Vísir - 19.04.1978, Blaðsíða 10
10
VÍSIR
utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. \
úlafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmund-
ur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaðamenn: Berglind
Ásgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias. Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson,
Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefáns-
son, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson, Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L.
Pálsson. Ljósmyndir: Björgvin Pálsson, Jens Alexandersson. útlit og hörinun: Jón
Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R Pétursson
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8.
simar 86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611
Jiitstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur
Áskriftargjald er kr. 1700 á
mánuði innanlands.
Verö i lausasölu
kr. 90 eintakið.
Prentun
Blaðaprent h/f.
Tveir góðir í hagfrœði
Tveir ungir hagf ræöingar, dr. Þráinn Eggertsson dós-
entog Þröstur Ólafsson, hafa nú með tiltölulega stuttu
millibili vakið athygli á þeirri staðreynd, að i raun og
veru er það f járfestingaræðið, sem öðru fremur hefur
takmarkað möguleika til raunhæf ra kauphækkana hér á
landi undanfarin ár. Það hef ur kostað 800% kauphækkun
á síðustu sjö árum að ná 43% kaupmáttaraukningu.
Við höfum varið of stórum hluta þjóðarteknanna til
f járfestingar, án þess að uppskera arð að samaskapi. Af
þessum sökum hafa kauphækkanir verið greiddar með
verðlausum krónum. Fram til þessa hefur ekki verið
fyrir hendi pólitískur vilji til grundvallarbreytinga í
þessum efnum.
Athyglisvert er, að þessir tveir ungu hagfræðingar,
sem vakið hafa athygli á þessum aðstæðum i efnahags-
lifinu, koma hvor af sínum væng stjórnmálanna. Annar
þeirra er frjálshyggjumaður en hinn sósíalisti. Ástæða
er til að gefa því gaum, að þessi sjónarmið skuli koma
fram hjá mönnum, er skrifa frá jafn ólikum viðmið-
unarpunktum og raun ber vitni um.
Dr. Þráinn Eggertsson benti á það í áramótagrein
sinni hér i Visi, sem vakti mikla atygli, að aukning einka-
neyslu og samneyslu hefði ekki farið framúr vexti
þjóðartekna á siðustu árum. Þjóðartekjur jukust þannig
um 43% frá 1970 til 1973, en einkaneysla um 42% og sam-
neysla um aðeins 37%. Dr. Þráinn bendir á, að hefðu aðr-
ir útgjaldaliðir vaxið með svipuðum hraða og einka-
neyslan, myndi ekki hafa komið til verulegs halla á við-
skiptum við útlönd.
í grein sinni sýndi dr. Þráinn Eggertsson einnig fra á,
að heildar fjárfesting hefur aukist um 72% frá 1970 á
sama tima og vöxtur þjóðartekna nam 43%. Engum
vafa er undirorpið, að þessi mikla framkvæmdagleði á
rikan þátt í ringulreiðarverðbólgu síðustu ára.
Þröstur Ólafsson segir i gein sinni: ,,Hin geigvænlega
f járbinding í fastaf jármunum undanfarin ár—einkum í
sjávarútvegi — ásamt taumlausri óhófsstefnu i meðferð
opinberra f jármuna, leiðir af sér tekjutilfærslu verka-
lýðnum í óhag. Þessi tekjutilfærsla verður ekki heimt
aftur, nema með því að skera niður f járfestingar for-
tiðarinnar og breyta þar með samsetningu f jármagnsins
i landinu."
í þessum skrifum felst óneitanlega gagnrýni á þau
viðhorf, sem legið hafa til grundvallar efnahags-
stef nunni allan þennan áratug. En það er vert eftirtektar
frá pólitísku sjónarmiði, þegar frjálshyggjumenn og só-
síalistar lýsa svo svipuðum sjónarmiðum varðandi rætur
efnahagsvandans.
Hér er um að ræða ótviræða vísbendingu um að innan
f lokka eins og Sjálfstæðisf lokksins og Alþýðubandalags-
ins sé fyrir hendi gagnkvæmur skilningur á því, hvernig
ráðast megi að rótum þeirrar efnahagslegu meinsemd-
ar, sem við búum við. Fyrir pólitískar umræður er veru-
legur ávinningur að fá þessi sjónarmið f ram fyrir kosn-
ingar.
Að sjálfsögðu getur verið erfitt fyrir suma af for-
ystumönnum stjórnmálaflokkanna að kyngja þeim
sjónarmiðum, sem fram koma hjá þessum ungu hag-
fræðingum. Öhjákvæmilegt er að leiðrétta mistök, sem
gerð hafa verið. Lúðvík Jósepsson hefur t.a.m. nú þegar
ráðist að Þresti Ölafssyni vegna ummæla hans um of
mikla fjárfestingu í sjávarútvegi.
Pólitísk viðkvæmni af þessu tagi getur að sjálfsögðu
komið í veg fyrir að samstaða náist um skynsamlegar
endurreisnaraðgerðir i efnahagsmálum. Við erum enn
að glima við þenslustef nu vinstri stjórnarinnar og höf um
ekki náð að gera þær grundvallarbreytingar, sem nauð-
synlegar voru i framhaldi af skipbroti hennar.
Miðvikudagur 19. april 1978
vism
S.l. föstudag frumsýndi Leik-
félag Akureyrar leikritið
HUNANGSILM eftír Shelagh
Delaney i þýðingu Asgeirs
Hjartarsonar undir leikstjórn
Jill Brooke Arnason. Það hafa
fáir eða jafnvel engir leikrita-
höfundar náð jafn skjótri frægð
á svo ungum aldri og Shelagh
Delaney og liggja þó ekki eftir
hana nema tvö leikrit.
„Hunagsilm” samdi hún aðeins
19 ára. Þetta leikrit var frum-
sýnt i London árið 1958 og sýnt
þar samfleytt i 18 mánuði við
miklar vinsældir. Arið 1967 var
það svo flutt i Þjóðleikhúsinu að
viðstöddum höfundi. Ekki er
hægt að segja að efnisþráðurinn
sé v iðh urðarrikur : Lauslát
móðir hleypur á brott með elsk-
huga sinum og dóttir hennar
sem að mestu leyti hefur oröið
að sjá um sig sjálf, feUur fyrir
svertingja og verður barnshaf-
andi. Ungur maður ef til vill
kynvilltur tekur hana að sér og
hjálpar henni i erfiðleikunum
uns móðirin snýr aftur.
Samkvæmt þessari lýsingu
býst maður við tilfinningavellu
meðtilheyrandi táraflóði en það
er nú öðru nær. Það er blátt
áfram ótrúlegt hvað leikritið er
haglega samið, 'semfellt og
bráðfyndið. Þó að skuggahlið-
um mannlifsins sé lýst er þeim
tekið sem sjálfsögðum hlut og
jafnvel skopast að þeim. Þegar
f V 1
Kristrún ,
Eymundsdóttir
menntaskólakennari
skrifar um leikritið
Hunangsilm sem
Leikfélag Akureyrar
frumsýndi
s.l. föstudag
---------y---------
veigar og listræn tjáning hreif
leikhúsgesti nú sem endranær.
Gesti E. Jónassyni tókst af
smekkvisi að túlka hið vandrat-
aða og vandræðalega hlutverk
„kynvillingsins” Geoffreys og
gerir piltinn einkar manneskju-
leg an.
Þórir Steingrimsson lék hinn
eineygða og drykkfellda elsk-
huga móðurinnar, Peter,
hressilega og af innlifun. Þetta
er það besta sem ég hef séð til
Þóris á fjölunum.
Aðalsteinn Bergdal fór vel
með hlutverk svertingjans, litið
hlutverk en vandasamt.
Leikstjórn Jill Brooke Árna-
son er með afbrigðum stilhrein
• og fáguð og svo vandvirknislega
unnin að það hvarflar að manni
að ekki sé hægt að gera betur.
Sýningin er látin gerast á 6. ára-
tugnum, búningareru tiska þess
tima og öll tónlist sem leikin er
var á vinsældarlistanum
1950-1958. Hún beitir leikbragði
sem hún segir að sé kennt við
Bertholt Brecht, þ.e. að leikar-
arnir fara andartak út úr at-
burðarásinni og ávarpa áhorf-
endur beint og fannst mér það
takast mjög vel i þessari upp-
færslu.
Leikmynd Hallmundar
Kristinssonar svo og búningar
Freygerðar Magnúsdóttur voru
mjög i anda verksins.
Gatan fyrir utan húsið er hið
Hlutírnir eru bara
lótnir gerast"
leikritið er samið ermikilbylt-
ing i enskri ieikritagerð og reið-
ir ungir menn hösluðu sér'völl,
en Shelagh Delaney hefur tekið
þann kost að láta hverjum degi
nægja sina þjáningu. „Hlutirnir
erubara látnir gerast” án nokk-
urrar uppreisnar af hálfu per-
sónanna, eða eins og Helen seg-
ir: „Við stöndum öii við stjórn-
völ okkar eigin örlaga..”.
Kvikmynd hel'ur verið gerð
eftir þessu verki, en talið er að
leikritið komist nær þvi að lýsa
draumkenndum heimi 17 ára
stúlkubarns. Sá heimur litur
eigin lögmálum og persónurnar
sem koma og fara eru allar
tengdar Jo, beint eða óbeint, og
séðar með hennar augum. Hún
lifir i lokuðum heimi sem af-
markastaf ibúðinni. Þetta gefur
leikritinu óraunsæisblæ sem við
fyrstu sýn virðist trúverðugur
en ef grannt er skoðað, stenst
ekki, svo sem eins og þegar
dóttirin segist ekki hafa efni á u. . „ .
að fara i dýran teikniskóla, sem ^ , u Pau l'ris'ln A. Olafsdóttir og Aðalsteinn Berg
þó var ókeypis o.s.frv. dal í hlutverkum Jo og Jimmie.
Dótturina Jo leikur Kristin
ólafsdóttir. Túlkun Kristinar móðurina Helenog slær leikandi
var mjög nærfærin og sönn og létt á marga strengi, sýnir okk-
vann hún umtalsverðan leiksig- ur eigingirni, losta og ábyrgðar-
ur. leysi móðurinnar á tæpitungu-
Sigurveig Jónsdóttir leikur lausan hátt. Leikreynsla Sigur-
leikmynd-
allt með
eina raunverulega i
inni, inni fyrir er
óraunsæjum blæ.
Þetta var siðasta viðfangsefni
Leikfélags Akureyrar i vetur.
Leikhússtjórinn Brynja Bene-
diktsdóttir og leikarinn Erling-
ur Gislason hafa ótvirætt verið
lyftistöng fyrir leiklistarlif
Akureyringa og hefur þeim tek-
ist að fá til liðs við sig marga
kunna leikhúsmenn. Um verk-
efnaval má eflaust deila en þvi
verður ekki neitað að það var
fjölbreytilegt og brugðið var
upp ólikum mannlifsmyndum.
Það ber að þakka að Þjóðleik-
húsið skuli hafa gert mögulega
heimsókn Brynju og Erlings til
Akureyrar og stigið með þvi
mikilvægt skref til þess að efla
leikhússtarf utan Reykjavikur..
Enginn vafi er á þvi að það er
draumur leikhúsunnenda á Ak-
ureyri að samvinna af þessu
tagi megi halda áfram og helst
þannig að um gagnkvæm leik-
endaskipti verði að ræða svo að
akureyrskir leikarar stigi á fjali
irnar sunnan heiða svp sem
reykviskir hér fyrir norðan. Og
hið sama á að sjálfsögðu við um
aðra starfsmenn leikhússins.
iÞórir Steingrímsson leikur Peter/ Gestur E. Jónasson viðiistræntstarfer endurnýjun
Geoffrey og Sigurveig Jónsdóttir fer með hlutverk °8 kynning nauðsynieg.
^Helenar. Ljósm. Norðurmynd. Kristin Eymundsdottir