Vísir - 18.11.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 18.11.1977, Blaðsíða 10
10 VÍSIRl Utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: DaviA Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson(ábm) ólafur Ragnarsson [ ' Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund ur Pétursson. Umsjón með HelgarblaAi: Arni Þórarinsson BlaAamenn: Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Óskar Hafsteins- ; son, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Magnús Ölafsson, Óli Tynes, Sigur 1 veig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson Ljósmyndir: Jón Einar Guðjónsson, Jens Alexandersson. Auglýsinga og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: SíAumúla 8. Simár 86611 og 82260 AfgreiAsla: Stakkholti 2-4, Sími 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. Sími 86611, 7 linur. Áskriftargjald kr. 1500 á mánuði innanlands. i. Verð i lausasölu kr. 80 eintakið. • Prentun: Blaðaprent h.f. Útvarpsfjölmiðlun undan flokksrœðisstjórn Þegar Guðmundur H. Garðarsson mælti fyrir frum- varpi sinu um frjálsan útvarpsrekstur síðastliðinn mið- vikudag upplýsti hann, að yfir sexhundruð ungmenni hefðu skrifað undir áskorun til Alþingis um að afnema rikiseinokun á útvarpsfjölmiðlun. Þetta er skemmti- legur stuðningur við þær kröfur, að horf ið væri frá þeim afturhaldssömu reglum, sem nú gilda um þetta efni. Það er í hæsta máta óeðlilegt, að Alþingi geti með lagasetningu útilokað einstaklinga eða félög þeirra frá því að hagnýta sér þá f jölmiðlunarmöguleika, sem tækn- in leyfir. Engum hefur dottið í hug að fella blaðaútgátu undir ríkiseinokun og er hún þó miklu meira fyrirtæki en rekstur staðbundinna útvarpsstöðva. Stjórnmálaflokk- arnir eiga ekki i gegnum ríkiseinokunina að hafa meiri rétt til útvarpsf jölmiðlunar en aðrir aðilar í þjóðfélag- inu. Guðmundur H. Garðarsson, benti á það í framsögu- ræðu sinni fyrir frumvarpinu, að viða í Evrópu eru nú uppi hugmyndir um aukið frelsi varðandi útvarpsrekstur Og sums staðar hefur ríkiseinokunin verið afnumin. Hann vakti t.a.m. athygli á, að Bretar hafa heimilað rekstur fjölda sjálfstæðra útvarps-og sjónvarpsstöðva. I Sviþjóð hafa einnig verið uppi alvarlegar hugmyndir um aukið frelsi í þessum efnum. Svíar hafa sennilega öðrum lýðræðisþjóðum fremur orðið fyrir barðinu á f lokksræðisáhrifum rikisf jölmiðlunar. Andsvarið kemur fram i kröf um um f relsi til staðbundins útvarpsreksturs. Fyrstu umræðu um frumvarp Guðmundar H. Garð- arssonar er ekki lokið. En eins og vænta mátti hafa afturhaldsöf lin þegar gripið til varna fyrir ríkiseinokun- ina. Bæði Páll Pétursson þingmaður Húnvetninga og Svava Jakobsdóttir þingmaður Reykvikinga mæltu gegn afnámi ríkiseinokunarinnar með þeim rökum, að það myndi færa peningamönnum sérstök forréttindi. Þetta eru falsrök. Það er miklu minna mái að reisa staðbundna útvarpsstöð en gefa út dagblað. Ef þessir þingmenn væru samkvæmir sjálfum sér í málflutningi myndu þeir að sjálfsögðu leggja til að blaðaútgáfa yrði bönnuð og stjórnmálaf lokkarnir fengju síðan eitt sam- eiginlegt ríkisblað til umráða. En þetta gera þeir ekki af því að það stangast á við stjórnarskrárverndað tján- ingarfrelsi. Og að réttu lagi ætti sama að gilda um út- varpsf jölmiðlun. Á hinn bóginn má taka undir hugmyndir Svövu Jakobsdóttur um meiri hreyfanleika við ráðningu em- bættismanna rikisf jölmiðlanna. Heppilegt væri að taka þar upp i ríkari mæli tímabundnar ráðningar. Og reyndar mætti sama gilda um fleiri svið ríkiskerfisins. En hugmyndum hér að lútandi má ekki blanda saman við það grundvallaratriði að afnema ríkiseinokunina eins cg Guðmundur H. Garðarsson leggur til. Magnús Torf i Ólafsson lýsti í þessum umræðum miklu skynsamlegri hugmyndun en Svava Jakobsdóttir og Páll Pétursson. Hann taldi rétt að athugaðir yrðu mögu- leikar á stofnun sjálfstæðra útvarps- og sjónvarpsstöðva úti á landsbyggðinni fyrir utan einkaleyfiskerfi gildandi laga. Hugmyndir af þessutagi miða vissulega í rétta átt, þó að þærgangi ekki nógu langt. Ellert B. Schram f lutti á sinum tíma frumvarp á þingi, er byggði á svipuðum við- horfum. Ef til vill má brjóta isinn með þessu móti og því ástæða til að hugleiða þann kost í alvöru. Tillögur um frjálsan útvarpsrekstur eru með öllu óskyldar gagnrýni á Ríkisútvarpið. Hún er allt annar handleggur. Krafan um frjálsan útvarpsrekstur innan þeirra marka, sem tæknilegar aðstæður leyfa, lýtur að grundvallarréttindum. Það er rétt, sem Guðmundur H. Garðarsson bendir á, að nú um stundir gera menn miklu meiri kröfur til frjálsræðis en áður. Við erum smám saman að sigla út úr tímabili flokksmálgagna i dag- blaðaútgáfu og þetta frumkvæði Guðmundur H. Garðarssonar er fyrsti visir í þá veru að leysa útvarps- f jölmiðlunina undan flokksræðisstjórn. Föstudaeur 18. nóvember 1977 VISIR Eiías Snœland Jónsson, bíaðamaður, skrifar um kosningum. Þaö er þvi I reynd verið að takast á um þingsæti. Sjö kjörstaðir Rétt til þátttöku I prdfkjör- inu hafa allir 18 ára og eldri sem lögheimilieiga í kjördæminu og ekki eru flokksbundnir i öðrum flokkum. Kjörstaðir verða opnir á sjö stöðum. Þeir verða opnir sem hér segir: Röst, Akranesi, kl. 14-18 á laugardag og 14-18 á sunnudag. Svarfhóll við Gunnlaugsgötu, BorgáTnesikl. 15-18 á laugardag og kl. 14-18 á sunnudag. Hjá Vigfúsi Baldvinssyni, Búðardalkl. 13-19 á laugardag. Lionshúsið Stvkkishólmi kl. 14-18 laugardag og sama tima sunnudag. HVER VERÐUR EFTIRMAÐUR BENEDIKTS Á VESTURLANDI? Kosið verður um eftirmann Benedikts Gröndals i efsta sæti framboðslista Alþýðuflokksins i Vesturlandskjördæmi við næstu þingkosningar um helgina. Tveir menn eru i kjöri: Eiöur Guðnason, fréttamaður, og Guðmundur Vésteinsson full- trúi. Telja verður sennilegt aö sá, sem efsta sætið hlýtur um helg- ina muni ná kjöri sem uppbóta- þingmaður i næstu alþingis- Hliðarvegur 10, Grundarfirði kl. 15-18 á laugardag og sunnu- dag. Brúarholt2, ÓlafsvBc.kl. 14-22 laugardag og 18-22 sunnudag. Röst Hellissandi kl. 14-22 laugardag og 18-22 sunnudag. Tveir frambjóðendur Eins og áður segir eru fram- bjóöendur i þessu prófkjöri tveir, en aðeins er kosið um efsta sætið. Eiður Guðnason, fréttamaöur viö sjónvarpið hefur ekki haft afskipti af stjórnmáiastarfi siðan hann réöist til starfa hjá sjónvarpinu og ákvörðun hans um aö gefa kost á sér i prófkjör- ið kom þvi óvænt. Forsaga þess var hins vegar að ýmsir for- ystumenn innan Alþýðuflokks- ins i kjördæminu leituðu til hans og óskuðu eftir þvl að hann gæfi kost á sér. Eftir nokkra um- hugsun féllst hann á beiðni þeirra og verður forvitnilegt aö sjá hvernig honum reiðir af i þiessari fyrstu pólitisku þolraun sinni. Eiður er að sjálfsögðu fyrir löngu landsþekktur vegna starfa sinna hjá sjónvarpinu og sem einbeittur og ákveðinn spyrjandi. Eiður Guðmundur Guðnason Vésteinsson Guðmundur Vésteinsson bæjarfulltrúi á Akranesi keppir viö Eið um fyrsta sætið. Hann hefur um árabil starfað hjá embætti bæjarfógetans á Akranesiog setið i bæjarstjórn- inni þar frá 1970. Mestan þann tima hefur hann einnig átt sæti i bæjarráði. Guðmundur hefur lagt áherslu á málefni kjördæmisins i kosningabaráttu sinni og hann og stuöningsmenn hans hafa gert það að eins konar kjörorði sinu að nú eigi að velja mann búsettan i kjördæminu i efsta sætið á framboðslistanum. —ESJ „Menn geta komist á þing með ýmsu móti. Þeir geta verið......." ÞINGIi Erlendis er taiað um lobbiista, eða anddyrismenn, sem taka laun fyrir að hafa áhrif á þingmenn og gang þingmála. Einkum er þetta fyrirbæri þekkt og viðurkennt í Washington i Bandarikjunum. Þar hefurmargoft komiðiljós að lobbiistar hafa haft áhrif á at- kvæðagreiðslur til hagsbóta fyrir umbjóðendur sina, sem geta ver- ið allt frá Standard Oil til verka- mannasambanda Ameriku. Afturá mótihefur engum dottið i hug aö kjósa lobbiistana á þing. Þeirra staöur er utan þingsala, og hvenær sem grunur leikur á þvi að þeir hafi gerzt of nærgöngulir við þingmenn og þinghefðir er rekið upp varnaðaróp. Almennur misskilningur þeirra sem kosnir eru á þing Einn þáttur þess hve menn syrgja nú mjög það, sem kallað hefur verið virðing Alþingis hér á landi, er sá almenni misskilning- ur stjórnmálamanna, að þeir verði fyrst og fremst fulltrúar einstakra hagsmunahópa um leiö og þeir taka sæti á þingi. Þess eru jafnvel dæmi að þingflokkar freisti þess að koma þannig skipulagi á störf sin, að einum þingmanni sé afhentur iðnaður til umfjöllunar, annar taki að sér verzlunarmálin og sá' þriðji sjávarútveginn. Þessi skipting viðgengst að visu að nokkru, t.d. i brezka þinginu, en þá er einungis um aö ræða meðlimi svokallaðs skuggaráöu- neytis stjðrnarandstöðuflokksins, þar sem einstakir aðilar eiga að taka að sér iðnað, verzlun eða sjávarútveg, þegar og ef um stjórnarskipti verður að ræða. Hér er aftur á móti varla hægt að tala um skuggaráðuneyti stjórnarandstöðu, og vel getur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.