Vísir - 19.04.1978, Blaðsíða 8

Vísir - 19.04.1978, Blaðsíða 8
Miövikudagur 19. april 1978 VISIB Frumsýna Súpermann Þaö hefur mikið verið rætt og ritað um myndina Superman í Ameríku, enda á Superman ekki svo litil tök i fólki. Christoper Reeve 24 ára gamall frá Princeton i New Jersey fékk stóra hlutverkið, en Marlon Brando leikur föður Supermans i myndinni. I fyrstu var Reeve i vafa um hvort hann ætti að þiggja hlutverkið.,, Er þetta upphaf eða endir ferils míns?" spurði hann sjálfan sig. ,,Verð ég alltaf Superman i augum fólks?" Framleiðendur myndarinnar komu því þannig fyrir að hann hitti Sean Connery sem tókst án mikilla erfiðleika að hrista af sér James Bond ímyndina. Hann gaf Reeve góð ráð og sagði m.a.: „Hafðu aðeins áhyggjur af fyrstu kvikmyndinni sem þú leikur í. Ef þér mistekst, ertu búinn að vera hvort sem er". Kvikmyndina á að frumsýna i júni í sumar i Ameriku og framleiðendur segja að fleiri myndir um Superman muni fylgja í kjölfarið. Nick Nolte (Gæfa eða gjörvileiki) sem meðal annars hefur verið kallaður arftaki Roberts Red- ford, kveðst ekkert skilja i þvi hvernig látið er með hann. Nolte varð f rægur f yrir leik sinn I f yrrnefnd- um myndaflokki eða Rich Man Poor Man eins og hann heitir á frummálinu. Ekki minnkaði svo frægðin þegar hann lék I myndinni, The Deep, sem hér hefur verið sýnd. „Fólki finnst að ég eigi ekki að ráða mér fyrir ánægju út af þessu öllu. En það skilur ekki að ég hef alltaf verið ósköp ánægður meðstöðu mína sem leikari, þó ég hafi ekki fengið nema litil ómerkileg hlutverk. Ég hef alltaf verið jafn ánægður". Hann kveðst hafa reynt að fá hlut- verk í Apocalypse Now með Brando, Slap Shot með Paul Newman og Sorcerer með Roy Scheider en fékk ekkert þeirra. I örvæntingu kveðst hann hafa tekið hlutverkinu í The Deep. „Vegna þess að ég var blankur og hafði ekki unnið í ár". 015 Um leiö og Tarsan var búinn aö kveöja Steve ávarpaöi hann ókunnur maöur ..Afsakiö, en ég heyröi að þií sagöist stla til Congo — ” virust vingjarnlegur, en Tarsan grunaöiI aö eitthvaö annaö | byggi aö baki bessara » köldu augna_______■ Ég heid aö ég viti hval*Y^— allt or hr PnHtnnro Kaft nlnn All* allt er hr. Podmore, þabeino Allt i lagi — sem ég hef áhyggjur af y"’ Kaliabu bara er ef elnhver fer ab 'vera meb óspektir d mig strax ^ og þd séb hilla undlr vandrœbi / M47 Umsjón: Edda Andrésdóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.