Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 27

Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 27
Alþýðublaðið 50 ára — 59 ! leggastur málsvari þess, held- ' ur hitt sem það hefur m/5st gaman af. Þegar Finnbogi Rútur tók t við Alþýðublaðinu var út- breiðsla þess lítil, mér er sagt af sumum allt niður í 2000 eintökum, jafnvel allt niðri í 1200. En áður en langt leið ’ var farið að prenta margar 1 þúsundir, og stundum mun upplagið hafa komið upp und ir tíu þúsund þegar salan var ] mest á götunni. Skyldi nú ekki Alþýðublað ið hafa verið allmiklu mátt- ugra pólitískt málgagn með ’ slíkri útbreiðslu heldur en þeg ar það var miklu minna ' nokkru fyrr? Þeirri spurningu verður ekki svarað nema með já- kvæði. Við þessir forföllnu frétta- 1 snápar segjum oft að þessi ’i eða hinn hafi gott blaðamanns 1 nef. Og blaðamanns-nef Finn j boga Rúts kom að góðu haldi i við fleira en Alþýðublaðið. 1 Alþýðuflokkurinn gaf út kosn i ingarit vorið 1934 sem mikla i athygli vakti. Eg veit ekki i hver samdi þetta rit, en upp- 1 setningin og hversu því er i ritstýrt er sýnilega eftir Finn 5 boga. Það þori ég að fullyrða ] af þeim stíl sem þá var á Al- \ þýðublaðinu. Finnbogi Rútur var þeii’r- ar skoðunar um mannahald I að bezt væri að hafa fáa 1 menn en góða inni á blaðinu, \ en á hinn bóginn skyldi kaupa 'j efni frá penna ritfærra manna. Meðal þeirra sem þá * skrifuðu að staðaldri. í blað- ið voru Magnús Ásgeirsson, 'l Steinn Steinarr og Sigurður i Einarsson. Blaðamennirnir ] voru aðallega Vilhjálmur S. 1 Vilhjálmsson sem lengst allra hefur við það starfað, Stefán Pj etursson og síðar Karl ía- feld. , Samt var fjárhagur blaða- i ins þröngur, það hefur alla 'l tíð átt við erfið kjör að búa. Finnbogi hafði ákveðna upp hæð sem hann mátti verja til ritstjórnarinnar, en það varð i að fara sparlega með og reyna að spila vel úr litlu. \ Finnbogi Rútur sagði ein- j hverju sinni er við ræddum 1 um blaðamennsku- j — Þetta er eitruð prófessj- 1 ón, maður losnar aldrei alveg \ við hana. i Já, það er víst dagsatt að ) sá sem einu sinni hefur verið ] blaðamaður, fengið bakterí- 1 una, verður blaðamaður með- ) an hann tórir hvaða störf sem | hann stundar. Og ég hef tek- ‘ ið eftir því að Finnbogi ræð- j ir enn um þessi löngu liðnu \ ár eins og þátttakandi. Þau 1 snerta hann enn. Þetta voru ' líka mikil ár er stór og drama tísk tíðindi gerðust og frá ' miklu var að segja í blöðum. Sigvaldi Hjálmarsson. HARALÐUR Framhald af 8. síðu. [ mála sem Alþýðublaðið þeg- ar við upphaf ferils síns hóf baráttu fyrir, þau ein sem Alþýðuflokkurinn taldi mest aðkallandi að færa til betri vegar. Hin eru margfalt fleiri þjóðnytjamálin sem Alþýðu- blaðið þá og síðar hefur beitt sér fyrir og borið fram. En öll eiga þau sammerkt í því að þau horfa til þjóðarheilla og meira réttlætis, jafnaðar og félagshyggju. Af framansögðu verður ljóst að höfuðmál þau sem Alþýðublaðið stöðugt leggur aðaláherzluna á eru þessi: Félagsmál, þ. e. trygging- ar- og húsnæðismál, til efnalegs öryggis alþýðu; fræðslumál og menningar til andlegs þroska og heilbrigðismál. Alþýðublaðið hefur jafnan búið við erfiðan og þröngan fjárhag. Það hefur því ekki staðið vel að vígi í sam- keppninni við önnur dagblöð sem hafa áhrifamikla og fjár sterka aðila að bakhjarli. Þessi blöð hafa á að skipa nægum mannafla, getið aukið stærðina að vild og ráðið fjölda ritfærra manna til að skrifa um fjölbreytt, fróðlegt og skemmtilegt efni auk stjórnmálagreina. Þau geta keypt dýra fréttaþjónustu, myndaúrval o. S. frv. Þetta hefur Alþýðublaðið ekki getað veitt sér nema að VARANLEG VIÐARVÖrLi MARGIR UTIR ALHLIÐA TRÉLÍM FEGRIÐ VERNDIÐ VEL HIRT EIGN ER VERÐMÆTARI NOTIÐ HINAR LANDSÞEKKTU MÁLNINGARVÖRUR OKKAR, SEM VIÐ BJÓÐUM NÚ í STÆRRA ÚRVALI EN NOKKRU SINNI FYRR - VALIN EFNI - VANDAÐAR VÖRUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.