Vísir - 19.04.1978, Qupperneq 13

Vísir - 19.04.1978, Qupperneq 13
13 vísm Miðvikudagur 19. apr'il 1978 Áhrifa útflutningsbannsins farið að gœta: Viðskiptavinirnir kaupa ólið nú annars staðar „Við höfum ekki gert neinar ráðstafanir varðandi út- flutningsbannið. Við getum ekki uppfylit þá samninga sem við höfum gert á meðan út- flutningsbannið stendur, en ákvæði eru i samningum um þessi viðskipti sem taka tillit til óvæntra hindrana eins og verk- falla’’ sagði Ragnar Ilalldórs- son forstjóri islenska álfélags- ins er rætt var við hann i morgun, varðandi afieiðingar útflutningsbannsins. Ragnar sagði að þeir aðilar sem átt hefðu von á áli frá islandi myndu hugsanlega leita þesshjá öðrum aðilum, á meðan þetta ástand væri. Islenska álfélagið undir- ritaði fyrir skömmu samning upp á 1250 milljónir króna við Kinverja. Var ætlunin að senda þeim 5000 tonn af áli og átti griskt skip að koma hingað til lands og sækja farminn. Þessari afhendingu verður að fresta vegna útflutningsbannsins og spurningin er hvort Kinverj- arnir leiti fyrir sér annars staðar. —B A— 19092 SÍMAR 19168 Austin Mini árg. 75 ekinn 36 þús. km. Verö kr. 800 þús. Austin Allegro 77 ekinn 17 þús. km. Verð kr. 1800 þús. Chevrolet Malibu 75 ekinn 33 þús. mílur. Verð 3,4 millj. Innfluttur 77 Citroen DS 74 ekinn 67. þús. km. Verð kr. 1650 þús. Cortina 1600 XL 75 ekinn 21 þús. km. Verð kr. 1900 þús. Fíat 132 73 ekinn 65 þús. km. Verð kr. 1200 þús. Hornet 73 ekinn 76 þús. km. Verð kr. 1300 þús. Mazda 616 74 ekinn 74 þús. km. Verð kr. 1400 þús. Mazda 616 76 ekinn 29 þús. km. Verð kr. 2,6 millj. Toyota Corolla 77 ekinn 14 þús. km. Verð kr. 2 millj. VW 1300 74 ekinn 62 þús km. Verð kr. 1.050 þús. VW 1300 73 ekinn 2 þús. km. á vél. Verð kr.900 þús. Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir bíla á skrá. Opið alla daga til kl. 7, nema sunnudaga. Opið í hádeginu. Myndin var tekin á æfingu I gærkvöidi (Vfsism. JA) Italskur gaman- leikur frumsýndur í Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsið frumsýnir á laugardagskvöldið italska gamanleikinn Laugardagur, sunnudagur, mánudagur eftir Eduardo de Filippo. Leikrit- ið er sýnt á stóra sviðinu og er Gunnar Eyjólfsson leikstjóri en þýðinguna gerði Sonja Diego. Leikmynd gerir Sigurjón Jó- hannsson. Leikritið gerist á okkar dög- um á heimili italskrar fjöl- skyldu I Napoli og hefst á laugardegi þegar húsmóðirin er aðundirbúa helgarmátiðina og siðan er fylgst með þvi sem ger- ist á heimilinu þessa helgi. Þar koma meðal annars við sögu hjónin og börn þeirra þrjú, tengdabörn og væntanleg tengdabörn, afinn, frænkur og frændur. Leikritið er gaman- söm og litrik mannslifslýsing þar sem hver atburðurinn rekur annan. Alls koma 17 leikarar fram i sýningunni og með helstu hlut- verk fara Herdis Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson, sem leika hjónin, Valur Gislason, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Þórhallur Sigurðsson, Gisli Alfreðsson, Steinunn Jóhannes- dóttir, Sigmundur örn Arngrimsson, Sigurður Skúla- son og Lilja Þórisdóttir. Þetta leikrit hefur viða verö sýnt við miklar vinsældir og má þar nefna Moskvu,London og nú er það á verkefnaskrá Konung- lega leikhússins i Kaupmanna- höfn. —SG KJORGARÐI LAUGAVEGI 59 SÍMI: 16975-18580 TEMPÓ SÓFASETTIÐ Vandað glœsilegt sófasett úr massivri furu Fóanlegt í mörgum litum, bœði óklœði og grind Sendum í póstkröfu um land allt

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.