Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 29

Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 29
Alþýðufolaðið 50 ára — 61 ónum eða 16,3% af áætluðum tekjum ríkissjóðs. Samtals er því áætlað að verja til félags- og fræðslu- mála 3962 milljónum króna eða rétt um helmingi ríkis- teknanna á árinu. Sé þar við bætt framlagi til heilbrigðis- mála, um 256 milljónum eða 3,2% teknanna, verður heild arupphæðin 4208 milljónir eða rösklega 52% af ríkistekj unum. Hlutfallstölurnar hér að framan sýna hversu mörg pró sent af tekjum ríkissjóðs á að verja til þeirra málaflokka sem að framan eru taldir. Þær leiða í ljós, að þriðjung ur allra tekna þessa sameigin lega sjóðs þjóðarinnar á að renna til Almannatrygging- anna, húsnæðismála og ann- arra félagsmála. Þessum þriðj ungi skal til þess varið að' bæta kjör þeirra, sem lakast standa að vígi í lífsbarátt- unni, vegna elli eða æsku, sjúkleika eða stopullar at- vinnu; svo og til aðstoðar þeim, sem ekki geta óstuddir komið sér upþ sómasamlegu húsnæði fyrir sig og sína. Hve miklum hluta af tekj- um ríkissjóðs var varið til þesara mála árið 1919? Svarið er: Núll. Sveitar- styrkurinn var þá eina hjálp in og bjargræðið. Skólamál og fræðlslumál voi-u þá og harla skammt á veg komin. Námsstyrkir eng ir, utan Garðsstyrksins. Á næsta ári skal verj a einum sjötta hluta ríkisteknanna til fræðslumála, vísinda og lista. Beinu tölurnar sýna, að fjögur þúsund milljónir króna, réttum helmingi af tekjum sameignarsjóðs þjóðarinnar, verður á næsta ári varið til þess að jafna aðstöðumun og tekjur landsmanna. Þessi tekjujöfnuður fæst með því, að nokkur hluti af tekjum þeirra, sem vel eða bezt eru megandi, heilbrigðir og á góð um starfsaldri, er fluttur til hinna, sem við lakari og lök- ust kjör búa. Fjórir milljarð- ar króna eru allmikil fjárhæð jafnvel þótt fullt tillit sé tek ið til þes, að krónan er smá orðin og að íbúatala landsins hefur meira en tvöfaldazt. Og hvar væri komið hag allra þeirra fjölmörgu þúsunda, er byggja verða lífsafkomu sína á næsta ári að miklu eða öllu leyti á bótum trygginganna, ef þeirra nyti nú ekki við? Fjarri fer því, að mér komi til hugar að balda því fram, að Alþýðuflokkurinn einn hafi komið á Tryggingalögun um og annarri félagsmálalög gjöf. Slíkt væri fásinna. Þar hafa fleiri verið að verki. Fjöldi góðra manna og kvenna utan hans hafa unnið með honum að málum þess- um. Og allir flokkar Alþing- is eiga sinn þátt í því, mis- munandi mikinn og á breyti- legum stigum þróunarinnar, að svo hefur þokazt í rétta átt, sem að framan er lýst. Fyrstu 15 árin máti segja, að andstaðan væri eindregin hjá öllum hinum þingflokkun um enda var þá þingstyrkur Alþýðuflokksins lítill. En eft ir að Alþýðuflokkurinn hafði eflzt svo, að hann gat knúið fram fyrstu löggjöfina um al mannatryggingar, 1935, og reynslan af þessari löggjöf var lýðum Ijós, nytsemi hennar og nauðsyn, gjörbreyttist afstaða hinna þingflokkanna. Upp frá því snerust þeir yfir leitt til fylgis við endurbætur á tryggingunum og veittu A1 þýðuflokknum liðsinni. Hitt leyfi ég mér hiklaust að fullyrða, að Alþýðuflokkur- inn hefur átt frumkvæðið og allt frá upphafi haft foryst- una í baráttunni fyrir að koma Tryggingalöggj öfinni á og endurbæta hana stig af stigi. Og í þessari baráttu hef ur Alþýðublaðið æ og ávallt staðið í fylkingarbrjósti, bar- áttunni fyrir hagsmunum al- þýðunnar, baráttunni gegn fá fræði og skorti, baráttunni fyrir jöfnuði, menntun og rétt læti. Það hefur verið vopn og verja alþýðunnar í sókn og vörn með þeim árangri, að al menningsálitið, afstaða kjós- enda landsins vel flestra hef ur gerbreytzt til réttrar áttar og þingflokkanna þar af leið andi einnig. — Allir vildu nú Lilju kveðið bafa. Því fer þó fjarri, að trygg- ingamálunum sé komið í það horf, sem Alþýðuflokkurinn keppir að. Bótaupphæðirnar eru enn alls ófullnægjandi þeim gamalmennum og ör- yrkjum, sem ekki hafa aðrar tekjur við að styðjast og ekki njóta hælisvistar. Því miður verður að játa, að síðustu ár- in, síðan efnahagsörðugleik'ar þjóðarinnar hófust, hefur þró un þessarar löggjafar stöðv- azt og ekki haldizt í horfinu. Almenningsálitið til stuðn- ings tryggingunum er orðið svo sterkt og almennt að ekki varð við slíkt unað. í síðustu samningum verkalýðlsfélag- anna v/atvinnurekendur hafa nú verið tekin inn ákvæði um sérstaka lífeyrissjóði fyrir sjó menn og verkamenn. Sjóðir þessir skulu myndaðir með ár- legum framlögum atvinnurek enda og sjóðsfélaga. Slíkir sjóðir verða mikilsverð upp- bót á hinum lögboðnu trygg- ingum, en eru lítils megnugir fyrstu einn til tvo áratugina. Hefur því ríkisstjórnin fallizt á að leggja fram nokkurt fé árlega til þess að starfsemi sjóðanna geti hafizt nú þegar. Ekki er minni vandi að gæta fengins fjár en aflia. Enn þarf að endurbæta og efla tryggingarnar, bæta skipulag þeirra og annarra félagsmála, og efla og treysta undirstöð- urnar. í þeirri baráttu mun Alþýðuflokkurinn enn hafa forystuna og Alþýðublaðið verða í fylkingarbrjósti í sókninni. Þökk sé því fyrir unnin störf. Beill og hamingja fylgi því í framtíðinni. STEFÁN Framhald bls. 7. andi. Áfram er og verður vissulega sótt að réttindamál- um alþýðunnar og má því ekki sofna á verðinum. Bar- áttan fyrir frelsi og réttind- um alþýðunnar, verður að heyja látlaust, því má Al- þýðublaðið og aðstandendur þess aldrei gleyma. Það var hlutskipti mitt að hafa með höndum um ára- skeið formennsku í Alþýðu- flokknum. Af því leiddi, að ég þurfti að hafa nána samvinnu við ritstjórn Alþýðublaðsins. Það var mér ánægjulegt og áhrifaríkt samstarf. Ég var einnig svo lánssamur að á mestu þessu tímabili var Stefán Pétursson ritstjóri blaðsins. En með honum var auðvelt og ánægjulegt að vinna. Á hálfrar aldar afmæli Al- þýðublaðsins vil ég óska því allra heilla og vænta þess að því takist að berjast skel- egglega fyrir frelsi og rétt- indum íslenzkra alþýðu — frelsi, jafnrétti og bræðralagi •— fyrir jafnaðarstefnunni. Stefán Jóh. Stefánsson. EMIL Framhald af 9. síðu. við hin erfiðustu skilyrði, án nauðsynlegustu hjálpargagna og með mjög takmörkuðum mannafla. Ég vildi mega nota þetta tækifæri til þess að flytja þessum mönnum öllum hug- heilar þakkir fyrir þeirra á- gætu störf. Þeir hafa verið flokknum mikill styrkur. — Sömuleiðis vil ég þakka öllum þeim mörgu, sem með fjár- framlögum hafa gert útkomu blaðsins mögulega, og þá al- veg sérstaklega útgáfufélag- inu, sem hin síðustu misseri hefur séð um útgáfuna. Blað- inu sjálfu vildi ég óska góðs gengis í framtíðinni, því að án blaðsins getur flokkurinn ekki verið. Emil Jónsson. HANNIBAL Framhald a£ bls. 7. þess. En ég sé, að það var ritað af eldlegum áhuga og glóðheitri sannfæringu um réttmæti jafnaðarstefnunnar. Ólafur Friðriksson var alltaf viðbúinn, hvort heldur var á mannfundum eða á ritvellin- um. Penni hans var enginn leigupenni. Hjarta jafnaðar- onannsins sló á bak við pll hans orð, rituð sem töluð. Slíkt blað, þótt lítið væri og Óskum Alþýðublaðinu til hamingju í itilefni 50 ára afmæli þess. V Vörumarkaðnrinn hf. J ÁRMÚLA 1 A - REYKJAVÍK - SÍMI81680 REKISIJTVARPID Skúlagötu 4 ; ^ Auglýsingasímar 22274 -22275 ......... . r , fl.it ’’i \ . Cftf- ' ( '" V • ' 'i" -f . <•! ...... ( •" ' ■ I '■'••."■ ' ; •' '»* - '-v" ; ——-----------------------—I---------------------------------------------------------------- £0 OK-fuerv sli.aiuliSðSBll’ íiT l ....._

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.