Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 29.10.1969, Blaðsíða 21
Alþýðublaðið' 50 ára — 53 Óskum Aþýðublaðinu iil hamingju í lilefni 50 ára ahnælísins Linda hf. Akureyri Drengir heita... Framh. af bls. 21. lendinga við frændþjóðir þeirra og Breta? Hann sagði við mig — ég held ég muni það orð- rétt — : Það var mér mikil viljaraun að játa loks fyrir sjálfum mér, að þetta væri sann færing mín, en eftir að ég hafði gert það, var vandinn enginn, -— mér veittist ekki örðugt að viðurkenna það fyrir öðrum, sem sumir voru nánir vinir mínir og félagar.“ Svo réðst hann að nýju til starfa hjá Alþýðublaðinu 1927 og þar vann hann eingöngu til ársins 1946. Og pistlana, sem hann birti undir nafninu Hann- es á horninu skrifaði hann 1 blaðið allt til æviloka. Þá skrif aði hann einnig viðtöl handa blaðinu og við og við ritdóma, en annars helgaði hann hina mi’klu starfskrafta sína ritstörf um, sem ekki voru í þágu blaðs ' ins. Hann var ritstjóri Útvarps tíðinda 1946—48, hafði síðar með höndum ritstjórn tímarits ins Heima er bezt og safnaði öllu efni í Blaðamannabókina, 1 sem kom út í tveimur, stórum 1 bindum. Einnig safnaði hann þáttutn í Fólkið í landinu og ritaði suma þættina sjálfur. Hann skrifaði og það skáldrit, v sem ég hef áður á minnzt og smásagnasafn, sem hann nefndi Á krossgötum. Hann ritaði , einnig nokkrar ævisögur og fleiri bækur en Fólkið í land- inu, sem fluttu æviágrip og við talsþætti. Loks innti hann af hendi ýmis trúnaðarstörf fyrir Alþýðuflokkinn, og hann var mikill áhugamaður um starf og velfarnað Félags íslenzkra rit- höfunda, var þar stundum í stjórn og eitt ár formaður. Þá er getið er hinna miklu starfa Vilhjálms, má ekki gleyma því að þó_ að hann væri maður mikiílar starfsorku og hartnær ódrepandi seiglu, átti hjónaband hans mikinn og ó- metanlegan þátt í þvi, hve ævistarf hans varð mikið og farsælt. Þrítugur kvæntist hann Bergþóru Guðmundsdóttur frá Hrauni í Keldudal í Dýrafirði. Hún var komin af duglegu og þróttmiklu alþýðufólki vestur þar. Föður sinn missti hún ung. Hann drukknaði frá stórum hópi barna. Bergþóra komst þá á ágætt heimili í Haukadal í Dýrafirði, og ólst hún þar upp, unz hún vildi fara sinna eigin ferða. Hún er kona sístarfandi, trygglynd og rólynd, reyndist ástrík og umhyggjusöm eigin- kona og móðir, og auk þess átti hún hin sömu félagslegu hugð- arefni og bóndi hennar og sinnti þeim af festu og fórnfýsi. Þau Vilhjálmur áttu fjögur mynd- arleg börn. Við Vilhjálmur vorum í átta mánuði samstarfsmenn við Al- þýðublaðið. Þá var Haraldur Guðmundsson ritstjóri þess. hafði ýmsu öðru að sinna sem einhver hinn helzti forvígis- maður lýðræðisaflanna innan. Alþýðuflokksins og fór meðal annars utan og var alllengi i burtu. f fjarveru hans vorum við Vilhjálmur tveir einir starfsmenn blaðsins. Ég hafði komið frá Noregi sumarið (1927 Framh. á gls. 55« í hinni nýju húseigendatryggingu eru sameinað ar í eina tryggiragu fasteignatryggingar, sem hægt hefur verið að kaupa isérstaklega undanfarin ár. Með þes'sari sameiniragu hefur tekizt að lækka iðgjöld verulega. — ATH.: 90% af iðgjaldi er frádráttarhæft við 'skattaframtal. KYNNIÐ YÐUR HIN HAGKVÆMU TRYGGINGARKJÖR. ■ Umboðsmenn um land allt. VATNSTJÓNSTRYGGINGU GLERTRYGGINGU FOKTRYGGINGU INNBROTSTRYGGINGU BROTTFLUTNINGS OG HÚSALEIGUTRYGGINGU SÓTFALLSTRYGGINGU ÁBYRGÐARTRYGGINGU HÚSEIGENDA Hin nýja húseigendatrygging innifelur eftirfarandi fryggingar: LAUGAVEGI 103 - SÍMI 24425

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.