The American-
Scandinavian Foundation og
þar á sýningunni var meðal
annars nokkuð stór Ijósprent-
uð mynd af dálítið hrekkja-
lómslegri stelpu með lurk fyr-
ir aftan bak og andspænis
henni var hábeljandi brezkur
aðmíráll sem var að klaga
hana fyrir brezkum diplómat
með þessum orðum: „Hún var
að hrekkja mig.“ Tilefnið var
stríðið um nýju landhelgis-
mörkin sem þá stóð sem hæst
og sú litla átti vitanlega að
tákna íslendinga sem stóðu sig
áreiðanlega drjúgt betur en
Bretinn hafði átt von á. Einn
af starfsmonnum ASF útskýrði
fyrir mér' myndirnar, en áður
en hann var búinn að segja
mörg orð um stelpuna með
lurkinn, þá togaði ég í ermina
á honum og sagði sem var:
„Ég er hræddur um að hún sé
bara eftir mig.“
— Sú mynd komst í erlend
blöð, var það ekki?
•— Jú, meira að segja í það
blaðið sem hefur stundum ver-
ið talið það virðulegasta í öll-
um heimi, The Times í London.
En þeim láðist nú samt að
senda mér borgun. Þetta var
ein fyrsta myndin sem ég
teiknaði í Alþýðublaðið og
stelpan var fyrirrennari ef ekki
fyrirmynd Siggu Viggu. Ég er
feginn að þú skyldir minnast á
hana, af því mér fannst hvað
leiðinlegast að jarða hana þeg-
ar ég: hætti j blaðamennskunni.
Mér,þótti virkilega vænt um
þá stúlku. Sú var nú ekki með
tvöfeldnina. Það muna furðu-
margir eftir henni eða mundu
eftir henni til skamms tíma, þó
kannski einkanlega úti á landi,
einkum í sjávarplássunum og
kannski einmitt af því að hún