Vísir - 18.11.1977, Page 17

Vísir - 18.11.1977, Page 17
visir Föstudagur 18. nóvember 1977 17 TILBOÐIÐ MIKLA Líf okkar nútímafólks er umflotið kostatilboðum sem við höfum ekki und- an að skoða og skilgreina. Kjarapallarnir eru hvar- vetna og hagsbætur heimilanna í húfi ef við rönkum ekki við okkur. Hætta er á að í mold- viðri margra sértilboða missum við sjónar á hin- um raunverulegu stór- boðum. Vettvangur dagsins Halldór Laxness lætur Snæ- friöi Islandssól segja: Vettvangur dagsins er ekki minn vettvangur. Sennilega læöist sú hugsun iöulega aö okk- ur i dagsins önn, aö vettvangur þjóömála sé ekki okkar vett- vangur vegna þess aö viö eigum þar ekki innangengt, þó viö gjarnan vildum. í kosningum til Alþingis og sveitastjórna getum við valiö milli stjórnmála- flokka, sem bjóöa hver um sig upp á lista meö nöfnum, er viö kjósendur ráöum engu um. í hæsta lagi getum við meö til- færslu á röö nafna eða útstrikun látiö álit okkar i ljósi, án vissu um aö þaö hafi áhrif. Nú er komiö boö — I fyrsta, annaö og þriöja sinn — hver kallaði eins og þaö hljómar á „aksjónunum”. Sjálfstæöis- flokkurinn býöur reykvýskum kjósendum aö koma og raöa fólki á framboöslista fyrir næstu Alþingiskosningar. Nánar til- tekiö, allir stuöningsmenn Sjálf- stæðisflokksins, er eiga munu kosningarétt i Reykjavik við almennar kosningar geta komið og valið i prófkjöri. Listi meö nöfnum 43 manna er framsettur og valiö framundan Heimasætan og bræður hennar Kosningaréttur i þeirri mynd, f V V: Björg Einarsdóttir fulltrúi vekur m.a. at- hygli á því í þessari grein, að Norðmenn . hafa fjölgað konum á norska stórþinginu úr, 15% í 24% á sama tima og konur skipa aðeins 5% sæta á Alþingi Is- lendinga. sem nú gerist á sér ekki ýkja langa sögu hér á landi og fram- an af var hann skilyrtur meö ýmsu móti. Kosningarétturinn tók miö af efnahag manna og kynferði. Þeir sem eignir áttu höföu kjörgengi og kosningarétt og gilti eingöngu um karla. Þaö var ekki fyrr en 1920 aö konur hér á landi ööluðust óskertan rétt til kjörgengis og kosninga þ.e. til jafns við karla. Meö stjórnarskrárbreytingu 19. júni 1915 fengu konur þennan rétt við 40 ára aldursmark, en karlar gátu þá kosiö 25 ára gamlir. önnur breyting á stjórnarskránni fimm árum siöar jafnaöi svo þennan mun. Ein háöldruö vinkona þeirrar, er þetta ritar skoöar rétt sinn til aö skjósa sem helgan rétt og hún hefur enn i dag ætiö mikinn viöbúnaö þegar fariö skal á kjörstaö. Hún býst sjaldhafnar- fötum, býður heim til hressinga aö lokinni för og segir frá þvi, er hún sem ung heimasæta mátti, ásamt móöur sinni, horfa á eftir fööur slnum og yngri bræörum riöa heiman á kjörstaö. Hún segir einnig frá heiti sinu, aö aldrei skyldi hún láta undir höfuö leggjast aö notfæra sér þennan rétt eftir að hún og kynsystur hennar fengu hann. úreltur vani Ef hin aldraða heiöurskona héldi hér á penna er ekki vafi hvaö úr honum drypi. — Aödáun á einurð og átaki norskra kvenna er þær sam- eiginlega lyftu konum á norska Stórþinginu úr 15% I nær fjóröahluta eöa 23,9% i kosningum I haust. — Vonbrigöi hennar yfir þvi að Islenskra konur eru eftirbátar allra nágranna sinna og þó lengra væri leitað, en konur eru nú aöeins 3,7% I sveita- stjórnum hér á landi og 5% á Alþingi. — Áskorun um aö gera átak i þá veru, aö konur komi fram á sjónarsvið þjóömálanna, að vettvangur dagsins veröi þeirra vettvangur, aö þær uppfylli skyldur og nýti réttindi sln til fulls. — Aö akur þjóöfélagsins sé I öll- um greinum yrktur fjölda karla og fjölda kvenna. Aö viö látum af þeim úrelta vana aö velja aðeins eina konu til að hafa tegundina meö og hefj- um hvatningu til kvenna með þvi aö kalla þær fram á völl- inn. Stundin er nú Tilboöin eru opin, nú er aðeins aö notfæra sér þau. Rödd þeirra sem þekkja tvenna tima rumsk- ar viö okkur og segir þekkjiö vitjunartimann. Réttur sem ekki er notaöur fellur öörum til handa. Það var ekki fyrr en 1920 að konur hér á landi öðluðust óskertan rétt til kjör- gengis og kosninga þ.e. til jafns við karla. Myndin er frá kvennafrideginum 24. október 1975. Leikbrúðumar kveðja Leikbrúöuland: " Sýnir þa um Meistara Jakob og fl« gamla og góöa kunningja, aö Frikirkjuvegi 11 á sunnudaginn, kt. 15. Þetta er siöasta sýning á þessum þáttum — og þvi ekki um annaö aö ræöa en drifa sig, fyrir þá sem ekki hafa komist ennþá. Síðar barnaúlpur Verð frá kr. 4.950 Síðar dömu- og herraúlpur Verð kr. 7.400 Mittisúlpur Verð frá kr. 7.210 PÓSTSENDUM Laugavegi 116' Símar 1-43-90 & 2-66-90

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.