Vísir - 19.04.1978, Blaðsíða 5
5
w
vism Miðvikudagur
19. april 1978
Fjörlegt
félagslif
íslendinga
í Noregi
Starfsemi tslendingafélagsins
íOsló er með miklum blóma um
þessar mundir. Félagið sem
stofnað var 1923, telur um 600
félagsmenn. Starfsemi þess
hefur ekki verið óslitin, þar sem
það lá með öllu niðri á árunum
1957-1962.
Félagið skipuleggur hópferðir
milli Noregs og tslands og er
það allstór þáttur i starfsem-
inni, þar sem boðið er upp á
þrjár sumarferðir og þrjár jóla-
ferðir. Allar eru þessar ferðir á
mjög hagstæðum kjörum.
íslendingafélagið heldur
árlega þorrablót og fór sam-
kvæmið að þessu sinni fram 4.
febrúar. Fengu landarnir
sendan mat að heiman og var
allt islensktsem fram var reitt
að undanskildum norskum ,
miði, sem góðgætinu var skolað
niður með.
Arlegir viðburðir eru haust-
fagnaður, sem haldinn er i þeim
tilgangi að nýir félagar kynnist
hópnUm, og jólatrésskemmtun
þar sem yngri kynslóðin gerir
sér glaðan dag.
Islendingafélagið sér um
reksturá Islendingahúsinu, sem
keypt var árið 1967 fyrir
peninga úr hússjóði jafn-
gömlum íslendingafélaginu.
Þetta er 60 ára gamalt skóla-
húsnæði um 100 km fyrir utan
Oslóborg, i Krödsherad I
Buskerud, við rætur Norefjalls.
Þarna er afbragðsaðstaða til
skiðaiðkana á veturna, göngu-
brautir og svigbrekkur, lyftur
og kaffihús. A sumrin er góður
baðstaður i Krödernvatni, sem
er örstutt frá húsinu. Miklar
lagfæringar og endurbætur hafa
veriðgerðará húsinu oggeta nú
um 30 manns gist þar samtimis.
Formaður Islendingafélags-
ins er Elsa Þórðardóttir Lövdal.
Aðrir i stjórn eru Eggert Gunn-
arsson, Ingibjörg Eiriksdóttir
og Kristin Rygg.
Rósa Þorsteinsd. söng nokkur
lög við undirleik hljómsv.
Stjórn tsl.félagsins. Frá vinstri: Kristin Rygg, Ingibjörg Eirfksdóttir, Eggert Gunnarsson og Elsa
Þórðardóttir Lövdal.
tslendingar I Osló stfga hér dans af miklu fjöri.
Hér sést Þorrinn blótaður af fullum krafti.
Ferðafélags-
bókin 78
Arbók Ferðafélags tsiands
fyrir 1978 er komin út. Þetta er
51. ÁrbókFerðafélagsins og er
efni hennar þriþætt: 1. Lýsing
S.-Þingeyjarsýslu austan
Skjálfandafijóts, rituð af Jó-
hanni Skaptasyni, frv. sýslu-
manni á Húsavík. 2. Um jarð-
myndanir á Tjörncsi, ritað af
Þorleifi Einarssyni, jarðfr. 3.
50 ára saga Ferðafélagsins,
sem er skrifuð af dr. Ilaraldi
Matthiassvni á Laugarvatni,
en sagan kom út sem sérprent
á 50 ára afmæli félagsins 27.
nóv. sl. tölusctt og árituð. Auk
þess eru i bókinni ársskýrslur
og reikningar félagsins.
Árbókin er 216 siður að
stærð prentuð á vandaðan
pappi'r og prýdd fjölda ljós-
mynda bæði svart/hvitra og
litmynda. Árbókin er prentuð i
Isafoldarprentsmiðju, en
myndirnar eru unnar af
Prentmyndastofunni Litróf,
Offsetmyndum sf. (litmyndir)
og Myndamót hf. (litgrein-
ing). Svipmyndir fyrir ofan
helstu kafla bókarinnar eru
teiknaðar af Gpnnari Hjalta-
syni. Einnig eru 2 uppdrættir:
Yfirlitskort af þvi svæði sem
er meginefni bókarinnar og
jarðfræðikort af Tjörnesi.
Ritstjóri Árbókarinnar er
Páll Jónsson, bókavörður og
hefur hann séð um útgáfu
hennar i áraraðir.
MYNDIR ERROS TIL LANDSINS
Myndir listamannsins Erros
koma hingað til lands um
miðjan mai en listamaðurinn
sjálfur kemur um 20. mai.
Listahátið verður opnuð 3ja júni
með sýningu á verkum Erros á
Kjarvalsstöðum.
Að sögn Hrafns Gunnlaugs-
sonar f ramkvæ mdast ióra
- - -
Listahátiðar verður sýnd hér
131 mynd eftir Erro og hafa þær
þegar verið sendar frá Paris.
Myndirnar eru fengnar viðs
vegar að úr opinberum söfnum
og einkasöfnum. Sýning Erros á
Kjarvalsstöðum stendur yfir til
25. júril.
Hrafnsagði að Errohefði gert
sérstaka mynd i tilefni þessarar
sýningarog væri myndefnið sótt
i reykvikst umhverfi. Þessi
mynd ætti að prýða plakat
sýningarinnar. Hrafn taldi að
hún ætti án efa eftir að koma
mörgum á óvart þó ekki væri
meira sagt, en hann varðist
allra nánari frétta. —KS
Erro
Kæliskápur RP 1180
ti: IS3U min
B: 595 mm
D: 595 mm
sparió
70.000. -
Vegna hagstæðra samninga getum við boðið
takmarkað magn á þessu ótrúlega verði.
Þessi Electrolux kæliskápur er
til á lager á þessum útsölustöð-
um:
Akranes: Þórður Hjálmarsson,
Borgarnes: Kf. Borgfirðinga,
Patreksfjörður: Baldvin
Kristjánsson,
Isafjörður: Straumur hf.
Blönduós: Kf. Húnvetninga,
Sauðárkrókur: Kf. Skagfirð-
inga,
Siglufjöröur: Gestur Fanndal,
Ólafsf jörður: Raftækjavinnu-
stofan sf.
Akureyri: K.E.A.
Húsavik: Grimur og Arni,
Vopnafjörður: Kf. Héraðsbúa,
Egilsstaðir: Kf. Héraðsbúa,
Eskifjörður: Pöntunarfélag
Eskfiröinga,
Höfn: KASK,
Þykkvibær: Friðrik
Friöriksson,
.Vestmannaeyjar: Kjarni sf.
Keflavik: Stapafell hf.