Vísir - 19.04.1978, Blaðsíða 18
Miðvikudagur 19. april 1978
vísm
„Við semjum ekki
fyrir önnur félög"
,,Pegar útflutnings-
bannið var boðað var sagt
að ef ekkert gengi í samn-'
ingum ASÍ við Vinnuveit-
endur myndi VMSÍ óska
eftir sérviðræðum",
sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson formaður
Verkamannasambands
(slands við Vísi í morgun,
en Verkamannasam-
bandið hefur sent Vinnu-
veitendasambandinu til-
boð um viðræður um
launakjör þeirra lægst-
launuðu.
Sagði Guðmundur að visitölu-
skerðingin hefði komið verst
niður á félögum innan Verka-
mannasambandsins og til-
finnanlega hjá þeim sem heföu
ekki nema um 120-130 þúsund
króna mánaðarlaun. Guö-
mundur kvað það að visu vera
nokkuð sérstætt að Verka-
mannasambandið ætti samn-
ingaviðræður við vinnuveitend-
ur en benti þó á ýmis einstök
félög eins og Dagsbrún og Hlif,
sem hefðu samið áður sérstak-
lega þó venjan væri að ASl sæi
um samningagerðina.
Guðmundur var að þvi spurð-
ur, hvort hann væri vongóður
um að vinnuveitendur tækju
upp viðræður við þá. Sagðist
hann hljóta að hafa mikla trú á
þvi. Það væri marg yfirlýst
stefna vinnuveitenda og rikis-
stjórnarinnar að vernda laun
þeirra lægstlaunuðu og nú ættu
þeir kost á þvi að semja við
stóran hluta þeirra.
Þá var Guðmundur spurður
hvort hann teldi að önnur að-
ildarfélög innan ASl hefðu ekk-
Guðmundur J. Guðmundsson.
ert að athuga við þessa Sérstöðu
Verkamannasambandsins.
Sagði hann að þeim hefði verið
tilkynnt þetta áður og þeir skilji
þessa sérstöðu hinna lægstlaun-
uðu. „Við semjum ekki fyrir
þau”, sagði Guðmundur, „nema
það gæti gerst að þeir taxtar
hjá þeim, sem eru á sama bili og
hjá okkur, hækki til sam-
ræmis”. —KS
r
Samningaviðrœður VMSI við vinnuveitendur:
Ekkert nema gott eitt
um það að segja
segir Benedikt Davíðsson/formaðurSambandsbyggingarmanna
##
,,Ég hef ekkert nema
gotf eitt um það að segja
ef það ber einhvern
árangur í viðleitni okkar
við að rétta hlut okkar
gagnvart vinnuveitend-
um og ríkisstjórn",’ sagði
Benedikt Daviðsson
formaður Sambands
byggingarmanna við Vísi
i morgun er hann var
spurður álits á tilboði
Verkamannasambands-
Benedikt Davfðsson
ins til vinnuveitenda
samningaviðræður.
um
Benedikt var spurður að þvi
hvort önnur sambönd innan ASt
mundu láta þar við sitja ef tæk-
ist að hækka laun þeirra lægst
launuðu,. Hann sagði að þeir
samningar væru ekki til lykta
leiddir og ýmislegt eftir þar til
fullum árangri væri náð. önnur
sambönd innan ASl þyrftu að
gripa til einhverra aðgerða til
stuðnings útflutningsbanninu.
„Krafan er ein og hin sama”,
sagði Benedikt”, samningana i
gildi og allir telja sig hafa
harma að hefna þar til það hefur
tekist”. —KS
##
„NU ER SUMAR
ó nýju sumardagatali fró Kristínu
í tilefni sumardagsins fyrsta,
sem er á morgun, hefur Auglýs-
ingastofa Kristinar h.f. sent frá
sér svonefnt „Sumardagatal” i
annað sinn.
Dagatalið spannar næstu 12
mánuði og eru þar meðal ann-
ars taldir upp hátiðisdagar,
helstu merkisdagar og islenskir
fánadagar.
Að þessu sinni er fléttað sam-
an litljósmyndum úr islenskri
náttúru og hinu alkunna is-
lenska sumarljóði „Nú er sum-
ar....” mynd og ljóð falla i eina
heild: myndljóð um islenskt
sumar er það skartar sinu feg-
ursta. Ljóðið er eins og alkunn-
ugt er eftir Steingrim Thor-
steinsson en ljósmyndirnar eru
úr myndasafni Auglýsingastofu
Kristinar h.f. og flestar teknar
af Herði Danielssyni. tslenska
sumarkveðjan „Gleðilegt sum-
ar” er á 1. siðu ásamt stuttri
skýringu á ensku á þessum sér-
islenska hátiðisdegi: Sumar-
deginum fyrsta, og hentar
Sumardagatalið þvi mjög vel
sem kveðja til vina og kunn-
ingja erlendis, og minnir á land-
ið og sendandann næstu 12 mán-
uði. Sumardagatalið er hannað
og útgefið af Auglýsingastofu
Kristinar hf. Litgreiningu
annaðist Myndamót, skreytingu
Prentþjónustan, Prentsmiðjan
Edda offsetprentaði, hefting er
unnin hjá Guðjóni 0.
Sumardagatalið verður fáan-
legt tilbúið til sendingar i Is-
lenskum heimilisiðnaði, Bóka-
verslun Sigfúsar Eymundsson-
ar i Reykjavik og bókabúðinni
VEDA. Kópavogi.
Sumardagatalið 78 er nú komiðá markaðinn f annað sinn og er svip-
ur þess allur hinn vandaðasti.