Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 26

Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 26
58 — Aiþýðublaðið 50 ára iimwii Iiini. .• ... Iimwwiiimmup,i»M|wTTmir .im iir .., .. i.!i.n.n— HVERS VECNA SKODA T SKODA er ótrú'ega ódýr, frá kr. 211.700,00 SKODA hefUr hátt endursölúverS SKODA er öruggur í frosti og kuldutn SKODA býður upp á lágt varahlutaverð og góða varahlutaþjónusfu TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.E f| Auðbrekku 44—46, Kópavogi - Simi 42600- | V SKODA býður upp á örugga viðgerðarþjónustu SKODA ér traustur, aflmikilf, sparneytinn SpyrjiÖ nágrannann, hann á senniíega Skoda ÞETTA ER Framh. af bls. 23. degi sem öll sýna mismunandi fleti á mannlegu lífi. Finnbogi Rútur réðst í að setja Alþýðublaðið upp eins og títt var um stórblöð er- lendis. Hann hugðist nota stórt letur í fyrirsagnir sem látnar yrðu ná yfir marga dálka. Hann vildi hafa myndir til að varpa skýrara ljósi yfir atburði, svo og leturbreyting- ar, uppslátt og undirfyrirsagn- ir, en slíkt mátti þá heita alls óþekkt í blöðum hér á landi. Hér var við ramman reip að draga því ■ prentsmiðja blaðsins-var ekki útbúin fyr- ir slík vinnubrögð, þótt allir væru af vilja gerðir. Feitt for- málaletur virðist ekki hafa verið til og fyrirsagnaletur mjög af skornum skammti. Fyrstu mánuðina má sjá ef flett er blaðinu frá þessum tíma að hinn nýi ritstjóri er að þreifa sig áfram með notk- un fábreyttra leturtegunda og stundum undirstrikar hann skáletur þegar hann sýnilega vildi eiga kost á sterkari let- urgerð. En þennan skort lét hann ekki aftra sér, er frá leið fékk prentsmiðja blaðsins stórt og áberandi letur, og það væri synd að segja, að Finnbogi Rútur hafi ekki þorað að nota það, hann skorti yfirleitt ekki hug til að segja það sem hann taldi að blað alþýðunnar ætti að1 segja og á þánn hátt sem hann hugði bezt skiljast af hlutaðeigandi. Það var aldrei meining Finnboga Rúts að gera bylt- ingu í íslenzkri blaðamennsku. Hann segir sjálfur í grein á forsíðu er hann tók við rit- stjórastarfi, að það vaki ekki fyrir honum að reyna að bæta íslenzka blaðamennsku, hann vilji aðeins leitast við að bæta Alþýðublaðið. En hin nýja blaðamennska þar sem frétt in, viðburðurinn sjálfur, var aðalat'riði málsins vakti gífur- lega athygli. Við að lesa hið nýja Alþýðublað varð breyt- ing í huga blaðalesandans, — hann tók vitandi eða óafvit- andi að gera nýjar kröfur til blaða. Og þá var ekki að sök- um að spyrja. Önnur bjöð sigldu í kjölfarið, og allt í einu var orðin bylting í ís- lenzkri blaðamennsku. Menn voru að því er mér er tjáð dálitla stund að átta - sig á hvað skeð hafði. ■ Áður höfðu hin pólitísku vopnaviðskipti verið mest á- berandi í yfirbragði blaðanna. Blöðin voru vígvöllur stjórn- málamanna, en sinntu minna öðrum skyldum. En þó að Al- þýðublaðið væri komið með þennan svip að láta atburð- inn í hverju tilfelli vera mest áberandi þá kom hin pólitíska lína eigi að síður skilmerki- íega -fram bæði í anda frá- sagnarinnar og viðfangsefn- um. Og pólitískar fréttir voru sagðar ein-sog fréttir, en ekki eins og jag, og þannig komst pólitískt mikilvægi hennar jafnvel enn betur til skila. Þá má lengi deila um hvað teljast skuli gott' blað. En hvaða skilgreining sem-verð ur fyrir valinu þá hlýtur eitt höfuðatriðið alltaf að vera að hafa lag á að.láta taka eftir sér. Pólitískt málgagn getur að litlu gagni komið ef ekkert heyrist í því. Vera má að það mæli orð spekinnar á hverj- um degi, en ef þennan mikil- væga eiginleika vantar verða þau lítið annað en eintal sál- arinnar hjá flokknum og rit- stjórninni. Það var sannarlega tekið eft ir Alþýðublaðinu hjá Finn- boga Rúti. Sagt er að fólk sé þannig gert yfirleitt að það kaupi ekki endilega það blað sem er ske- ekkiihöpi S5íÍ-': Hvers vegna er fjölskyldunnar eftir máltíðir? Vegna þess að heimilið vantar uppþvottavél, en uppþvottavél gjör- breytir heimilisvenjum. Við matborðið kvíðir húsmóðirin ekki upp’pvottinum. Eftir máltíð bíður fjölskyldan ekki húsmóðurinnar. Sameiginlega nýtur fjölskyldan Kitchen Aid uppþvottavélarinnar. í 20 ár hefur Kitchen Aid ætíð verið mest selda vélin hér á landi. Vegna verulegs verksmiðjuafsláttar er þessi ameríska úrvalsvél nú á mjög hagstæðu verði. Kynnið yður greiðslukjörin meðan birgðir endast.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.