Vísir - 10.01.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 10.01.1978, Blaðsíða 3
3 vísm Þriðjudagur 10. janúar 1978 Hallvarður um Landsbankamálið: Forrœði rannsókn- ar málsins er óskorað í höndum rannsóknarlög- reglu ríkisins „Forræði rannsókn- ar málsins er óskorað i höndum rannsóknar- lögreglu rikisins”, seg- ir i yfirlýsingu frá rannsóknarlögreglu- stjóra um rannsókn Landsbankamálsins. Yfirlýsing Hallvarðs Einars- sonar er svohljóðandi: „Vegna ummæla sem viðhöfð hafa verið i fjölmiðlum um rannsókn á meintri fjártöku deildarstjóra ábyrgðardeildar Landsbanka Islands, þess efnis, að Landsbankinn „skammti gögn i hendur rannsóknarlög- reglunnar” þykir rétt að taka fram eftirfarandi: Eins og áöur hefir verið frá greint barst rannsóknarlög- reglustjóra rikisins kæra og beiðni um rannsókn vegna þessa atferlis frá stjórn Lands- banka Islands. Er þar frá þvi greint að um háar fjárhæðir sé að ræða, sem teknar hafi verið i ákveðin skipti á alllöngum tima. I þágu rannsóknar þeirra alvarlegu kæruefna, sem hér um ræðir hefir verið leitað eftir ýmsum sönnunargögnum og skýringum hjá bankanum á þeim kæruatriðum, sem hann hefir borið fram „Gögn” þau, sem með tilgreindumhætti hefir verið rætt um, munu vera þau skjöl og þær greinargerðir, sem bankinn hefir þannig lagt fram kærunni til stuðnings. Forræði rannsóknar málsins er óskorað i höndum rannsóknarlögreglu rikisins og mun það sæta þeirri rannsókn, sem atvik þess á hverjum tima gefa tilefni til. Fyrrgreindum ummælum er þvi visað á bug sem röngum og villandi.” Hringvegur- inn sé óvailt aðalbraut Klúbbarnir ,,öruggur akstur" hafa á fundum sinum undanfarið m.a. lagt áherslu á að hring- vegurinn fái undantekn- ingarlaust forgangsrétt sem aðalbraut, þar sem misræmi og sleifarlag í þessu efni hafi valdið al- varlegum slysum. A svonefndum haustfundum klúbbanna viða um land hefur einnig yerið fjallað um ýmis önnur málefni, er snerta um- ferðarmál. Td hefur verið tekið undir þá hugmynd að nýbyrjað ár verði sérstaklega helgað um- ferðinni i tilefni af 10 ára afmæli hægri umferðarinnar — en hún var, sem kunnugt er tekin upp 1968. — ESJ „Nýjar gaml- ar lummur ó leiðinni Upptaka á „Nýjum lummum” hefst i Hljóðrita i Hafnarfirði nú á næstu dögum. Það eru Gunnar Þórðarson og félagar, sem leika munu á þeirri plötu, eins og á plötunni „Gamlar Lummur,” sem út kom fyrir jólin. Salan á gömlu lummunum er nú komin eitthvað á þrettánda þúsund eintaka að sögn Steinars Berg, útgefanda hennar. HUn var langvinsælasta hljómplata s®asta árs. Astæða þótti til að fylgja vin- sældunum eftirmeð nýrri plötu. A henni verða, eins og þeirri fyrri, gamlir slagarar i nýrri Ut- setningu Gunnars Þórðarsonar. Steinar sagði ennfremur, að mikill áhugi væri hjá Lummun- um að halda hópinn eitthvað framvegis og jafnvél mætti bú- ast við, að þær kæmu fram á dansleikjum áður en mjög langt liður. —GA Ashkenazy stjórnar fyrstu tónleikunum Stjórnandi er Vladimir Ashkenazy og einleikari Joseph Kalichstein. Vladimir Ashkenazy er þegar orðinn islenskum tónleikagest- um kunnur sem afbragðs stjórnandi ekki siður en pianó- snillingur. Hann er nýkominn úr langri tónleikaferð um hálfan hnöttinn: Skandinaviu, Eng- land, Honolúlú, Japan, Kóreu, Hongkong Astraliu og Suður- Afriku. Pianóleikarinn Joseph Kalichstein fæddist i Tei Aviv 1946 en fluttist til Bandarikj- anna árið 1962. Eftir að hafa unnið tvær pianókeppnir þar fór hann sina fyrstu tónleikaferð til Evrópu, árið 1970, og hélt tón- leika i helstu borgum i Bret- landi, Þýskalandi, Frakklandi og Austurriki og var jafnframt einleikari með Filharmoniu- hljómsveit tsraels á listahátið i Flandern. Siðan hefur frami hans farið sivaxandi jafnt i Evrópu sem Bandarikjunum og hann hefur farið tvisvar á ári hverju til tónleikahalds i Evrópu. <■> i - m ..I- _ m 1 | fi I § Idhröð pappírsfærsla (11 lin. • Eldhröð prentun • Leyfilegt er að draga pappirinn upp með hendinni • Bæði Ijósaborð og strimill (mod 2251) • Stórir og skýrir stafir • Fullkomin kommusetning jp||||||8« GÍSLIJ JOHNSEN HF. Vesturgata 45 Reykjavík sími 27477

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.