Vísir - 21.11.1977, Side 28

Vísir - 21.11.1977, Side 28
Mánudagur 21. nóvember 1977 gffnftQaaii ®SANYO 20" litsjónvarpstœki fró GUNNARI ÁSGEIRSSYNI er vinningurinn í smáauglýsingahappdrœtti Vísis. Sími 86611 Opiö virka daga til kl. 22.00 Laugardaga kl. 10-12 Sunnudaga kl. 18-22 DREGIÐ í DAG Landsfundi Alþýðubandalagsins lauk i gœrkvöldi: Umrœður um hermálið fyrir luktum dyrum! til þess ráðs að loka fundinum um ákveöinn tima þegar svo- nefnd „viðkvæm” mdl komu á dagskrá. Siðasta lokunin var vegna umræðna undir liðnum önnur mál um herstöðvamálið og stjórnarsamvinnu Alþýðu- bandalagsins i þvi sambandi. —ESJ l.andsl'undi Alþvðubanda- lagsins lauk I gærkviildi eltir rúmlega IVeggja klukkustunda langan Inkaðau l'und uni her- slöðvaniálið. Sanikvæint áreið- anleguin lieiniilduni var þar l'yrst og Ireinst deilt um það, livort gera ætti latisn lierstöðva- nialsins að skilyrði lyrir stjórn- araðild. Mun meirililutinn liala veriö á þvi, að önnur inál, svo sem islensk atvinnustefna, væru niikilvægari. Kundurinn hófst á fimmtu- dagskvöld og honum lauk um kl. 21 i gærkvöldi. Hann var opinn, eins og lög flokksins gera ráð fyrir, en þó var daglega gripið Gamli og nýi formaðurinn: Ragnar Arnalds og Ldðvlk Jósefsson á landsfundinum um helgina. Vlsismynd: JEG Lúðvík og Kjartan tóku við forystunni Lúðvik Jósepsson var kjörinn formaöur Alþýðubandalagsins á landsfundi þess um helgina, og Kjartan óiafsson varaformað- ur, eins og við var búist fyrir- fram. Guðrún Helgadóttir, deildarstjóri hjá Trygginga- stofnun rlkisins, var kjörinn rit- ari, og Tryggvi Þór Aðalsteins- son, starfsmaður Menningar- og fræðslusambands alþýðu, gjald- keri. Snemma var ljóst hverjir yrðukjörnir formaður, varafor- maður og ritari, en óljóst var fram á siðasta dag um gjaldker- ann. Var um tima talið senni- legast, að Sigurður Magnússon, rafvirki, hlyti það sæti, en svo varð þó ekki. Kosningarnar drógust mjög verulega frá þvisemdætlað var i dagskrá. Samkvæmt dag- skránni átti að kynna tillögur kjörnefndar kl. 10 á laugardags- morgun, og kjósa siðan kl. 14, en svo varð ekki. Kjörnefnd kynnti tillögur siðan rétt fyrir kvöld- mat, og var þá kjörið i áður- nefndar stöður með lófataki, en kosningu i miöstjórn fldcksins var frestað til sunnudags. Fór loks fram siðla á sunnudag, en talningu var ekki lokiö fyrr en seint í gærkvöldi. 1 lokaræðu sinni i gærkvöldi sagði Lúvik, að hann myndi beita sér fyrir verkaskiptingu i forystu flokksins þannig að Kjartan sæi um störf miðstjórn- ar og annaö þaö, sem þvi tengd- ist, en hann, Lúövik, myndi koma fram fyrir flokksins hönd út á viö sem talsmaður hans. —ESJ. Alþýðuflokkurinn ú Vesturlondi: 52% fleiri otkvœði en i kosning- unum 1974! Þátttakan i prófkjöri Alþýðu- fiokksins i Vesturlandskjördæmi var langtum meiri en atkvæöamagn flokksins i siðustu alþingiskosningum. Talning at- kvæða fer fram i kvöld. Bragi Nielsson læknir I Borgar- nesi sagöi I morgun, að ekki lægi fyrir nákvæm tala um þátttak- endur, en þeir væru senniiega i kringum 1.170. 1 siðustu þingkosningum fékk flokkurinn 771 atkvæði, og hafa þvi um 400 fleiri tekið þátt i próf- kjörinu nú, en það er um 52% aukning. —ESJ Hljómfluln- ingstœkjum stolið Brotist var inn í heimahús i Hafnarfirði i fyrrinótt og stoliö þaöan verðmætum hljóm- flutningstækjum. Málið er i höndum rannsóknarlögreglu rikisins, en ekki er upplýst hver framdi verknaöinn. —GA Prófkjör Sjálfstœðisflokksins: A kjörstað I Valhöll (Vlsism. JEG) Um átla þúsund manns eru búin aðkjúsa „Prófkjörið hefur gengið mjög vel og um helgina kusu um átta þúsund manns. t dag verður kosið i Valhöll milli klukkan 15.30 og 20.30 og siðan verður talið og úrslit væntan- lega kunn um mið- nætti”, sagði Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri fulltrúaráðs Sjálfstæð- isflokksins, i morgun. A laugardaginn kusu um tvö þúsund manns i prófkjöri Sjálf- stæöisflokksins og um sex þús- und i gær. Um er aö ræöa tals- vert aukna þátttöku frá prdf- kosningunum fyrir borgar- stjórnarkosningarnar 1974. Þá kusu 8.650, en að sögn Vilhjálms er reiknaö meö að þátttakan veröi um tiu þúsund. Hafa ber i huga að heildarfjöldi á kjörskrá hefur aöeins aukist um tæp tvö þúsund manns, eða úr 54.923 ár- ið 1974 i 56.819 á þessu ári. Vilhjálmur sagði að úrslit væru bindandi fyrir kjörnefnd gagnvart þeim sem hljóta meira en helming atkvæða af 8.007, sem er einn þriöji af kjör- fylgi flokksins við síðustu þing- kosningar. Eftir að kjörstað veröur lokað i Sjálfstæöishúsinu að Háaleitis- braut 1 klukkan 20.30 I kvöld veröur farið að telja og reiknað með að talningu ljúki um niö- nætti ef vel gengur. —SG „Snjóflóðið steyptist allt í einu yfir okkur" „Þetta var skelfileg reynsla meöan á þvl stóð, en strax og viö vorum búnir aö finna Heimi, létti mér mjög”, sagöi Þor- steinn Kristjánsson, lögreglu- þjónn I Stöðvarfiröi, viö Visi i morgun, en liann lenti ásamt ellefu ára gömlum syni sinum i snjóflóöi um helgina. Heimir litli var þá búinn að vera grafinn i snjóskaflinum i rúma tvo klukkutima, en var furðulega litið meiddur og fær að koma heim i dag. „Við Heimir voru að hyggja að kindum s^m ég á og ætluðum að sækja fimm vestanvið gilið fyrir ofan bæinn Stöð. Þegar við komum á móts við kindurnar ætluðum við yfir og það gekk ljómandi fyrst i stað”. „En þegar við áttum eftir steinsanar upp á brúnina hinu- megin komum við að miklum svellbólstra. Til að losna viö hann kræktum við fyrir klett og þar var dálitið mikill skafl sem við þurftum að fara frammeð”. „Ég fór á undan og þetta gekk vel i fyrstu, en svo allt i einu steyptist skaflinn yfir okkur. Hjálparliöið dreif að „Við fórum framaf sjö metra háum kletti neðst i gilinu, og þegar skriðan loks stoppaöi var ég i miöjum bingnum og aðeins höfuð og vinstri handleggur uppúr”. „Það tók mig einar fimmtán tuttugu minútur að losna og byrjaði auðvitað að leita að Heimi, i ofvæni. En eftir um klukkutima var ég svo farinn að kröftum að ég-sá framá að eina vonin var að sækja hjálp”. „Niður aö Stöð var um hálfur annar kilómetri og það fannst mér seinfarið þótt ég færi eins hratt yfir og ég frekast mátti. Það var brugðið við snarlega þegar ég kom þangað og Jó- hannes Asbjörnsson og Stein- grimur sonur hans fóru þegar með mér uppeftir aftur, með skóflur og hrifusköft”. „Við byrjuöum svo að pota i skaflinn þegar við komum upp- eftir. Mér fannst endilega að Heimir hlyti að vera i vinstra kantinum, og eftir um tiu minútur kom Steingrimur niöur á eitthvað.” — sagði Þorsteinn Kristjónsson sem úsamt öðrum fann son sinn á tveggja metra dýpi eftir langa leit „Þá gripum við skóflurnar og byrjuðum að grafa og heyrðum þá fljótlega i Heimi. Hann var með meðvitund en ekki ráði, þvi hann talaði tóma vitleysu. „Þegar við vorum að grafa Heimi lausan ar farið að drifa að mannskap og það voru marg- ar hjálpsamar hendur þarna i lokin. Mig langar að nota þetta tækifæri til að koma á framfæri innilegu þakklæti okkar til allra þeþrra sem þarna komu nærri.” — ÓT.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.