Vísir - 10.01.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 10.01.1978, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 10. janúar 1978 VÍSIH . Spáin gildir fyrir miðvikudag- i inn 1 Hrúturinn 21. mars—20. aprfl: Þú gætir tekist á óvenjulega að- ferð sem gæti hjálpað þér að leysa verkefni eða persónuleg vandamál. Leggðu saman atburði gærdagsins og niðurstöður i dag, þá sérðu að út kemur rétt tala. □ Nautiö 21. april—21. mai: Vinur þinn leggur fyrir þig óvenjulega bón. Meðal starfsfé-, laga kemur fram ný kenning seml þú átt bágt með að samþykkja.1 Reynsla getur verið góð en vill þó, oft hefta framfarir. Vertu sam- vinnulipur. Tvlburarnir 22. mai—21. júni: Þú færir sönnur á mál semlij þú hefur lengi haldið fram enj' fáir tekið undir. Hafðu þolinmæðiy með efasömum sálum. Notfærðu þér hugmyndaflugið sem þér var|É gefiö. Krabbinn 21f»júni—23. júli: Þetta er tilvalinn timi til að leggja á ráðin um framtiðina Einhver sem þú berð mikla virð ingu fyrir gerir allt sem hægt er til að hæfileikar þinir fái að njóta sin. Ljóniö 24. júli—23. ágústr Málin ættu að snúast þér i hag á næstunni. Ef til vill finnst þér mælirinn fullur en það rofar til bráðlega. Vertu ekki of mikið úti við, kvefið sækir óvenjulega að þér. Meyj' n 24. ágúst—23. sept.: Það tekst ánægjulegt samstarf meðal vina þinna. Þið færið meira fjör i daglegt lif bæði heima og á vinnustað. Hjónalifið verður mjög ánægjulegt. Vogin ______24. sept.—23. okt.: Það er tilvalið að gera eitthvaðj sér til upplyftingar. Vertu' viösýn(n) i umræðum og ályktun- um. Forðastu strembinn mat næstu daga, það er nóg áf svo komnu i bili. Drekinn 24. okt.— 22. nóv.: Dagurinn nýtist þér vel þar sem þú veist að hvaða marki skal stefnt. Hrintu i framkvæmd þvi sem þig hefur lengi langað til að gera. Taktu eftir spaugilegu hliðúm hvers málefnis. Bogmaöurinn 23. nóv.—21. des.: Þaö er ótrúlegt hvað má gera til að gera umhverfi sitt fallegt og þægilegt. Kvöldinu ættirðu að verja til ~að kynna þér betur áhugamál fjölskyldunnar. Steingeitin 22. des.—20. jan.: Óvæntur fundur við fólk sem þú hefur ekki séö i ár og daga breytir fyrirætlunum þinum og varpar nýju ljósi á það sem er að brjótast um i þér. Notaðu heilbrigða skyn- semi til að lagfæra það sem út af ber i kvöld. Vatnsberinn 21. jan.—19. febr.: t Reyndu að vera rökvis i hugsun 1 þegar þú fæst við viðskipti eða . önnur fjármál, láttu ekki liöna i atburði villa þér sýn. — Horfðu ’ framá við, þú leitar einveru i kvöld. ÍQ \ Fiskarnir 20. febr.—20. mars: Vegna áhrifa stjarnanna ertul óvenju einbeitt(ur). Þú ert| \ fuil(ur) sannfæringar og þorir að l fara þinar eigin leiðir. Hresstu / enn frekar upp á sjálfstraustið i tkvöld. Menn Henris virtust vera jafn fegnir ósigri hans og hinir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.