Vísir - 10.01.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 10.01.1978, Blaðsíða 24
VÍSIR rn Opiö virka daga Laugardaga kl. 10-12 Sunnudaga kl. 18-22 Smáauglýsing í Vísí er enginc^«4 óauglýsing s™' Opiö virka daga til kl. 22.00 ’^^B B B%M ö Vw I L-L- ENN MIKIÐ KVIKU- STREYMI FRÁ KRÖFIU „Við gerum ráð fyrir að þetta haldi áfram i nokkra daga enn, það er ennþá mikið kviku- streymi i norður”, sagði Eys teinn Tryggvason, jarð- fræðingur, þegar Visir náði sambandi við hann við Kröflu i morgun. „Landið heldur áfram að siga og það dregur svo hægt Ur þvi að fyrirsjáanlegir eru nokkrir um- brotadagar i viöbót. í gær- morgun hafði norðurendi stcðv- arhússins sigið um tólf milli- metra og er sjálfsagt kominn eitthvað neðar núna”. „Það hefur verið töluvert um snarpa skjálfta i nótt og til dæmis fannst einn á Akureyri um eitt eftir miðnætti. Hann var um 4,5 á Richter-kvarða”. „En það verður varla gos úr þessu, er það?” „Nei, það er óliklegt. Þetta gerist þannig að það er mikið kvikustreymi upp i „hólf” eða holrúm, þrjá kilómetra undir Kröflu. Þegarhófið er orðið fullt sprengir það frá sér og kvikan byrjar að renna. Við erum svo heppnir að hún getur brotið sér leið norðureftir sprungunum, annars væri allt á kafi i hrauni núna. Þetta er þunnfljótandi — heldur líklega áfram í nokkra daga í viðbót, segir Eysteinn Tryggvason hraun, svona svipað og sýróp iiklega.” „Þegar hólfið er búið að tæma sig byrjar að streyma upp í það aftur og þá byrjar landið strax að risa. Það tekur nokkra mán- uði að fyllast þannig að við bú- umst ekki við að neitt frakara gerist hér fyrr en einhverntima i sumar.” —ÓT „Þetto er inn- anflokksmól" — segir Þórarinn Þórarinsson, alþingismaður í morgun um prófkjörsbandalag Framsóknormanna „Þetta er innanflokksmál hjá okkur og ég ræði það ekki út á við”, sagði Þórarinn Þórarins- son alþingismaður við Visi i morgun, en hann , Einar Agústsson, Sverrir Bergmann og Jón Aðalsteinn Jónsson hafa stofnað með sér bandalag fyrir prófkjör Framsóknarflokksins til alþingiskosninga i Reykja- vík. Visir hafði einnig samband við Einar Agústsson og sagðist hann ekkert hafa um það mál að segja. Þessi bandalagsstofnun hefur sætt harðri gagnrýni flestra annarra á prófkjörslista Framsóknarflokksins. Fyrir ut- an bandalagið standa Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, Kristján Frið- riksson iðnrekandi, Sigrún Magnúsdóttir kaupmaður, Geir Vilhjálmsson sálfræðingur og Brynjólfur Steingrimsson húsa- smiður. —KS Smáauglýsmgasími Vísis er 86611 Þegar snjór er og illfært um borg og byggðir er lang- best aö vera krakki. Þeir hafa gaman af þessu. Vfsis- mynd: JA. Sigla með loðnuna til Sigluf jarðar Heldur hefur loönuveiðin glæöst á nýju miöunum, sem fundust um helgina. Annars er veöur á þeim slóöum heldur slæmt og litiö næði til aö kasta. Fram til miönættis i gær til- kynntu samt niu bátar loðnu- nefnd afla — samtals 4320 tonn. 1 nótt og morgun voru átta bátar búnir að tilkynna vciði, og voru þeir með 2730 tonn. Bátarnir sigla allir meö afl- ann inn til Siglufjarðar, enda er veiðisvæði flotans norður af Siglufirði. —klp— Korchnoi með vinn- ingslíkur í biðstöðu Korchnoi virðist vel á veg kominn að krækja sér i vinning, sem gæti haft úrslitaáhrif á ein- vigi þeirra Spasskys. Þegar 17. einvigisskákin fór i bið i gær- kvöldi blasti viö peðsvinningur hjá Korchnoi og gæti dugað hon- um til þess að vinna skákina. Korchnoi er kominn með 8 1/2 vinning gcgn 7 1/2 og vinni hann þcssa skák þarf hann einungis tvö jafntefli til að sigra i einvig- inu. Týndi aleigunni Nitján ára skólastúlka týndi hliðartösku með aleigu sinni, fé og skartgripum, þegar hún var að koma frá Luxemborg siðast liðið sunnudagskvöld. t töskunni voru einnig vegabréf og ýmis skilríki. Stúikan telur sig hafa verið mcð töskuna, þegar hún fór upp i rútuna til Rcykjavikur, en kann ekki frekar af henni að segja. Skilvis finnandi á von á góðum fundarlaunum ef hann kemur töskunni i hendur lög- reglunnar. —ÓT Jarðhrœringar í Kelduhverfi: GAMLAR SPRUNG- UR Á HÚSUM OPNAST AFTUR Frá Viðari Jólianns- syni, fréttaritara Visis i Kelduhverfi: Hérhéldu jarðskjálftar áfram i gær og hvað eftir annað riðu yfir snarpir skjálftar, sem stóðu þó stutta stund i einu. Er liða tók á kvöldið fækkaði skjálftunum. I nótt var fremur rólegt, en alltaf var samt ein- hver hreyfing. Jarðskjálftarnir nú lýsa sér svipað og jarðskjálftarnir 1976 en eru ekki jafn öflugir. Þó kemur einstaka skjálfti svo kröftugur að hlutir færast úr stað og myndir bifast á veggj- um. Þó nokkuð hefur borið á þvi, að sprungur sem mynduðust i veggjum i skjálftunum 1976 séu farnar að opnast aftur. Við þessar sprungur hafði verið gert, en þær þola sýnilega ekki álagið i þessari hrinu. Eins og sagt var frá i Visi i gær var send út tilkynning i gærmorgun um, að vegurinn i Kelduhverfi væri að gefa sig. Kom þá i ljóst, að hann hafði sigið á þrem stöðum á kaflanum á milli Lyngáss og Veggjar- enda. Sigið var liðlega fet en hélt á- framerá daginnleið, og mynd- uðust þá einnig sprungur i veg- inn á þessum slóðum. Var svo komið i gærkvöldi að vegurinn var ófær fólksbilum á þessum kafla, sem er um 300 metra langur. 1 dag verður reynt að gera við skemmdirnar A að aka möl og sandi i sigið og sprungurnar og er vonast til að það nægi til þess að vegurinn verði ökufær að nýju. — klp —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.