Vísir - 21.11.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 21.11.1977, Blaðsíða 3
vism Mánudagur 21. nóvember 1977 3 BRUNABÓTAMAT Á HÚSUM í REYKJAVÍK HÆKKAR UM 35% Brunabótamat húsa i Reykjavik hækkar um áramótin um 35%. Á sama tima tekur gildi samsvarandi hækkun iðgjalda vegna bruna- trygginga- Þessi hækk- un er miðuð við breyt- ingu á byggingavisitölu á þessu ári. Borgarráft hefur samþykkt þessa hækkun, sem er gerð samkvæmt tillögu frá bruna- bótavirðingamönnum i Reykja- vik, en öll hós i borginni eru tryggð hjá Húsatryggingum Reyk j avi kur bor gar. Sem dæmi um þá hækkun brunabótamats, sem tekur gildi um áramótin má nefna að stiga- hús i verkamannabústöðum i Breiðholti er nú metið á um 52 milljónir króna, en verður eftir áramótin metið á 69 milljónir króna. Raðhús með bilskúr i Fossvogi hækkar úr 15,8 milljónum i' 21.2 milljónir króna að brunabótamati og einbýlis- hús i sama hverfi, einnig með bilskúr,hækkar úr 24 milljónum i 32 milljónir króna. Brunatryggingargjöldin þ.e. brunabótaiðgjald, viölaga- trygging og söluskattur hækka einnig, þar sem þau eru reiknuö af brunabótamati húseigna eins og það er hverju sinni. Gjald- dagi þessara gjalda er i janúar. —SJ Gufubaðstofan Sauna i Hátúni 8 átti 15 ára af- mæli um helgina. Að þvi tilefni færði Eggert Guðmundsson listmál- ari stofunni að gjöf skemmtilegt málverk sem hann hafði gert af fjölskyldu i gufu- baði. Eggert var fyrsti viðskipta- vinur stofunnar er hún var opn- uð fyrir 15 árum, en siðan hefur hann komið þangað að jafnaði 2 til 3 i viku. Er hann einn hinna fjölmörgu fastagesta gufubað- stofunnar en hún hefur alla tið notið mikilla vinsælda meðal borgarbúa og þeirra sem hafa lært að njóta hvildar og hress- ingar með þvi að fara i gufubað og nudd. Myndin er af Eggert Guðmundssyni til vinstri og Eð- vald Hinrikssyni eiganda stof- unnar. LjdsmyndJA Dregið í kvöld hjá Vísi „Þú hefur unnið litasjónvarps- tæki i smáauglýsingahappdrætti Visis”. Einhver af þeim fjöl- mörgu sem hefur auglýst í smá- auglýsingadálkum Visis að und- anförnu fær slika tilkynningu i kvöld um að hann hafi unnið lita- sjónvarp. Þá verður nefnilega dregið I hinu geysivinsæla smáauglýsinga- happdrætti blaðsins þar sem vinningur er 20” litsjónvarpstæki af gerðinni Sanyo frá Gunnari As- geirssyni hf. Vi'sir lætur þó ekki staðar num- ið heldur byrjar nýtt smáauglýs- ingahappdrætti á morgun þar sem vinningur er ekki siður glæsilegur. Vinsældir Vísis sem smáauglýsingablaös eru ótviræð- ar enda tryggt aö þar ber auglýs- ingin árangurauk þess sem hún veitir rétt til ókeypis þátttöku i stórglæsilegu happdrætti. Nánar um nýja happdrættið á morgun. —SG Japanskur ljósmyndari, Lyosuke Ogasawara, hefur opnaö sölusýn- ingu á sérkennilegum ljósmyndum I „Sólon Islandus” við Aðalstræti. Myndirnar eru allar teknar hér á landi — flestar i Reykjavik og ná- grenni. Ogasawara var sendur hingað til lands til að taka myndir fyrir japanskt fyrirtæki, en ilengdist eftir að hafa lokið verkefninu. Taldi hann sig sjá hér ótæmandi möguleika i fallegu landslagi og meðal fólks sem hefur tekið honum mjög vel að hans sögn. Arangurinn af þessu starfi getur fólk séð i „Sólon Islandus”, en þar hanga nú um 30 myndir eftir hann uppi... LjósmyndJA Vaxtqhœkkunin ókveðin; „Hamlar gegn óhag- stœðum óhrifum vaxandi verðbólgu" ingar i samræmi við þá stefnu að minnka misræmi i vaxta- kerfinu og jafna lánskjör at- vinnuveganna, jafnframt þvi sem þessi hækkun er forsenda nauðsynlegrar hækkunar vaxta af bundnu fé innlánsstofnana i Seðlabankanum. Vaxtahækkunina telur banka- stjórn Seðlabankans óhjá- kvæmilega til að hamla gegn óhagstaéðum áhrifum vaxandi verðbólgu á sparifjármyndun I landinu. Eftir hækkunina verða ^l- mennir sparisjóðsvextir 16% á ári vixilvextir verða 20 1/2% og af vaxta aukalánum greiðast nú 30% heildarvextir á ári. Hækkun á verðbóta- þætti vaxta var ákveð- in á fundi bankastjórn- ar Seðlabankans. Hækkunin nemur 3% á ári og tekur gildi i dag. Eins og Visir skýrði frá á föstudag, hækkar verðbótaþátt- urinn úr 8% i 11% á ári, en einn- ig hefur verið ákveðið að hækka grunnvexti endurseljanlegra birgðalána og rekstrarlána úr 3% i 4% á ári og grunnvexti út- gerðarlána úr 6% i 7%. Samkvæmt tilkynningu frá Seðlabankanum eru þær breyt- FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Nýr kröftugur KENWOOD KR-4070. Lágmarks afl við 8 ohm 2 x 40 RMS wött frá 20 - 20000 Hz, bjögun mest 0.1%. Verð aðeins kr. 111.230.-. Að eignast þetta reginafl, með hinu víðfræga KENWOOD útvarpi ásamt fjölda af fágætum eiginleikum, fyrir slíkt verð, er einsdæmi. Hvernig getur KENWOOD þetta? Það er nú einmitt það sem Pioneer, Marantz o.fl. velta vöngum yfir, Nýr kröftugur KENWOOÐ KR-4070 NÚ FÆRÐ ÞÚ ÞÉR fKENWOOD i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.