Vísir - 10.01.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 10.01.1978, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 10. janúar 1978 vism iá&>ilfurf)úðuif Brautarholti 6, III h. Simi 76811 Móttaka á gömlum I munum : I Fimmtudaga kl. 5-7 e h I Föstudaga kl. 5-7 e.h. Nýkomin barnahlaðrúm úr furu í ýmsum litum Sendum í póstkröfu Mikið úrval af lokkum Gerum göt í eyru. Ný og sársaukalaus aðferð. Hargreiðslustofan LOKKUR Strandgötu 1-3 (Skiphól) Hafnarfirði, sími 51388. ATHUGIÐ! Tiskupermanent - klippingar og blastur (Litanir og hórskol) Munið snyrtihornið Nýtt skip Heiörún ÍS 4, fimmt- ugasta skipið, sem skipasmiðastöð M. Bernharðssonar hf. á tsafirði smiðar, var af- hent eigendum sinum í fyrradag. í ræðu, sem framkvæmdastjóri skipasmiðastöðvarinn- ar, Guðmundur Marzeliusson, flutti við það tækifæri sagðist hann telja, að þetta væri fullkomnasta fiskiskip íslendinga. Heiðrún 1S er rúmlega 300 lestir. Skipið ber á fimmta hundrað tonn af loðnu og getur tekið um 2000 fiskikassa i lest. Heiðrún getur stundað margs konar veiðiskap— linu, net, nót ogtogveiðar. Nú einhvern næstu — Heiðrún: „Fullkomn- asta fiskiskip íslendinga,, daga mun skipið halda til linu- veiða. Allur tækjabúnaður um borð i Heiðrúnu er af fullkomn- ustu gerð, og eru i skipinu margs konar nýjungar, sem litt eða ekki voru kunnar áður. Skipstjórar á Heiðrúnu verða tveir, Einar Halldórsson og Jón Eggert Sigurgeirsson. Eigandi skipsins er hlutafélagið Völu- steinn h.f. i Bolungarvik, en framkvæmdastjóri þess er Guð- finnur Einarsson. —ESJ Fœrri skilnoðir í en órið óður fyrra Svipaður fjöldi mála kom til afgreiðslu hjá borgardómaraembætt- inu í fyrra og árið 1976. Af skriflega fluttum dómsmálum voru 5.082 afgreidd á siðasta ári, en 5.204 árið áður. Munnlega flutt dómsmál voru 520. Voru þvi afgreidd 5.602 máls alls og eru það aðeins færri en 1976. Þi ngfestingar voru 5.578, hjónavigslur 183 og leyfi til skilnaðar að borði og sæng 204, en þau voru 188 árið áður. Af- greitt var 561 skilnaðarmál, en 652 árið áður. Hefur skilnaðar- málum þvi greinilega fækkað á siðasta ári i Reykjavik. — SG Eltingaleik- ur um götur í Kópavogi Fimm ökumenn voru tekni^ grunaðir um ölvun við akstur, i Hafnarfirði um helgina. Urðu verðir laganna að elta einn þessara manna um götur Kópa- vogs áður en þeir náðu honum. Sá ók utan i bil á Hafnarfjarðar- vegi á leið i Hafnarfjörð. Hélt hann áfram þrátt fyrir það, en ökumaður hins bilsins lét lög- regluna vita. Kom lögreglan auga á manninn i bilnum, þegar hann var á leið frá Hafnarfirði aftur og þá á Hafnarfjarðar- vegi. Fór hún á eftir honum. Kostaði það eltingarleik um götur i Kópavogi og var þá litið skeytt um hraðatakmörk . Náð- ist maðurinn loks þar sem hann hafði farið með sjálfan sig og bilinn inn i skúr i Kópavogi. — EA YÐAR ÁNÆGJA - OKKAR STOLT Önnumst öll mannamót, stór og smá. Að- eins nokkur ,,nútima” hænufet frá ys og skarkala höfuðborgarinnar. Við bjóðum allaþá aðstoð, til hverskonar mannamóta, er best gerist. Þjónustan er indæl og verð- ið eftir þvi. FESTI GRINDAVÍK - SÍMI 92-8255 og 92-8389 Handtekinn með lyf í fórum sínum Ungur maður var handtekinn á Höfn í Hornafirði í fyrradag og fluttur til Reykjavikur. Rann- sóknarlögreglumenn úr Reykja- vfk komu til móts við Hafnarlög- regluna á Hvolsvelli og tóku þar við manninum. Ástæðan fyrir handtöku hans er sú, að hann hafði i fórum sinum lyf og ýmislegt annað sem ástæða þótti til að athuga nánar eins og stimpla frá nokkrum fyrirtækjum og bilaleigusamning. Maðurinn, sem áður hefur komið við sögu hjá lögreglunni kom til Hafnar á föstudaginn og var á leið til vinnu á Djúpavogi. Hann er nú i vörslu i Reykjavik. —GA Þjófar ó ferð Þrjú innbrot^sem framin voru um siðustu helgi(eru til rannsókn- ar hjá lögreglunni. Brotist var inn i rakarastofu Péturs Guð- jónssonar á Skólavörðustig 10 og þaðan stolið rakspira og rak- blöðum meðal annars. Þá var stolið 120 þúsundum króna úr af- greiðslu Borgarspitalans. Var lögreglunni tilkynnt það i gær- kvöldi. Um helgina var einnig brotist inn i Skodabúðina i Kópa- vogi og þaðan stolið slípirokki. —EA Notaðir bíl- ar af frílista Viðskiptaráðuneytið hefur ákveðið að notaðir bilar verði teknir af frilista og verður inn- flutningur á þeim framvegis háður leyfum. Hins vegar verður eftir sem áður leyfður innflutningur bila i eigu þeirra sem flytjast bú- ferlum til landsins. Jafnframt hefur ráðuneytið ákveðið að framvegis verði heimilt að flytja inn rúgmjöl og sykur án innflutnings- og gjaldeyrisleyfa. / —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.