Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 17
Alþýðublaðið 50 ára — 49 Guðjón Sveinbjörnsson, bflstjóri Jóhann Sigurðsson, bílstjóri Framh. af bls. 46. var gerð í því augnamiði að reyna að koma rekstri blaðs- ins í viðunanlegt horf. Það er ekkert leyndarmál að síðustu árin sem flokkurinn rak blað- ið var rekstrarhalli þess orð- inn mjög verulegur. Á þeim tæpum tveimur árum, sem liðin eru frá breytingunni, hef- ur staða blaðsins batnað til muna, þótt enn vanti nokkuð á að afkorna þess hafi verið tryggð til frambúðar. Á fimm- tíu ára afmæli blaðsins væri því engin afmælisgjöf færð betri en sú, að útbreiðsla þess ykist svo mikið að engu þyrfti að kvíða um framtíðina. Okk- ur sem störfum við blaðið er fyllilega ljóst, að slíkt gerist ekki nema blaðið vinni til þess sjálft, og nú á þessum tíma- mótum beinist öll viðleitni okk ar líka að því að reyna að bæta blaðið, gera það fjölbreyttara og eftirsóknarverðara lesend- um. Útlitsbreytingin á síðasta vori.og breyting útkomutímans sem fylgdi í kjölfar hennar, voru fyrstu skrefin í þá átt, og þótt okkur hafi ekki í alla staði tekizt að fylgja því eft- ir, sem þá var fitjað upp á, höfum við strax notið þeirrar ánægju að sjá önnur blöð taka upp sumar þeirra nýjuga sem við tókum upp þá, bæði hvað útlit snertir og efnisval. Þeim heildarblæ í útliti sem þá var tekinn upp mun blaðið fylgja í nánustu framtíð, jafnvel þótt sá maður er mestan þátt átti í að móta hið nýja yfirbragð, Jón Karlsson, hafi nú nýlega látið af störfum hjá blaðinu. En það er annarra en okk- ar að dæma um það, hvort þessi viðleitni okkar til að bæta blaðið, ber árangur eða ekki. Vonandi rennur sá dag- \ I ur þó aldrei upp, að íslenzk jafnaðarstefna verði að sjá á bak málgagni sínu. Jafnaðar- stefnan á enn erindi við ís- lendinga, ekki síður en fyrir hálfri öld þegar Alþýðubiaðið var stofnað, og meðal annars af þeirri ástæðu tel ég að Al- þýðublaðið eigi enn erindi við íslendinga. Kristján Bersi Ólafsson. ferðaskrifstoía bankastræti 7 símar 16400 12070 í þúsund ár átti þjóðin sér þann draum... að sigrasl á einangrun og fjarlægð frá öðrum þjóðum. Um aldaraðir voru utanlandaferðir sérréttindi aðeins ríkustu þjóðfélagsþegna. Nú er orlof vinnandi fólks lögboðin nauðsyn og engirr stofn- un á íslandi hefur gert það að verulerka í eins stórum stíl og Ferðaskrifstofan SUNNA að gera skipulegar sumarleyfis- ferðir til sólskinslanda og frænda okkar á Norðurlöndum, að almenningseign. Hinar vinsælu og ódýru leiguflugferðir SUNNU til Spánar og Norðurlanda hafa veitt þúsundum ís- lenzks alþýðufólks tækifæri til þess að njóta sumarleyfis á erlendri grund. — Utanlandsferðir eru ekki lengur og eiga ekki að vera sérréttindi fárra útvaldra. ífr Á næsta ári mun Sunna-í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr gefa þúsundum íslendinga tækifæri til þess að komast ódýrt til útlanda. Við erum1 þegar farnir að undirbúa ferða- áætfanir ársins 1970. Þá- bætum við mörgum nýjungum við okkar þekktu áfangastaði á leiguflugsleiðum. íc) Við óskum Alþýðublaðinu til hamingju með 50 ára af- mælið. ' y Barátta þess hefur vakið marga til umhugsurrar um það, að öllurrr er bezt, að lífsins gæði, og líka utanferðir séu almenningseign, tilbreytni og skemmtun, sem ekki á aðeins að vera á færi fárra útvaiinna að veita sér. Þess vegn'a VÍt- um við, að Alþýðublaðið styður starfsemi SUNNU. ' 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.